Háskólinn og niður í leikskóla.

Menntun er algjörlega forsenda fyrir góðu lífi, eða hvað?
Í mínum kokkabókum, sem eru nú kannski ekki svo mjög
háfleygar,
og þó hef ætíð verið sagður afbragðs kokkur.
Þar stendur ritað að uppeldið sé besti skólinn.
Ég er ekki að gera lítið úr menntun, nei alls ekki
.

Það sem ég er ætíð að reyna að troða í fólk er að aga börnin
frá fæðingu.
Ekkert er yndislegra en að fæða af sér barn,
fá það í fangið og njóta þess kærleika sem kemur yfir mann
við það, en ef að svo barnið reynist allt í einu eitthvað erfitt,
sefur ekki á nóttunni, eða á daginn, þá höldum við á þessum
elskum okkar, það hlýtur að vera eitthvað að.
Sem betur fer er oftast nær ekkert að annað en að barnið er
að reyna að komast eins langt og það getur.
Það vill bara láta halda á sér eða sofa á milli.
Ef við ekki föttum þennan leik hjá litlu krílunum okkar heldur
þetta áfram og endalaust finnum við einhverja afsökun fyrir
hegðun litla engilsins, sem nýtur þess í botn að spila á
okkar kærleiksríka tilfinningalíf.

Þau eru bráðsnjöll.

Það kemur að því að barnið fer á leikskóla, þau eru fljót að fatta 
að þau komast ekki upp með neitt múður þar,
en láta eins og fjandinn sé laus er heim kemur.

Hvað er þetta annað en agaleysi?


Síðan byrjar skólinn þá kannski koma upp vandamál,
því þau eru ekki að höndla allt sem gerist þar.
Nei þá er það ekki börnunum að kenna,
heldur er eitthvað að kennara eða skólasystkinum.
Þau kunna ekki þann aga sem þarf að vera í skólanum
sem er ekki von, þau hafa ekki verið alin upp í aganum
.
Þau verða ringluð og vita ekki hvað er að gerast.

Í stórum dráttum heldur þetta áfram að bögglast
fram í 10 bekk, jafnvel eru þau þá orðin heltekin af því
að engum þykir vænt um þau, þau eru öðruvísi, þau
dala í skólanum, svo er það bara spurning,
hvað gera þau? fara út í óreglu eða rífa sig upp og
standa sig vel.


Auðvitað er þetta ekki svona svart á hvítu, það eru sem betur fer
allmargir foreldrar sem átta sig á mikilvægi þess að ala börnin
sín upp í aga, en aldrei má gleyma að nota kærleikann, gleðina
og umfram allt vinskapinn í samskiptum við þau
.

Barn sem fær svona uppeldi á auðveldara með að læra en hin
því það elst upp í því að vera öruggt og standa á eigin fótum.
Barn sem er alið upp í agaleysi veit aldrei hvernig það á að vera
agaleysi skapar óöryggi.
                                                Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér Milla, svo sammála

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Ásgerður

Svo mikið rétt,,,vildi óska að ég hefði vitað fyrir 12 árum, það sem ég veit í dag.

Kærleikskveðja

Ásgerður , 15.6.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér mjög góður pistill.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: M

Frábær pistill Milla og alveg sammála þér. Er óttalega frek og ákveðin mamma sem hefur einmitt skilað sér vel til barna minna. Svo reyni ég að vera góð inná milli  

En ég er heppin að börnin mín eiga ekki við vandamál eins og ofvirkni ofl. Öllu erfiðara að eiga við það. En þú ert sjálfsagt ekki að tala um það hér.

Eigðu góðan dag Milla mín

M, 15.6.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ stelpur nei ég er ekki að tala um börn sem eru með skerðingu af neinu tagi, en ég veit ýmislegt um þau mál líka og ekki er aginn minna nauðsynlegur fyrir þau börn og kærleikurinn afar nauðsynlegur.
Held við séum allar sammála um þessi atriði.

Og Ásgerður mín það þýðir ekkert að segja svona, því við gerum eins best við kunnum hverju sinni og erum allt lífið að læra.
Þú ert bara flott í því sem þú ert að gera fyrir þig og þinn snúð.

Emmið mitt kæra mikið eiga þau gott börnin þín að þú skulir vera góð inn á milli.
                             Knús til ykkar allra
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.