Frétt í 24 stundum. Baðvörður fær áminningu.
20.5.2008 | 08:34
Það sem stendur í blöðunum hlýtur að mega skrifa um.
Baðvörður fær áminningu.
karlmaður sem starfar hjá ITK sem baðvörður í Kópavogsskóla
hefur verið áminntur fyrir að hóta ungum drengjum að mynda þá
í búningsklefa Íþróttahúss skólans í október,
notaði hann til þess síman sinn, sem hann otaði að þeim.
Tilkynning þar af lútandi barst skólayfirvöldum, frá foreldrum
drengjanna.
Maðurinn ekki starfsmaður skólans.
Málinu vísað til Íþrótta og tómstundaráðs Kópavogsbæjar.
Umræða um málið fór fram hjá foreldraráði, en þeim ekki tilkynnt
um málið með formlegum hætti.
ITK. boðaði manninn á sinn fund,
hann virtist ekki hafa tekið myndir í búningsklefa skólans.
Hann mundaði bara myndavélina og hótaði að mynda unga drengi.
Engar slíkar myndir fundust í símanum, en síminn var myndavélin.
Hann á ekkert með að mynda í búningsklefanum,
en þar sem ekkert liggur fyrir um að hann hafi gert það,
fékk hann bara áminningu um að svona mætti ekki gera
ef það kæmu upp svona atvik aftur væru það endalok hans
í starfi.
Sagt er að um dómgreindarskort og smekkleysi af hæðstu gráðu
sé að ræða.
Menn sem yfirleitt hugsa það að framkvæma svona lítilsvirðingu,
og hótar síðan drengjunum, af hverju var hann að hóta þeim?,
voru þeir ekki nógu fljótir, það eru þeir aldrei,
það þarf að nota tækni við að tala þá til.
Sér í lagi þessir yngstu, þeir eru svo óöruggir með sig
litlu snúðarnir.
Maðurinn er boðaður á fund, hann fær áminningu, HALLÓ!
Maður sem er með þennan dómgreindarskort og smekkleysi,
eins og þeir kalla þetta, en að mínu mati siðlaus á öllum sviðum
getur ekki breytt sínum hugaróróa, nema með hjálp.
Á meðan maðurinn er að fá hjálp við því sem hrjáir hann
á hann ekki að vera innanum það sem skapar meinsemdina hjá honum.
Það er engin vandi að eyða myndum úr síma.
Þeir sem fara í áfengismeðferð eru ekki innanum vín á meðan á meðferð stendur.
Það er eins með þetta.
Sem betur fer ætlar foreldrafélagið að fjalla nánar um þetta,
sem allir vita að er afar viðkvæmt en brýnt að tala um og
opna sig fyrir óhugnaðinum sem er allstaðar í kringum okkur
og við ekki viljað sjá eða vita af.
Ég segi vita af, því ef þú talar eða ritar um eitthvað sem fólki
þykir óþægilegt, þá ræðir fólkið ekki þau mál.
En þetta snertir okkur öll. Góðar stundir.
Athugasemdir
Góðan daginn Milla. Ég hefði rekið manninn á spottinu! Alveg nóg að hann hafi verið að taka myndir hingað og þangað. Það er auðvelt að hreinsa úr stafrænum vélum í dag.
Gefin áminning! Næ þessu bara ekki!
Ía Jóhannsdóttir, 20.5.2008 kl. 08:42
Sama hefði ég gert. skil ekki alveg hvað þeir eru að gera með áminningu í svona máli.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 09:11
ja hérna skil ekki af hverju maðurinn var ekki látin fara hélt að það væri stranglega bannað að vera með myndavélasíma þar sem allmennings sturtur væru af hverju eiga starfsmenn að vera undantekning? eða má vera með svoleiðis nei trúi því ekki!
Brynja skordal, 20.5.2008 kl. 10:02
Get verið svo reið yfir því hvernig fullorðið fólk innan skólageirans talar til nemenda sinna. Hvernig eiga börn almennt að bera virðingu fyrir sér eldri þegar þetta viðgengst. Svo fer fólk í þessa afsökun að það sé nú svo og svo erfitt að vinna í skóla með öllu því áreyti. Má vera, þá á þetta fólk að vinna annarsstaðar.
M, 20.5.2008 kl. 11:46
Og engin getur breytt þessu nema fólkið= við.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 12:00
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:04
Sammála þér Sigga mín sá maður á bara ekki að sleppa út.
Kveðjur yil ykkar Sigga og Linda
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.