Björgunarsveitarmálið á Akranesi.
9.6.2008 | 07:39
Umferðareftirlit vegagerðarinnar hefur sent forsvarsmönnum
Björgunarfélags Akraness tilkynningu þar sem fram kemur að
athugun, sem fram fór á eldsneyti á bifreið félagsins í maí,
muni ekki leiða til frekari aðgerða að hálfu vegagerðarinnar.
Drambmikil framkoma að stoppa bílinn,
Skil ekki alveg hvað þessir menn voru að gera,
kunna þeir ekki vinnureglur sínar, allavega ber þeim að
kunna þær, ef ekki þá að láta kúnnann njóta vafans.
Formaður Björgunarfélagsins Ásgeir Örn segir þetta mál
og sú umræða sem það fékk, hafi komið illa við félagið.
Óþægilegt sé að vita til þess að einhverjum detti í hug
að starfað sé eftir öðrum markmiðum í okkar félagsskap
heldur en að bæta samfélagið okkar.
Ég verð nú bara að segja, á ekki til orð, ef einhver heldur það.
Hvað er þessi sveit ásamt öllum öðrum sveitum búnar að gera
fyrir okkur landsmenn???
Jú þeir vinna í sjálfboðavinnu við að bjarga öllum sem eftir þeim
kalla, boðnir og tilbúnir á stundinni.
koma heim undatekningarlítið heim glaðir yfir velheppnaðri ferð,
Svo eru það líka óveðrin sem hjálp þeirra er þegin í.
Bara nefnið dæmi, þeir hafa bjargað þeim öllum.
Hverjir standa svo heilu helgarnar og þrífa og dytta að bílum,
tækjum og öllu því sem þarf að vera tilbúið í næstu ferð?
þeir gera kraftaverk, en hugsa ekki þannig.
Þeir hugsa bara um, það þarf að bjarga, og þeir gera það.
Engin ástæða var fyrir þessari könnun, eftirlitinu var gerð grein fyrir
stöðu mála.
Málinu er ekki lokið frá hendi Björgunarfélagsins.
Ef um einhverjar glufur er að ræða, ber að fylla upp í þær.
Og formaður segist vona að fólk haldi ekki að þeir séu vísvitandi
að brjóta á samborgurum sínum.
Hreint ætla ég að vona að um fáa svoleiðis vanþekkingarmenn sé að
ræða, en bið fólk að spyrja sig, ef það þurfi á skurðlækni að halda,
mundi það ekki vilja að hann væri búinn að læra sína mennt?
það er nefnilega eins með flottu strákanna okkar,
í Björgunarsveitum landsins,
Þeir þurfa að æfa til að læra.
Eigið góðan dag.
Milla.
Olíumál björgunarsveitar látið niður falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverju orði sannarra.- Mig minnir að það hafi komið fram í upphafi að einhverjir "samkeppnisaðilar" hafi gert athugasemdir við ferðir björgunarsveitarmanna. Hverjir það eru væri gaman að vita.
Haraldur Bjarnason, 9.6.2008 kl. 07:47
það væri gaman, þetta voru fyrirtæki sem hjálpa fólki að koma bílunum sínum upp úr festum, en eru þeir þjálfaðir í hvernig og hvenær er þörf á öðrum en þeim til málanna.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.