Fyrir svefninn.

Smástrákar tveir voru sendir til næsta bæjar.
þeir voru mathákar miklir, sérstaklega á kökur.
Móðir þeirra brýndi nú fyrir þeim að haga sér nú
kurteislega og éta ekki of mikið af kökum.
Á bænum var mikið borið fram fyrir strákana af mjólk
og kökum.
Þegar þeir komu heim aftur , spurði móðir þeirra:
,, Höguðuð þið ykkur nú kurteisilega?"
,, Já já sagði annar strákurinn.
,, Við skiptum kökunum alveg jafnt á milli okkar".

                     Um grannvitran mann.

                  Björn að norðan ber sig vel,
                  beint af komin nautum.
                  En vitið það er varla skel,
                  þó væri það gert af flautum.

                      Fæddir ,,Gentelmen."

                  Bretar senda brynfley
                  með bissur hingað enn,
                  frægir mjög að ,,fair play"
                  og fæddir ,,gentelmen."

                                 Góða nótt
Sleeping

                   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

KNÚS inn í svefninn

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.6.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúfa nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla

Erna, 7.6.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn snældur, hér er bara grenjandi rigning, en logn.
Vallý mín ég er í ballans núna.
                     Knús til ykkar allra
                       milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband