Fyrir svefninn
10.5.2008 | 21:42
Þá verða hér til gamans tekin nokkur sýnishorn af
,, Kveðskap" tveggja manna. Þetta er eftir Gísla pú:
Ég er að þæfa, nudda og núa
sokka þína Guðlaugur,
en þú ert að skæla, ýla og æla
út um hlöðin blóðugur,
svo sem betur fer.
Jón er farin inn í Dal,
að leita að hyrnu sinni.
Það færi betur að hann fyndi hana þar,
því þá þarf hann ekki að fara annað,
svo sem betur fer.
Þetta er eftir Sigga bonn:
Til hákarla í Vestmannaeyjum
fara þeir norðangaddi í.
Hálfkaldir koma þeir að landi,
upp á ölhúsið skunda þeir.
Sína sjóblauta vettlinga,
verða þeir að setja upp skítuga.
Móðurlaus ég er um stund,
í móðurstað þú gengur mér,
vitna má ég það um þig,
þó þú viljir drepa mig.
Bryde er kominn býst ég við
bragnar mega sjá hann,
með báða syni sína og sig
sitt hús prýða lætur hér.
Margt hefur skeð við norðurhús
fagrar tunglskinsnætur
dansað bæði og drukkið vín,
glaðir hafa þeir notið sín.
Borðsálmurinn sungin seint,
samt með nýju lagi hreint,
raddir tvær þar hljóma hátt,
boðsfólk situr og hlýðir á.
Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
Góða nótt.
Athugasemdir
OMG Milla þó ... ég ligg hérna og er búinn að vera að reyna að lesa þetta hjá þér - en ég stoppa alltaf á einu orði sem bara ég náði ekki að komast í gegnum - sama hvað ég reyni.
Þá verða hér til gamans tekin nokkur sýnishorn af
,, Kvefskap" tveggja manna. Þetta er eftir Gísla pú:
Ég hef ekki komist lengra en með þessar tvær línur - en ég get engan veginn ákveðið mig með það - hvor mannanna tveggja var með "kvef"skap - eða hvort báðir væru með kvef skapinn ... en þar sem ég gruna að þetta eigi að vera Kveðskap.. ætla ég að halda áfram að lesa .. hahaha!
Knús á þig Milla mín og takk fyrir góðan kve(f/ð)skap fyrir nóttina. Rósin er handa þér í tilefni morgundagsins mín ljúfasta. Dreymi þig fallega mín kæra ..
Tiger, 10.5.2008 kl. 21:58
Takk krúsidúllan mín fyrir að láta mig vita, ekki gaman að láta fólk halda að mann aumingjarnir hafi verið með kvefskak, hvað ætli það sé annars? hjartans kveðjur til þín og takk fyrir rósirnar þær ilma yndislega.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 22:15
Ekkert að þakka mín kæra - ekki gott að senda karlgreyin inn í nóttina fulla af kvefi sko... Knús á þig!
Tiger, 10.5.2008 kl. 22:27
Láttu nú dekra við þig á morgun og njóttu þess að vera til kæra vinkona
Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2008 kl. 23:32
Sæl Milla mín! Gaman að heyra að þú hafir komið á Skagann þegar þú varst barn. Það hefur verið upplifun fyrir barn að koma í þetta stóra fallega hús sem Haraldarhús óneitanlega er. Ég er, já, aðeins yngri en þú og man nú ekki eftir Gísla Vill., en það er eins og mig minni að ég hafi heyrt talað um hann, að hann hafi verið vinur afa míns og ömmu. Manstu nokkuð hvað hann gerði, hann Gísli?
Segi svo bara, góða nótt og eigðu góðan Mæðradag!
Kær kveðja, Ásdís Emilía.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:38
Snilldin ein
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 00:49
Tiger það var dekrað við mig í gær og eiginlega alla daga því ég er svo rík og fæ svo mikinn kærleika út úr mínu lífi að það má reikna það sem dekur.
það er nefnilega svo sérstakt þetta með dekrið eins og ástina og kærleikann, að ef þú gefur þá færðu til baka,
það er allt undir manni sjálfum komið. Og þetta veist þú manna best Tiger míó sem ert alltaf að gefa af þér.
Takk fyrir að vera til
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 09:36
Ía mín sömuleiðis og eigið góðan dag saman
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 09:39
Ásdís Emilía mín, mig minnir að hann hafi verið eitthvað í sambanbi við
fiskeftirlit, sölu á síld hann kom allavega ætíð með síld og færði okkur,
síðan fluttust þau til Sauðárkróks, þangað fórum við iðulega.
Konan hans var örugglega Norsk og hét Karen, annars er þetta í þoku fyrir mér, en ég man eftir umhverfinu á stöðunum á þessum tíma, eitthvað annað en núna. En ég hef alltaf komið á skagann, fyrrverandi mágkona mín og svili búa þar þau heita Siggi og Nanna bjuggu á Esjubraut 12
Siggi vann alltaf á Grundartanga þegar það byrjaði.
Eigðu góðan dag og njóttu hans vel.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 09:49
Ásdís og Gréta eigið góðan dag í dag, veit ég með vissu að þið komið til með að njóta hans.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 09:51
Sæl kæra Milla! Æ þetta er svo fyndið hvað veröldin er nú alltaf lítil. Ég spurði hana móður mína út í þetta. Hún sagði mér að afi minn og Gísli hefðu verið ágætis kunningjar, og að hann hefði líka verið náskyldur okkur. Þau fluttu norður, en komu svo aftur á Akranes, hún Karen stofnaði hannyrðabúð sem var alltaf kölluð Karenarbúð, ég man mjög vel eftir henni. Svo veit ég hver Siggi og Nanna eru, er ekki eitt af börnunum þeirra sem heitir Ómar, mig minnir það, hann var með mér í bekk.
Vona svo bara að þú eigir yndislegan dag.
Kær kveðja, Ásdís Emilía.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 12:28
Það er rétt hjá þér nafna Ómar heitir hann einn sonur Nönnu og Sigga, þarna sérðu ég gæti verið mamma þín, en aldurinn skiptir ekki máli ef fólk nær vel saman.
Já stórkostlegt þetta með að allir þekkja alla, ég man það núna er þú segir það, þetta með Karenarbúð, ekki veit ég hvernig þeir þekktust Gísli og pabbi en mun spyrja mömmu.
Eigðu sömuleiðis góðan dag
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.