Fyrir svefninn.
6.6.2008 | 21:49
Við fórum sem sagt af bæ í dag. Dóra mín þurfti að fara til
læknis og var þetta fyrirfram ákveðið.
Við vorum komin fram í Lauga klukkan 10. hittum snúlludúllurnar
mínar þær voru að vinna, en komu hlaupandi út til að hitta okkur.
Síðan var haldið til Akureyrar beint upp á sjúkrahús og við þurftum
að bíða í þrjá tíma eftir að hún kæmi til baka,
en það var nú í lagi, ég lagði mig á meðan.
Þegar hún kom fórum við til Ernu vinkonu Dóru til 30 ára og sú hin
sama kallar sig strumpinn og er bloggvinkona mín.
Ekki var nú dónalegt að koma þangað kaffi og kræsingar.
Þakka þér fyrir Erna mín yndislegt að koma til þín að vanda.
Síðan fór Dóra aðeins á Glerártorg og svo fórum við heim, en
fyrst varð Dóra mín að fá sér Brynju ís, ekki minn smekkur.
Fórum til Millu minnar og Ingimars er heim var komið,
Dóra hafði keypt síðbúna afmælisgjöf fyrir Millu dætur.
Er við beygðum inn í innkeyrsluna var litla ljósið að hjóla,
hentist af hjólinu kom að bílnum og upp í fangið á mér
og knúsaði mig, afa og Neró.
Nú hún var himinlifandi er hún sá fötin sem hún fékk frá Dóru
frænku og tvíburunum, hún dýrkar þær allar.
Sr. Björn Þorláksson á Dvergasteini var framsögumaður
meir hlutans með bannlagafrumvarpinu á þingi 1909,
en það var hitamál
Sr. Björn notaði mikið orðið,, nefnilega".
þá orti dr. Jón Þorkelsson þetta erindi:
Telur aura, tafsar orð,
tuldrar í skegg og niður á borð,
muldrar margt í leyni.
nefni ég til þess nefljótan,
,, nefnilega" skolbrúnan
durg frá Dvergasteini.
þessi vísa er einnig ort við sama tækifæri,
og talin vera eftir Hannes Hafstein:
Bannalaganna veik er vörn
viður mælsku trega.
Sextíu og átta sinnum Björn
sagði: ,, nefnilega".
Góða nótt.
Athugasemdir
Dásamlegt að hitta ykkur í dag, vonandi verður stutt í næsta hitting. Ég var að koma úr matarboði hjá litla strump sem þú hittir í dag, og þér að segja Milla mín, þá féll hann alveg fyrir þér Elsku Milla mín Guð gefi þér góða nótt.
Erna, 6.6.2008 kl. 22:16
Góða nótt Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.6.2008 kl. 22:26
Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:58
Góðan dag! Vonandi ertu nú heil heilsu, - las hér í færslu á undan að þú hefðir fengið hjartaverk og þá verða allir svolítið áhyggjufullir.
Hef sömu skoðun og þú á Brynju ísnum. Ekki minn smekkur heldur
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 09:27
Erna mín hann litli strumpur þinn, er nú bara svo sætur og strumpan hans líka, til hamingju með þau, og gaman að hitta bróðir þinn og mágkonu. Takk fyrir mig.
Knús í daginn
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 09:31
Góðan daginn Rósin mín hafðu það gott um helgina, því svo tekur vinnan við á mánudag.
Knús þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 09:32
Góðan daginn Vally mín er búin að sofa vel í nótt,
svaf til 9 í morgun, ekki minn stíll.
Knús til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 09:34
Góða daginn Sigrún mín, eigðu góða helgi hvort sem þú ert í vinnu eða heima.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 09:36
Góðan daginn Jóhanna mín, já ég fæ aðeins meira en hjartaverk, væri nú ekki að segja frá því, en ég fæ allan pakkann upp í höfuð, út í hendi, og eins og þarna um kvöldið datt ég bara út, og ég get stundum ekki talað fyrir þyngslum.
Þegar ég fékk þetta þarna um kvöldið þá fannst mér vera komin tími til að segja frá, svo að þið vissuð svona eitthvað um mig.
En eins og ég sagði þá er þetta ekkert mál, ég er alltaf að fá svona bara misjafnlega mikið.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 09:45
Þetta er svakalegt. Fékk ,,false alarm" síðasta vetur. Þá fékk ég öll einkenni og hringdi og lýsti þessu fyrir hjúkrunarfræðingi. Hún vildi að ég hringdi á sjúkrabíl, en maðurinn minn var heima og skutlaði mér. Fór í línurit og tékkað var á mér og allt var ok, sem betur fór .. Veit ekkert af hverju þetta kom en það er víst margt sem getur gefið svipaða verki og þennan ekta eins og þú ert með.
Knús
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 17:42
Ég ætla nú ekki að hræða þig Jóhanna mín, en ég fékk svona einkenni mörgum árum áður en ég fékk svo þetta hjartaáfall,
einu sinni var ég að fara í sjúkraþjálfun, settist aðeins niður til að spjalla áður en ég fór á bekkinn, fann að ég var að fara upp,
þegar púlsinn var búin að vera í 210 í nokkurn tíma hringdu þær upp og ég var lögð inn svona gekk þetta þar til ég fór suður í
aðgerðirnar. En ég hljóp nefnilega á að vera 40 í púls og upp úr.
Knús á þig Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.