Ekki er nú ein báran stök.

Það var nú svo sem ágæt hjá þeim að lækka ekki refsinguna,
þó svo að ég hefði talið, að þessir menn hefðu átt að fá mun
þyngri dóm, svo og allir aðrir sem framkvæma þennan óhugnað.

Að mínu mati er það algjört hneyskli að dómarar í málinu skildi
lækka miskabætur um 2,8 miljónir. 1,2 miljónir fær blessuð konan.
Í Héraðsdómi voru henni dæmdar 4 miljónir.
Ég tel víst að konan sem á í hlut eigi langt í land með bata,
og það kostar mikinn pening að sækja til sálfræðinga í þessu
landi, og svo margt sem hún þarf að gera annað fyrir sjálfan sig
Guð veri með þessari konu.

mbl.is Hæstiréttur staðfestir dóm vegna nauðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Ég er svo hjartanlega sammála þér. Það var fáránlegt að lækka upphæðina. Ég hefði viljað sjá mun þyngri dóma.

Með virðingu og vinsemd. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 9.5.2008 kl. 06:25

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þessir dómar eru orðnir dálítið einkennilegir.  Eigðu góðan dag Millan mín.

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 08:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Svanur, kveðja sömuleiðis.

Ein hneisan enn það mun vera rétt, eftir hverju vinna þessir menn eiginlega, já fróðlegt væri að fá rökstuðning.

                    Knús inn í daginn ykkar
                        Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2008 kl. 09:42

4 identicon

Sæl, kæra nafna! Þakka þér kærlega fyrir að taka við mér sem bloggvin. Já, þetta er sniðugt með nöfnin, í ofanálag erum við líka nöfnur með Millunafnið, fjölskyldan mín á Akranesi kallar mig nefnilega Ástu Millu. Margar frænkur mínar í móðurætt heita Emilía og eru kallaðar Milla.

En varðandi þennan nauðgunardóm, þá er ég innilega sammála því að þetta er bara hneisa, dómar í þessum málum eru alltof vægir. Dómsyfirvöld þurfa að fara að taka sig til og lengja dómana.

Kær kveðja, Ásdís Emilía. 

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála þér kæra milla.

Knús inn í daginn

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 12:05

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála þér, þessir nauðgunardómar eru allt of vægir.

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:43

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Milla, nú eigum við sameiginlega nöfnu  ég mun ábyggilega aldrei skilja íslenska dómskerfið.  Eigðu ljúfa helgi með fjölskyldunni.   Mother's Day Vase 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Alveg sammála þér Milla, þegar um virkilega nauðgunnarmál er að ræða á að draga menn til saka. Hef þó heyrt af upplognum nauðgunnarmálum því miður og sannað að það sé uppspuni  og ég held að það sé að skemma fyrir þeim konum sem að lenda svo í því að verða nauðgað. Þetta er skelfilegt

Erna Friðriksdóttir, 9.5.2008 kl. 15:21

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís er það ekki skemmtilegt að við skulum eiga sameiginlega nöfnu.
Við erum sammála um ósanngirni þessa dóms og margra annarra
og mættu þeir vera miklu þyngri, við sjáum til með þetta mál sem þú minnist á Sigga mín, en það á ekki að skipta neinu máli hvort það eru Íslendingar eða útlendingar, dómarnir eiga að vera jafn harðir en mun harðari eftir hrottaskap manna við þolendann.

                       Knús til ykkar
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband