Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Kemur þetta á óvart. NEI!
17.5.2008 | 13:39
Það kemur mér ekki á óvart. Börnin horfa upp á,
Klám, blöð, myndir og fréttir af klám óhugnaði allstaðar,
ekki veit ég með þessa tilteknu drengi, en eitthvað stórkostlegt
hlýtur að vera að í uppeldi þeirra og ekkert eftirlit með hvað
þeir taka sér fyrir hendur.
Höfðu nýlega horft á klámmynd með vini sínum og systur hans,
halló!!! það er náttúrlega ekki í lagi heldur með systurina.
Ekki veit ég hvar þetta tekur enda þessi viðbjóður,
en eitt veit ég að aldrei verður hægt að uppræta hann alveg.
Reynum eins og við getum.
Nauðguðu 10 ára stúlku og mynduðu árásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Já Milla mín, við vitum að þetta fer altsaman versnandi, hvað er hægt að láta þetta ganga langt, ég get ekki ýmindað mér að það sé mikið fylgst með þessum börnum, þau eru greinilega sjálfala. Já munur að vera laus við suma.
Knus elsku Milla
Kristín Gunnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 14:45
Knús til þín snúllan mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 14:50
Dette er grusomt. Foreldre har full jobb ved å sørge for sine barn og passe på de i denne verden.
For fem år siden da sto Popptv mye på der jeg trente. Musikkbåndene var så på kanten at jeg takket for ikke være med barn eller ungdom alene hjemme.
Heidi Strand, 17.5.2008 kl. 15:02
Alveg satt Heidi mín popptv var sóðalegt.
mér finnast of lítil mörk vera sett á áhorf barna yfirleitt þau eru bara að horfa á hvað sem er, en vonum það besta í þessum málum.
Kveðja milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 16:27
Fer allt saman versnandi? Ég vil nú meina að líf fólks á jörðinni hafi aldrei verið betra, hegðun jafn góð, og mannréttindi jafn vel varin.
Með sex og hálfan milljarð manns á jörðinni er sjálfgefið að slæmir hlutir gerist reglulega, og það að svona atburðir séu nógu sjaldgæfir til að komast í fréttir á Íslandi er jákvætt en ekki neikvætt. Það gerast t.a.m. mun verri hlutir mun oftar í 3ja heims löndum þar sem er hvorki Popptíví né "klámvæðing".
HP (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:48
Sjaldgæfir, já það sem við fáum að vita 99% af börnum sem lenda í svona nokkru segja ekki frá.
Kynhvötin er eins í 3ja heims löndunum eins og þú kallar þau og þar er siðleysið algjört.
áhorf á klám og fáklætt fólk ýtir undir óhugnaðinn hjá fólki.
það segir sig alveg sjálft, drengirnir voru nýbúnir að horfa á klámmynd og voru að herma eftir.
Og svo þó mannréttindi séu betur varin núna en áður fyrr,
þá betur má ef duga skal.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 17:14
Tja, heimurinn verður aldrei fullkominn svo ég veit ekki við hverju fólk býst. Pointið er að svona hlutir (og þaðan af verri) gerast hvort sem klám er annars vegar eða ekki. Þeir gerðust áður en það kom til sögunnar, og munu halda áfram að gerast hvort sem það verður bannað eða ekki. Það bendir sterklega til þess að klámáhorfið (sem, nota bene, bara annar strákurinn horfði á) sé einmitt ekki þessi stóri orsakavaldur sem fólk virðist halda.
Á sama hátt sagðist Charles Manson hafa verið undir áhrifum hvítu plötu Bítlanna þegar hann fyrirskipaði Sharon Tate morðin, en það þýðir ekki að hún hafi verið orsakavaldurinn sem slíkur. Sama gildir um Columbine morðin, en fólk reyndi að kenna tölvuleiknum Doom um þau... Seinna kom svo í ljós að Dylan Klebold var þunglyndur og Eric Harris hreinlega snældugeðveikur.
Það er kannski þægilegra að halda að það sé einhver ein einföld útskýring á svona málum en hún er bara yfirleitt bandvitlaus.
Sveitavargur, 17.5.2008 kl. 17:48
Ja hérna hvaða einu skýringu ert þú að tala um?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 17:53
Smá viðbót:
Ég vek aftur athygli á því að bara annar strákurinn horfði á myndina. Ef báðir strákarnir nauðga, en bara annar horfir á myndina, þá útskýrir það ekki hegðun hins. Sem akkúrat þýðir að það séu fleiri orsakavaldar.
Sveitavargur, 17.5.2008 kl. 17:55
"Ja hérna hvaða einu skýringu ert þú að tala um?"
Í þessu tilfelli tölvuleikir, bíómyndir, klám, Popptíví, rapptónlist... allar þessar einföldu útskýringar sem er iðulega varpað fram þegar unglingar eru annars vegar.
Sveitavargur, 17.5.2008 kl. 17:57
já var ég að varpa þeim fram, er ekki allt í lagi lagsi minn,
lestu nú bara bloggið mitt í rólegheitum, ég minnist ekki á neitt nema popp tv. og láttu nú ekki svona ég er alæta á musik, en það breytir ekki óhugnaði heimsins. Áttu börn???.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 18:07
Legðu mér ekki orð í munn vinurinn ég sagði ekki að klám væri siðlaust, heldur að þar væri siðleysið algjört og ef þið strákar mínir getið ekki rætt um þetta af einlægni þá bara sleppið því.
Er að fara í grill, en þið?.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 18:10
Þú ert bara frábær Milla mín, láttu engan eiga neitt inni hjá þér, þú ert bara best.
Risaknus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 18:52
Eh, þessu var nú ekkert beint gegn þér neitt. Ég var bara að tala almenns eðlis því þetta eru yfirleitt sökudólgarnir sem er hent fram. Ef þetta virkaði aggressívt þá biðst ég afsökunar því þetta var ekki ætlað þannig. Ég var bara að reyna að vera skorinorður.
Og nei, ég á engin börn en er hins vegar menntaður í sálfræði og félagsfræði, og vann með unglingum í yfir áratug.
Sveitavargur, 17.5.2008 kl. 19:32
Sveitavargur afsökunarbeiðni þín er meðtekin, Æ, þetta var nú svolítið svona eins og ég væri nú bara einhver kerlingarherfa að láta ljós sitt skína En svo er ekki, ég hef einnig unnið með börnum og unglingum og hef mikinn áhuga á þessum málaflokki, að við reynum að opna umræðuna og hjálpa þeim sem ekki þora bæði konum, körlum og börnum.
Kveðjur til þín og góða helgi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 21:03
Stína mín læt ekki vaða yfir mig, og yfirleitt áttar fólk sig á því að ég er engin hex.
Knús til þín Stína mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 21:06
...og það að svona atburðir séu nógu sjaldgæfir til að komast í fréttir á Íslandi er jákvætt en ekki neikvætt. ...
Hætti að lesa eftir að ég las þetta. Get ekki trúað því að nokkur sé svona illa að sér í heimsmálum. Ekki þykist ég nú vera víðlesin en ég veit það að þetta er ekkert einsdæmi. Gott og vel, þá gerist þetta ekki NÁKVÆMLEGA eins og í þessu tilviki, að tveir strákar taki svona upp og sýni vinum sínum í skólanum, en það er nóg af fólki sem nauðgar börnum og tekur það upp á myndband og sýnir öðrum. Nóg er af hópnauðgunum og viðbjóði, þó það sé ekki einskorðað við Frakkland eitt. Eins og nýlegar fréttir hafa sýnt, er síðan fullt af fólki sem misnotar börnin sín hér á Íslandi. Svo það eitt að það sé ekki í fréttunum þýðir ekki að hlutirnir séu ekki til (þó þú hafir ekki endilega meint þetta algerlega þannig, ég veit).
Nákvæmlega hverju er um að kenna veit ég ekki, en ég segi það og skrifa að það er gríðarlegur siðferðisbrestur sem er hér á Íslandi, og það ekki bara hjá börnum og unglingum heldur hjá fullvaxta og -þroska fólki. Ekki er börnunum að kenna enda læra þau það sem fyrir þeim er haft.
Fylgist maður aðeins með því hvar sem er, hvernig margir foreldrar tala við börnin sín og hegða sér með þeim, þá er þeim ekki kennd nein hófsemi í neinu. Hvorki eyðslu, áti né framkomu. Þau fá allt sem þau vilja, hvort sem það er stærsti bragðarefurinn eða 20.000 kr. flíkur.
Auðvitað á þetta ekki við um alla, en marga þó.
Gittan (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:55
Flottur pistill hjá þér Gittan, svona komment koma stundum en ekki oft sem betur fer.
Takk fyrir innlitið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 22:16
Ábyrgðin er foreldranna að mínu mati.
Persónulega náði ég að leigja porn mynd á leigu hérlendis þegar ég var 10 ára, ég og vinir mínir notuðum til þess bellibrögð, þar sem að sjálfsögðu var hringt fyrst í heimahús (en enginn heima nema annar félagi sem talaði með rámri röddu).
Enginn okkar hefur gerst sekur um nauðgun.
Þetta er spurning um uppeldi og andlegt jafnvægi þessara drengja.
Ekki um það hvort klám sé siðlaust eða ekki. Klám er vara sem er ætluð fullorðnu fólki, en ekki börnum (þó svo að vissir einstaklingar undir aldri munu alltaf ná að lauma sér í slíkt efni, sbr undirritaðann).
Það að skella skuldinni á klámáhorf fullorðinna er eins og að skella skuldinni á áfengi ef 12 ára gutti stelur áfengisflösku og fer út að keyra.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.5.2008 kl. 13:07
J Einar ein klámmynd í sjálfu sér segir ekki stórt, en þegar uppeldið er þannig að börnin eru eftirlitslaus geta horft á allt sem gerist
allan viðbjóðinn í kringum þau, og aldrei neitt útskýrt,
þá er ekki von á góðu.
Og gæti ég sagt þér margar sögur þar af lútandi, t.d. um börn sem umturnast við að horfa á popp TV.
Það er aldrei ein ástæða fyrir málum sem slíkum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.