Er þjóðin að tapa sér í meðvirkni?.

Mætti halda það, ekki er fólk að vakna til lífsins með
að það sé ekki skammarlegt að láta í sér heyra.
það hefur nefnilega lengi loðað við Íslendinga að það sé
niðurlægjandi að mótmæla.
það sé bara verkalýðurinn sem fari í mótmælagöngur.

Einu sinni sagði maður við mig, það var 1 maí, og það var verið
í fréttum að sýna frá 1 maí göngunni í Reykjavík,
hann sagði: ,, þetta er nú meira pakkið". Sýnir bara hugsun manna.

Erum við ekki öll verkalýður ég tel það vera þannig,
þeir sem vinna lægst launuðu störfin hafa yfirmenn
sem telja sig yfir þá hafna, en fyrir hverja þurfa þeir að svara?.

Þeir sem telja sig æðri öðrum, sem margir telja sig vera, eins og læknar,
þingmenn, ráðherrar og lengi mætti telja,
eru bara óvart á launum á launum hjá okkur þegnum þessa lands.


það sannaðist í morgun er bara 100 manns komu á Austurvöll
til að styðja kröfur um betri kjör fyrir alla landsmenn, að menn
eru ennþá í gömlu súpunni að það sé skömm að láta í sér heyra,
bara að taka því þegjandi sem að manni er rétt.

Meðvirknin í fólki er á svo háu stigi að það telur sér trú um
að svona eigi hlutirnir að vera.
                                 Góðar stundir.

 


mbl.is Hrópað af þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held reyndar að þetta hafi eitthvað með okkar einstrengingslegu "flokkspólitík" að gera.  Við höfum stundum séð fjölmenn mótmæli, en þá er það runnið undan rótum einhvers eða einhverra pólitísku flokkanna.

Vörubílstjórar hafa ekki meldað sig neitt sérstaklega flokkspólitískt, þannig að öll þeirra "fundarboð" fá engan stuðning meðal "flokkspólitískra", ef þú veist hvað ég meina.

Verð að játa mitt eigið sinnuleysi í morgun, var búin að steingleyma þessum mótmælum.

Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Varst þú á Austurvelli?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 15.5.2008 kl. 13:56

3 identicon

Já, maður verður að vera nokkuð sammála þessu. Ég hugsa að uppeldi og menntun hafi þessi áhrif á fólk. Ég t.d. er alin upp við það að segja það sem að mér finnst og skammast mín ekki fyrir það og er síðan bara menntaður í iðnaði. Það er fátt sem að ég geri og skammast mín fyrir og mér finnst það sjálfsagt að aðrir leggji sína skoðun framm. Á meðan að doksarnir, alþingislýðurinn og þessir æðri menntaðri menn(sem og konur) séu hugsanlega uppalinn við meira snobb og haldi í það. Og að sjálfsögðu hafa lokið heilmiklu námi sem að gerir þau að sjálfsögðu helmingi merkilegri og gáfaðari en okkur hin(svo að þau allaveganna í þónokkrum tilfellum hugsi) Þegar á endan er litið virðist maðurinn gjarnan gleyma því að hann er ekki einn í þessum heimi.

Marri (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Hallgerður mín sitjum öll á okkar eigin afturenda.

Einu sinni sagði læknir við mig, Guðrún ég verð að gefa þér annan tíma því ég er farin fram úr áætlun, nei sagði ég, búin að bíða hér í eilífðar tíma fyrir utan tíman sem fór í að komast hingað, þú skalt athuga að minn tími er jafn dýrmætur og þinn, hann sagði gerðu svo vel, "Takk".

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigrún mín er það ekki runnið undan rótum einhvers að mótmæla því að við eigum ekki fyrir nauðsynjum?,
það er kannski misskilningur í mér, en þarf maður að tilkynna sig pólitískt til að koma saman og krefjast réttar síns. Hér áður og fyrr var það pólitískt til dæmis fóru aldrei sjálfstæðismenn, í mótmælagöngur,
það er eins og þegar 60% þjóðarinnar voru á Austurvelli að mótmæla,
Þá sögðu blöðin að nú væru að verki ofbeldishótanir kommúnista,
Það hefur þá verið meiri kommúnistafjöldinn til á Íslandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 14:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín erum við ekki að glíma við eitthvað allt okkar líf
verðum að leysa málin þó það sé bara fyrir okkur sjálf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 14:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Snæþór, NEI! varst þú?.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 14:33

8 identicon

Þú ert sem sagt ein af þessum meðvirku Guðrún Emilía út frá þinni eigin skilgreiningu, fyrst þú mættir sjálf ekki á Austurvöll. Og þú ert greinilega líka þá ein af þeim sem finnst "skömm að láta í sér heyra,
bara að taka því þegjandi sem að manni er rétt," svo notuð séu þín eigin orð.

Hefur það nokkuð hvarflað að þér og fleirum sem eiga ekki orð yfir "mætingarleysið" að kannski hafa menn bara engan áhuga á að láta spyrða sig saman við Sturlu og þá sem honum fylgja?  

Jói (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:41

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fullt af fólki sem ólst upp í fátækt hefur gengið menntaveginn
og er á stalli hjá sjálfum sé þó það sé ekki æðra neinum, en það er nú ekki málið, málið er að geta staðið með sjálfum sér og farið í mótmæli ef þörf krefur.Nokkuð gott innlegg hjá þér Marri, en þú ert ekki bara menntaður í iðn þú ert menntaður í iðn, því það er flott.
Við mættum lifa lífinu lifandi og sjá að við erum ekki ein í heiminum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 14:42

10 Smámynd: Tiger

  Já mín kæra Milla. Meðvirkni er stundum svo skondin, stundum er hún góð en oftast er hún neikvæð. Mótmæli er eitthvað sem við á klakanum höfum aldrei kunnað almennilega á. Samstaða er eitthvað sem algerlega klikkar hjá okkur þegar við reynum að gera eitthvað.

