Þeir vissu af, en gerðu ekkert.

Þessar náttúruhamfarir eru ólýsanlegar fyrir okkur
sem ekki höfum lent í svona nokkru.
Að vera á staðnum sem einu sinni var heimili þitt
jafnvel án barna og annarra ættingja,
bíðandi eftir því að jafnvel barnið sitt finnist.

Ég get sett mig í þau spor, það er það sorglegasta
sem til er að missa barnið sitt.
það er líka það að í kína áttu hjón yfirleitt bara eitt barn.

Sagt er að ráðamenn í Kína hafi vitað af verðandi skjálftum,
en ekkert hafst við í málunum, og svo eru þeir að tala um
að láta rannsaka af hverju skólabyggingar voru ekki traustari.
það er allt í rúst þarna.
Ætli það megi ekki rannsaka eitthvað meira en það?.

Það hefur gerst á fleiri stöðum víða um heim, að yfirvöld hafa
verið látin vita um yfirvofandi hættu, en ekkert gert.
Hverju sætir?, trúa menn því ekki að hamfarir geti orðið svona slæmar
eða er þessi hugsun, hver sem hún er, algjört sinnuleysi?.

Sem betur fer eigum við topp menn til eftirlits og fáum við að vita
um leið og eitthvað er að gerast,
og rýmingaráætlanir eru til á þeim stöðum sem jafnvel þarf að
rýma og það fljótt.
                                Guð veri með öllu fólki.


mbl.is Óveður á jarðskjálftasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband