Fyrir svefninn.
17.5.2008 | 22:03
SR, Árni Þórarinsson og sr, Halldór Bjarnason frá
Presthólum voru góðir vinir.
þeim var báðum meinilla við Jón biskup Helgason.
Á síðustu æviárum var sr. Halldór orðin elliær og hálfruglaður.
Sr. Árni var eitt sinn að koma úr heimsókn frá sr. Halldóri.
Hann hittir þá kunningja sinn, minnist á komu sína til sr. Halldórs
og segir síðan: ,, Hann er orðin ósköp ruglaður, aumingja karlinn.
til dæmis sagði hann mér, að nú ætti að hengja Jón biskup næsta
sunnudag á Þingvöllum. það rennur svona út í fyrir honum.
Annars var hugmyndin ágæt," bætti sr. Árni við.
Úr Íslenskri fyndni.
Konan.
Sjáið hvað líður falleg framhjá,
í fylgd með vorinu hún brosir,
og varir hennar varpa þýðum söng til fuglanna,
á meðan vindurinn leikur mjúklega við hár hennar,
ljóst, brúnt, rautt, svart,
fegurðin er andartakið og andartakið er fegurðin.
Augun geisla af dulúð og visku,
undir fölbleikum kjólnum dansa brjóst hennar af lífi,
bogalínur líkama hennar ljóma af mýkt og hlýju.
Hljóðlega nettum skrefum fagrir fótleggir tígurlega líða um,
líkt og hörputónar engils á rósrauðu skýi.
Hún er ástin, hún er dóttirin, hún er móðirin,
hún er lífið,- - HÚN ER KONAN.
Tileinkað kvenþjóðinni á ári konunnar.
Arnoddur Magnús Valdimarsson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Yndisleg og virkilega fallegt elsku Milla mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2008 kl. 22:15
Já finnst þér það ekki Linda, ég keypti þetta ljóðakver fyrir einum 16 árum síðan ég varð alveg heilluð af ljóðunum. þau lýsa svo mikilli ást.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 22:19
Það ætíð gaman að lesa bloggið þitt Milla.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 22:24
Findin saga og falllegt ljóð og þú ert yndisleg
Solla Guðjóns, 17.5.2008 kl. 22:36
Virkilega ljúft kvæði. Kveðja og knús norður
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 22:46
Góða nótt milla mín
Brynja skordal, 17.5.2008 kl. 23:20
Þú ert yndisleg eins og alltaf Milla mín Ég á eftir að þjást úr fráhvörfum á meðan ég verð erlendis, að geta ekki kíkt á þig fyrir nóttina.Vonandi finn ég netkaffi einhverstaðar til að kíkja á þig svo ég geti sofið róleg Góða nótt
Erna, 17.5.2008 kl. 23:26
inn í nóttina milla mín.
Sigrún Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 00:10
ladyVally, Búinn að redda þessu tek bara Millu mína með.
Erna, 18.5.2008 kl. 01:37
Góðan dag, það hefur örugglega verið gott að sofna út frá þessu fallega ljóði, það er a.m.k. gott að lesa það í morgunsárið. Þakkir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 06:46
Góðan daginn allar mínar skjóður, (skjóður nota ég yfir þá sem mér finnst vænt um) og svo sannarlega þykir mér vænt um ykkur.
hann afi minn Jón kallaði oftar en ekki okkur þórkötlur,
Hvað segir þú gott í dag þórkatla mín. Fannst það vinalegt.
Erna mín heldur þú ekki að Bjössi þinn haldi þér ekki frá því að hugsa um bloggið, nei annars við erum farnar að taka það framyfir allt.
Erna mín þú verður þegar þú kemur að utan að koma í heimsókn.
Þurfum að spjalla allar saman.
Eigið góðan sunnudag skjóður.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 08:18
Ég stefni á heimsókn til ykkar í júni dúllurnar mínar og þá verður sko GAMAN
Erna, 18.5.2008 kl. 11:18
Æði Erna mín, það er nú yfir fjöll að fara, svo ég skil vel undirbúninginn.
Ekki að marka okkur jaxlana á Húsavík eru á Akureyri ansi oft.
En þú kemur nú oftar er göngin koma
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.