Svar við kommentum ykkar, kæru vinir.

Kommentin ykkar við skrifum mínum Fyrir svefninn, voru
yndisleg og yljaði mínar hjartarætur er ég las þær í morgun.

Ég fékk svokallað hjartaáfall fyrir rúmum fjórum árum,
fór í þræðingu og ekkert að þar, síðan ég hitti yndislegan
lækni á Ísafirði sem heitir Davíð Arnar, sem leiddi til þess að ég
fór aftur suður lagðist inn á hjartadeildina til að fara í brennsluaðgerð,
því hann taldi mig vera með aukaæð, sem er ekki óalgengt
hjá fólki.
En Milla litla,(stóra) sem er öðruvísi en allt annað fólk eins og þið vitiðTounge
reyndist vera með kregðu af aukaæðum, þær voru á það hættulegum
stað í hjartanu að ekki var hægt að laga þetta.
Eina ráðið var að fá gangráð og var hann settur í daginn þar á eftir.

En eitthvað er að, sem þeir vita ekki hvað er, því ég hef aldrei hætt að
fá þessi köst, (ekki að ég sé að æfa köst) sei sei nei.Cool
köstin eru misjafnlega slæm og ævilega finn ég er þau eru að koma,
get sest niður og slakað á, en stundum eru þau það slæm að
þreytan verður yfirsterkari viljanum að vera á fótum,
Þá neyðist ég til að hvíla mig.
Í gærkveldi var ég að tala í símann, hér við tölvuna, passaði mig ekki,
og bara datt hér niður í takkaborðið með hausinnW00t
Engillinn kom að sjálfsögðu á 100 og hjálpaði sinni kvinnu.

En ég ætla nú að segja ykkur  ef ég gæti farið á mótorhjól, snjóbretti,
fallhlífastökk og teijujump, mundi ég gera það.

Fyrir utan þetta smáræði sem er að þá er ég með kölkun í öllum hryggjaliðum
slitgigt á háu stigi, komin með liðskrið, já og fyrir utan allt annað.

Margir hafa það ver en ég, því ég á nefnilega guðsgjöfina, sem er góða skapið,
láta aldrei bugast, ég elska lífið og allt í kringum mig og svo á ég yndislega
fjölskyldu svo ég tali nú ekki um ykkur bloggvini mína, verð ég bara að viðurkenna
að ég er ekki heil fyrr en ég er búin að skoða ykkur á morgnanna.
Nú vitið þið þetta og takk fyrir mig, eigið góðan dag.
                          Kærleikskveðjur.
                          Milla.InLoveGuys.
Ps. er að fara af bæ heyri í ykkur er heim ég kem.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Elsku kerlingin, einhver mundi nú kalla þetta svolítið meir en smotterí.  Farðu vel með þig ljúfust og góða helgi

Ía Jóhannsdóttir, 6.6.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar, engillinn bíður úti í bíl, en varð aðeins að svara ykkur,
ég reyni eins og ég get að fara varlega,
en mér finnst þetta ekki vera neitt til að tala um,
vegna þess að eins og ég segi margur hefur það ver en ég.
Hugsið bara um alla þá sem eru að berjast við sín veikindi, eigandi lítil börn og mann og eða öll litlu elsku börnin sem eru veik.
                        Knús til ykkar
                          Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þú frábær Milla, með húmorinn og baráttuviljann að vopni.

Batakveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 09:12

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Milla mín, ekki vissi ég að þetta væri svona slæmt, farðu ofsalega vel með þig, þú átt alt það besta skilið.

Stórt faðmlag og ljós til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 6.6.2008 kl. 09:57

5 Smámynd: M

Gott að heyra af þér betri. Alltaf gott að kíkja hér inn og fer héðan yfirleitt með bros á vör

M, 6.6.2008 kl. 10:59

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst þú yndisleg Milla mín
En þú verður að fara vel með þig, þó það hafi aðrir það ver, þá ert þú líka manneskja!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.6.2008 kl. 11:15

7 identicon

Elsku Milla mín ég vona að þú náir þér upp úr þessum veikindum. Það er líka auðséð á þessu bloggi að þú hefur oft náð að sigrast á veikindum þínum áður. Þarna hjálpar jákvæðnin, viljastyrkurinn og góða skapið þitt. Það er líka þannig að maður nýtur lífsins á allt annan hátt þegar maður hefur farið ofan í djúpa dalinn.  En sendi þér alla ljósenglana þér til verndar og aðstoðar mín kæra bloggvinkona.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farðu varlega Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 11:44

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, þú berð þig sko vel elsku Millan mín.  Endalaust ertu líka að hugga okkur hin.  Takk fyrir að deila þessu með okkur, mér finnst betra að vita þetta. Þú ert svona eins og ég, við felum þetta svolítið með framkomu og tali, en stundum þarf maður að segja frá, takk fyrir.  Farðu áfram sem best með þig og ég hlakka til þegar ég kemst norður að fá að hitta þig aftur eftir öll þessi ár.  Knús inn í helgina og hafðu það gott elskuleg. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Þú talaðir um á mínu bloggi að við sporðdrekarnir séum ákveðnir, þú hlýtur að vera risasporðdreki! Ég dáist af styrk þínum!

Sporðdrekinn, 6.6.2008 kl. 13:16

11 Smámynd: Tiger

 Woman ...

Jamm Milla mín, þú ert sko súperwoman - enda er það af einhverjum ástæðum sem ég sogaðist í upphafi inn á þig hérna sko! Þú ert bara stórkostleg og svo mikið gefandi þrátt fyrir erfiðleika þína, stórbrotin kona bara!

Ég vona bara eins og aðir að þú farir varlega þar sem við á - og hættir þessum fjallgöngum þínum og aksturssportíþróttum - eða nei annars - hamastu bara, i´ll come jumping to safe you everytime you need it! En að gamni slepptu þá ertu bara yndisleg stelpuskott. Heilmikið knús á þig ljúfan mín og eigðu yndislega helgi. 

Tiger, 6.6.2008 kl. 18:08

12 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Knús á þig elskuleg, farðu vel með þig! 

Rannveig Þorvaldsdóttir, 6.6.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæru vinir, Snúður og Snældur!

Jenný mín takk sömuleiðis, knús til þín.

Stína mín hvernig áttir þú að vita hvernig mín heilsa er
knús til þín.

Langbrókin mín það er gagnkvæmt, þú ert frábær og skemmtileg
stelpa. knús til þín.

Takk Emmið mitt það er gott að eiga þig fyrir vin. knús til þín.

Rósin mín litla, ég lofa að fara varlega, því ég ætla nú að taka á móti þér er þú kemur í heimsókn.  Knús til þín.

Jónína mín ég skynjaði þína ljósengla er ég las kommentið þitt,
ég hef upplifað bæði að vera í djúpa dalnum, einnig í hinum dimma,
enn einhvernvegin hef ég aldrei litið á það sem neikvætt heldur til að þroskast á því, og skal ég í einlægni viðurkenna að ég hef fengið hjálp við að vinna mig upp úr þessu, bæði frá fólkinu mínu handan við glæruna, og allra englana sem ég tala við og þakka ég fyrir það.
Þú ert frábær vina Jónína mín og takk fyrir mig. knús til þín

Takk lady Vally, það væri kannski ekki úr vegi að kóna mig,
nei annars það mundu allir fá leið á mér þá. Knús til þín

Sigrún mín ég mun fara eins varlega og ég hef kunnáttu til
hverju sinni. Knús til þín.

Ásdís mín ég hlakka líka til að hitta þig og Bjarna, já veistu við erum svolítið líkar með feluleikinn. Knús til þín.

Takk Sporðdrekinn minn þú ert bara flott. Knús til þín

Veistu það Tiger míó míó að líkur sækir líkan heim, svoleiðis hefur það verið með okkur, við vissum strax að við mundum kunna við hvort annað, og kannski þekkjumst við, eða erum gamlir vinir, ég meina sko frá öldum áður ekki orð meir um það.
Það er svo skrítið að þó maður hafi átt í erfiðleikum,
verið lasin, lamin, kramin og sárþjáður þá hef ég ætíð getað séð ljósið
og litið á þetta allt sem þroska til handa mér.
Takk fyrir mig Tiger míó og knús til þín inn í þína góðu helgi.

 Angel 3 I Wove YouÉg elska ykkur öll og takk fyrir mig. 













Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2008 kl. 20:56

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rannveig og Silla takk elskurnar fyrir hvatninguna
Knús til ykkar Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2008 kl. 21:51

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Kurr mín þú ert yndisleg stelpa og óska ég þér alls hins besta í þínu lífi.
mér þykir það hlýtt að vera í þínum bænum.
                          Knús til þín
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.