Hitt og þetta, aðallega hittið.

Obama lýsir yfir sigri og Clinton óskar honum til hamingju,
Skrýtið einhvernvegin er ég ekki farin að sjá þennan mæta
mann sem forseta Bandaríkjana, en það kemur í ljós.
                              ------------
Hugleiðing um hvað Ehud Olmert sé að hvetja til.
hann varar við kjarnorkuáætlun Irans og telur að það þurfi að
stöðva hana með öllum ráðum.
Vill hann stríð eða hvað?
                              ------------

                        Þrýst er á Vilhjálm.

Svo er það Vilhjálmur fyrrverandi borgarstjóri og verðandi
ef hann lætur yfirlýsingu standa er gefin var út á sínum tíma
þegar þeir fóru í stjórnarsamband ,Ólafur sem ég veit eiginlega
ekki hvaða lista tilheyrir og X-D.
Skoðanakannanir sýna fram á að fólk vill Hönnu Birnu í stólinn,
þannig að Vilhjálmur þarf að taka ákvörðun og það sem fyrst.
Verður nú spennandi að vita hvað hann gerir þessi ljúflingur.
                             -------------

Lögreglan kölluð út vegna rifrildis fólks á heimili í Reykjavík,
í framhaldi af því var maðurinn handtekinn grunaður um
kynferðisbrot gegn barni.
Einn óhugnaðurinn í viðbót og örugglega ekki sá síðasti,
því miður.
                              -------------

Jæja kæru vinir það er svo sem ekkert að frétta, nema að
ég missti röddina í fyrradag, væri ekki gott ef bloggið væri
með hljóði, þá mundi ekkert heyrast í mér,
og væri það nú ekki gott fyrir mig,
eins og þið vitið verður maður að tjá sig um hluti og mál.
Fólkinu mínu hér finnst þetta afar fyndið, því er ég ætla að
tjá mig þá kannski brennur fyrir og ég get ekkert sagt,
og þá fæ ég framan í mig, amma mín þetta er allt í lagi
þú þarft ekkert að tala. Slappen sin eine, ég segi þetta svo oft,
Því hann Villi gamli á barnum í flugstöðinni, sagði þetta ævilega,
ef einhver kúnni stóð óþolinmóður við barin og hann að reykja,
Þá heyrðist í honum, slappen sín eine, eða,
Was ist loss, ist der eine hund loss? síðan stóð hann upp í
allri sinni dýrð og var eins og engill.
Öllum þótti vænt um þennan mann sem var búin að þjóna
landanum er til útlanda fóru, í áraraðir.
                          Eigið góðan dag kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Vonandi fer þér að batna raddleisið.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 4.6.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eigðu góðan dag og vonandi færðu röddina aftur fljótlega.  Ég á það stundum til að missa röddina og finnst mér það bara allt í lagi þá get ég átt tíma með sjálfri mér og hugsað þess meira.

Ía Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn Milla mín og vonandi kemur röddin þin sem fyrst

Sigrún Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Leiðinlegt með röddina þína, maður kemst ekki af án hennar..
Ég hef reyndar ekkert notað mína í dag...

Knús knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar mínar hún kemur svona annað slagið, en maður getur ekki verið einn með sjálfum sér er barnabörnin eru annars vegar,
Þau vilja nú fá sýnar samtals-stundir.
Knús á ykkur allarMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.