Verðum að njóta veðurblíðunnar

Hugsið þið ykkur 25. stiga hiti á austfjörðum, þá hljótum
við hér á norðausturlandi og norðurlandi að gá
smjörþef af því, mér skilst að það verði rok. og þá er
ég búin að fá uppáhaldsveðrið mitt,
sem sagt hita, má vera sól, en þessi þekkti norðaustan
vindur, yndislegt.
             Njótum helgarinnar.


mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oh ekki er svona gott veður hér fyrir sunnan.

Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér sýnist að góðviðrið muni ná til ykkar Milla mín. Njótið

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já við munum örugglega njóta þess, annars erum við að fara fram í Lauga á morgun vera viðstödd útskrift skólans.
                             Knús til ykkar
                                milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sæl elsku Milla frænka mín. Mikið væri nú gott að sumarið færi að sýna sig og þið eigið það svo sannarlega skilið fyrir norðan og við líka auðvitað hér fyrir sunnan.

Hér ligg ég sárlasinn með hita og kvefpest. Rosalega er langt síðan ég hef fengið svona pest, hugsaði ég þegar ég snýtti mér í hundraðasta sinn á einum sólarhring. Það sárvantar blessaða sólina á alla kroppa strax ef maður á ekki að vera með nefrennsli út lífið. Nenni þessu ekki frænka. 

Annars er allt í góðu, frábær törn að baki og létt spennufall núna...hafðu það sólskinsríkt og ljúft mín kæra Milla kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 23.5.2008 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Eva mín las um það á Face book að þú værir lasin sendi þér kveðju þar, en bara aðra hér vonandi nærðu þér fljótt aftur,
maður á ekki að veikjast svona á sumrin, farðu vel með þig Eva mín .
                           Kærleikskveðjur.
                             Milla.



Búkolla mín kæra í veðraríkinu Vestmannaeyjum mundi alveg vilja skipta á veðri elska svona rok, en má vera hiti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.