Sannarlega mættu "yfirmenn" landsins hugsa sinn gang - því annars munum við "skattgreiðendur" og launagreiðendur þeirra - segja þeim bara upp...

knús á þig Milla mín og eigðu ljúfan dag.

Tiger, 15.5.2008 kl. 14:57

11 identicon

Við erum þá báðar í meðvirka liðinu, Milla mín. Okkur finnst notalegt að röfla ofan í kaffibollann okkar og setja út á ,,verkalýðinn", en gera ekkert sjálfar til að bæta ástandið.  Skamm skamm á okkur.

Guðfinna (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:28

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki mættum við Milla, enda langt að fara.  Það hefur alla tíð loðað við Íslendinga að vilja ekki taka of mikinn þátt í mótmælum, veit ekki afhverju, en ég hef reyndar óbeit á mótmælum og skapast það af fjargvirðrinu sem oft var í kringum Keflavikurgöngurnar, mér fannst það svo leiðinlegt að ég hef aldrei farið í mótmælagöngu.  Kannski er svo um fleiri að þeir eru brennimerktir einhverju.  Knús norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 15:30

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó ef við bara gætum sagt þeim upp þá væri þetta nú í lagi,
Samstaðan klikkar ekki alltaf, hún er yfirleitt góð er eitthvað bjátar á.
                                Knús til þín ljúfastur
                                  Milla Kisses 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 15:50

14 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Nei Sigrún, ég var ekki þar enda ekki skoðanabróðir Sturlu og félaga. Mér finnst hinsvegar athyglisvert að einhver skuli drulla yfir samlanda sína og hafa svo ekki mætt sjálfur. Steinar og glerhús?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 15.5.2008 kl. 15:54

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu JÓI! sko ef ég ætti heima fyrir sunnan þá hefði ég mætt
látið aka mér í hjólastól, því ekki hefði ég getað labbað frá bílastæði.
Nei ég hef aldrei tekið því þegjandi sem að mér hefur verið rétt.
Ekki þekki ég þennan Sturla en ég dáist af svona mönnum, sem standa með sínum kröfum.
Svo er ágætt fyrir þá sem búa úti á landi að styðja við fólk sem er að berjast fyrir mann, á blogginu..

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 15:56

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki veit ég nú hver þú ert Guðfinna mín, en aldrei hef ég verið fyrir að röfla yfir kaffibolla, enda drekk ég kannski tvo bolla á dag ef ég geri það, það fólk sem ég hef í kringum mig eru börnin mín og barnabörn og svo Gísli minn og mikil ósköp við röflum heilmikið aðallega um þingfréttir og svoleiðis, og er við fáum okkur kaffibollan
okkar á morgnanna og horfum á andarparið sem Gísli er búin að gefa brauð, þá er friðurinn svo mikill að við nennum varla að tala.
Og Guðfinna varla er ég að setja út á verkalýðinn því ég er sjálf ein af þeim.
                        Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 16:05

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín Keflavíkurgöngurnar eru bara ungar af árum, en vinkona mín þú safnaðir mótmælaundirskriftum og fórst með það til Jóhönnu Sigurðar, það eru baráttu mótmæli.
Mín skoðun er sú að maður getur ekki brennimerkt sig nema að taka þátt í því sem er að gerast, tókst þú kannski þátt í Keflavíkurgöngunum, ekki gerði ég það.
En hér áður og fyrr var fólk brennimerkt flokki, skoðunum, trú til fjölskyldunnar og það þorði ekki að gera eins og það vildi, en í dag ættu allir að þora.
                                Knús til þín vinkona
                                    Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 16:19

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Snæþór ertu að tala við mig Guðrúnu eða Sigrúnu hér að ofan,
ef þú ert að tala við mig bendi ég þér á að lesa kommentin mín hér að ofan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 16:20

19 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Milla , það er of mikil meðvirkni allstaðar á landinu...... ég bý út á alndi og allir hrópa í hverju horni um ýmis málefni .. enn að taka sig saman og mótmæla hmmm    því  miður

Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 16:26

20 Smámynd: Dísa Dóra

Ég reyndar held að mun fleiri hefðu mætt ef Sturla hefði ekki staðið fyrir þessum mótmælum.  Það eru margir búnir að fá upp í kok á hans aðferðum og talsmáta - því miður held ég að honum sé að takast að skemma annars gott framtak

Dísa Dóra, 15.5.2008 kl. 16:36

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannast við þetta viðhorf Erna mín, því miður.
                  Knús til þín
                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 16:37

22 identicon

Fólk er í bullandi afneitun. Það vill ekki að eyðslufylleríið taki enda þannig að það fer bara í fýlu ef einhver bendir á að það er eitthvað mikið að í þessu landi og ver vandamálið með klóm og kjafti. Ekkert smá sjúkt. Áhugaverðast þykir mér að sjá hvernig almenningur reynir að gera lítið út þeim sem brotið er á, en ekki þeim sem brýtur á þeim.  

Linda (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:05

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dísa Dóra mín heldur þú það, en hann fór þó af stað með mótmælin
og góða framtakið eða er það ekki?, missti ég af einhverju.
                                   Knús til þín
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 17:21

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott innlegg hjá þér Linda.
        Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.