Hvar er ekki umbóta þörf.?

Tek svo hjartanlega undir með Margréti Frímannsdóttur
í sambandi við að úrbætur þurfi að koma núna.

Það er einnig afar brýnt að aðskilja rýmin þannig að ekki
séu allir undir sama hatti.
Það getur til dæmis eyðilagt algjörlega ungt fólk sem er að
hljóta sinn fyrsta dóm lendi það með þeim sem eru í því
að afvegaleyða aðra, þeir sem það gera þurfa sérstaka hjálp
til að skilja sjálfan sig og læra að lifa góðu lífi.

Ég tala nú ekki um þá sem eru algjörlega búnir að snúa við blaðinu
og búnir að bíða eftir refsivist of lengi, og eins og Margrét kemst að orði,
kannski eiga fjölskyldu og börn.


Ég spyr í hvaða málaflokk hafa stjórnvöld staðið sig vel?,
svo um engan misskilning sé að ræða,
þá meina ég ekki bara þessa einu ríkisstjórn því það þarf
mörg ár til að koma ástandinu niður á það stig sem það er
á í dag.


mbl.is 140 dæmdir menn á biðlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið rétt og það væri óskandi að Magga yrði þarna áfram.  Ég myndi treysta henni til að hrista ærlega upp í kerfinu þarna.

Ía Jóhannsdóttir, 10.5.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það segir þú satt Ía mín hún hefur skilninginn og kraftinn.
                          Knús til þín
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG hef mikla trú á Margréti og vona svo innilega að henni gangi vel í starfi og að bætt verði um betur með þau úrræði sem til staðar eru. Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Tiger

  Já Milla mín, ég er ykkur sammála með að Margrét á örugglega eftir að flengja þetta batterí vel og standa sig vel í þessu starfi. Sannarlega þörf á því að hrista eða stokka upp kerfið og flokka það. Ég myndi sannarlega vilja sjá stofnun fyrir harðsvíraða glæpamenn sér og unga/eldri afbrotaaðila fá inni á sér stofnun. Örugglega ekki gott fyrir ungt afbrotafólk að lenda inni með hörðum glæpamönnum.

Knús í helgina þína Milla mín og hafðu það gott..

Tiger, 10.5.2008 kl. 17:47

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, úrbóta er þörf á mörgum sviðum og alltof margir stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum í gegnum tíðina.

Þurfum að láta skoða "skrárnar" á Fílabeinsturninum, áður en við kjósum næst.

Margrét mun örugglega standa sig í sínu nýja starfi, það er ekki spurning.

Eigðu góða helgi Milla

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 18:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þurfum að gæta að því Sigrún mín.

Treystum Margréti til að inna þetta vel af hendi Tiger míó.

Ásdís mín það mun hún gera

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband