Vikið frá störfum / v óviðeigandi hegðunar.
19.5.2008 | 07:39
Kennara vikið frá störfum vegna óviðeigandi hegðunar
gagnvart stúlkum í 9. og 10. bekk.
Málið kom á borð umsjónakennarans 11 janúar þá höfðu
komið kvartanir frá nemendum vegna hegðunar kennarans,
hafði hann meðal annars verið með mynd af einni stúlkunni
sem hann kenndi á skjáhvílu í tölvunni sinni.
Takið eftir!
Talað var við kennarann og hann beðin um að breyta hegðun sinni.
Mánuði seinna kom móðir með dóttir sinni til umsjónakennara
vegna atviks í lok kennslustundar vikunni áður.
Að mínu mati átti að víkja þessum kennara strax frá störfum.
Héldu menn að hann mundi láta af sínum hvötum út á eitt tiltal?.
Héldu menn að það væri ekki siðlaust að bjóða stúlkunum upp
á kennslu frá þessum manni oftar?.
það hlýtur að hafa verið komið nóg er þær klaga stúlkurnar.
þarna er í raun sagt við alla aðila verið bara góð og lagið þetta
eins og um smábörn sé að ræða.
Þarna átti sér stað mikil lítilsvirðing gagnvart stúlkunum.
Merkilegt er, að það þurfi fordæmi í menntasviðið til að taka á svona málum
og engin ferill þil að fara eftir, Skondið, það er nefnilega hægt að hringja
í barnaverndarnefnd Reykjavíkur, svona til dæmis.
Nú á að setja af stað nefnd manna til að móta feril hjá menntasviðinu
ef mál af þessum toga koma upp aftur.
Það munu þau gera og hafa ætíð gert.
Hélt annars er koma upp mál sem varða ofbeldi, hvort sem það er
andlegt, líkamlegt eða að særa blygðunarkennd barna þá þyrfti
ekki nema almenna skynsemi til að vita hvað ætti að gera.
Þetta er allavega mín skoðun.
Kennara vikið frá störfum í Borgaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst alltaf svo gaman eða þannig þegar ég heyri að mál séu sett í ,,nefnd"
Eigðu góðan dag Millan mín.
Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 08:15
Já Ía mín þau eru svo farsæl í nefndum, kosta bara nefndarstörf.
Hallgerðir mín við hljótum að vera tornæm.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.