Fíklar fyrr veikir og veikari

Neyslumunstur fíkla er breytt frá því sem var, meira um
blandaða neyslu og örfandi vímuefni eru en í sókn.
Afleiðing fyrr veikir og mun veikari, félagslegum vandamálum fjölgar
og sífellt fleiri verða óhæfir til þátttöku í samfélaginu.
Á meðan fást ekki fjárveitingar til að sinna málaflokknum segir
Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ.
Vandinn er stór og afleiðingarnar hrikalegar

Viljum við frekar huga að fólki er það er orðið mikið veikt,
gangandi beinagrindur, þurfandi mikil og kostnaðarsöm lyf
við öllum kvillunum sem það hefur fengið í sínu eymdarlífi.
Ekki mundi ég segja það frekar vill ég hafa heilt fólk
sem er hamingjusamt og getur séð fyrir sér sjálft.
En þá þarf að huga að vernd strax frá ungaaldri.

Erfitt er að halda reyður á því hver ástæðan sé fyrir þessari
miklu neysluaukningu. Fíknin fer ekki í manngreininga-álit.
Ljóst er að hún erfist ef ekki eiginlega þá félagslega.
Félagsmálakerfið hefur gjörsamlega brugðist mörgum af þeim
börnum sem koma til okkar, jafnvel frá fæðingu segir
Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar.
Börn búa inn á heimilum sem svoleiðis subbuskapur og
viðbjóður er, þau eru með ónýtar tennur og eiga engin
almennileg föt.

Mikið er ég sammála Guðmundi, eins og ég ævilega hef talað um,
það er ekki verið að vinna að þessum málum sem skildi, það
vantar mikið upp á stuðning, kennslu, aðhald og kærleika til
fólks í vandamálum sem slíkum.
En forvörnin á að byrja við fæðingu, þá minka vandamálin,
foreldrar eru meira að þjóna sínum gleðiþörfum er þau láta
undan öllum beiðnum barnanna sinna.

Grein var í morgunblaðinu í gær þar sem talað er um aukningu á
barnaverndarmálum en engin aukning á starfsfólki.
það verður til þess að ungum bornum er ekki sinnt, þau eru því úti
að skaða sjálfan sig og samfélagið, látin hrærast um á einhverjum
borðum fram yfir 18 ára aldurinn þá eru nefndirnar lausar við þau.
neysla hefur aukist í yngri aldurshópum. Við erum gjörsamlega búin
að missa sýn í þessum málaflokki.

Auðvitað erum við búin að missa sýn í máli þessu, og hvað halda þeir að
leysist með því að humma fram af sér málin þar til þau eru orðin 18 ára.
það eykur bara vandan, erfiðara að takast á við hann.
nema þeim sé alveg sama hvort unga fólkið okkar deyi.

Ungt fólk í meirihluta lagt inn á Vog þetta fólk á börn og mikilvægt er að
taka vel á þeim málum og lofar hún vinnu barnaverndar og félagsm.
sem standa við bakið á þeim sem eiga fíkla því afar erfitt er hjá þessu fólki.

Það er auðvitað erfitt og það þarf að hjálpa öllu þessu fólki alla leið
ekki bara hálfa vegna fjárskorts eða manneklu.
Allt sem er gert er jákvætt, en allt sem ekki er gert er neikvætt
og hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.
getur ykkur sem eiga hlut að máli farið að skiljast það???
Auðvitað verðum við öll að berjast og hjálpa hvort öðru.
Mér er þetta hjartans mál og ekki er ég að segja að allir foreldrar séu
að gera rangt, langt frá því.
Þau vita bara ekki betur í hvert skipti fyrir sig.
                Guð veri með okkur öllum.


mbl.is Fíklar fyrr veikir og veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já Milla mín, þetta er ekki gott mál, ég seigi nu að af tvennu illu sé vínið skárra en helv eiturlyfin, þó að ´bæði sé bölvaldur.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband