Ekki viljum við hvítabirni á Íslandi.

Skagfirðingar fá einn til sýnis á byggðasafnið,
ekki dónalegt það.

Hvernig var það hér um árið, er Jón nokkur, skipstjóri
á skipinu Guðnýu frá Bolungarvík, skaut hvítabjörn að mig
minnir út af Ísafjarðardjúpi, átti ekki að kæra hann fyrir það?
Allavega skartar byggðasafnið í Bolungarvík þessum birni til
mikilla gleði fyrir þá sem safnið sækja.
 
Enn sem betur fer núna voru þeir í stöðugu sambandi við yfirvaldið
og var ákveðið að drepa dýrið.
Skiljanlega enda stórhættulegt mönnum og dýrum.
Þeir hljóta að hafa verið hræddir, ég hefði veri það.

Merkilegt að það skuli ekki vera til áætlun um hvað gera skuli
ef ísbjörn vogar sér á land á Fróni voru.

Það verður að vera næsta skref umhverfisráðherra að skipa nefnd
í málið. Auðvitað verður að kaupa deyfibyssur og deyfilyf,
endurnýja það svo með vissu millibili, því það rennur út,
hvítabirnir eru nú ekki árlegt brauð á voru landi,
svo þurfa að vera til svo til gerðir kassar til að flytja dýrið út aftur,
en ég veit ekki hvert.
Nefndin hlýtur að ákveða það.


mbl.is Deyfilyf ekki til í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, nefndir eru nú skipaðar út af ómerkilegri málum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefurður ekki skoðað stóra ísbjörninn á safninu á Húsavík.  Polar Bear  Polar Bear

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymdi að tala um Ísbjörninn okkar hér á Húsavík, var bara að tala um þennan í Bolungarvík að því að það átti að kæra manninn fyrir að drepa hann.

Já og sumar eru nú bara hlægilegar, sko nefndirnar.

Kveðjur snúllu dúllur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2008 kl. 20:26

5 Smámynd: Heidi Strand

De måtte skyte brun bjørn som kom like ved sommerhuset hos mine finske venner. (De var ikke trygge med barnebarna i nærheten.)
Jeg leste at det samme skjedde på et gårdstun i Norge.
På Svalbard er det forbudt å reise rundt hvis ikke lederen har med gevær i tilfelle det kommer isbjørn.

Heidi Strand, 3.6.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Tiger

  Ég er sammála þér MIlla mín. Gott að þeir tóku strax á þessu og bara kláruðu málið. Sannarlega viljum við ekki fá ísbirni hingað til búsetu sko - og ekki viljum við að þeir nái að drepa einhvern áður en tekið er á þeim. Knús á þig ljúfan.

Tiger, 4.6.2008 kl. 02:34

7 identicon

Já ég held að það hafi verið best að lóga greyinu úr því sem komið var, ekki viljum við hafa ísbjörn vafrandi um landið. Ég held að það hafi verið betra fyrir hann að deyja heldur en að verða lokaður inn í einhverjum dýragarði. Mér finnst hræðilegt að sjá dapra ísbirni í dýragarði í 30 stiga hita og sól.  Tæplega átti að flytja hann aftur út á ísbreiðuna.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei við höfum lítið við Ísbirni að gera nema í söfnum, og það er rétt að það er ömurlegt að sjá þessi grey í dýragörðum, þeir eiga bara ekki heima þar.
Svo er nú ekkert grín að mæta þessum skepnum eins og Heidi lýsir
við viljum ekki láta þá drepa okkur, hvort sem þeir eru brúnir eða hvítir.
                              Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband