Það sem lyftir deginum.

Nú er ég ætíð í góðu skapi og mér finnst gaman að lifa.
En það er aldrei svo að það sé ekki hægt að bæta við
gleðina.

Ég kom inn í vegamatsölustað um síðustu helgi var nú
bara að kaupa mér Coke.
Er inn kom mætti ég frekar ungum manni, svona miðað við
mig, hann segir afar glaður á svip, er þér svona heitt?
Já segi ég alveg að leka niður úr hita, mér fyndist að
það ætti að vera svona kæliviftur í loftinu í svona hita,
brosti glatt til mannsins,
þá segir eigandi staðarins, ég get alveg boðið þér inn í frystiklefa,
já takk ætlar þú þá að koma með mér? og fer að hlæja,
ég þekki nefnilega hjónin sem eiga staðinn.
Ungi maðurinn horfir í undrun á okkur, hafði aldrei séð hann áður.

Geng að borðinu og fæ mér Coke, við förum að spjalla saman
unga stúlkan sem var að afgreiða mig og ég, þekkjumst vel.
Ungi maðurinn gafst ekki upp á því að tala við mig,
kemur og segir, þekkir þú þessa stúlku? já auðvitað,
þetta er hún Björg, já ertu héðan spyr ungi maðurinn?
nei frá Húsavík, síðan segir Björg, Milla villtu biðja Millu að koma og
sýna mér stelpurnar áður en þau fara heim, geri það.
Þá segir þessi ungi Milla hvað ég vissi að hann kveikti eitthvað á perunni
já ég er Milla mamma hennar Millu og þú hlýtur að vera héðan?
Já ég er Reykdælingur hlaut að vera, við erum nú svo hress hér norðan heiða.

Málið er þegar maður kann að taka við gleðinni, er svo gaman,
þarna var smá saklaust daður og forvitni í gangi,
sem gaf manni hlýju inn í daginn.

hefði þessi ungi vel klæddi og skemmtilegi maður verið aðkomumaður
hefði hann ekki opnað sig fyrir gleðinni, hvorki í sjálfum sér eða mér.
                     Gleði til allra.
                      Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er um ad gera ad fanga augnablikid...Getur verid svo mikils virdi.Sæt saga.

Knús á tig mín kæra.

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þetta er málið að vera glaður og þá verður maður svo glaður í hjartanum...kveðja til þín Milla.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.6.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Milla, ég brosi nú bara hringinn, þú ert yndisleg, bara gott að fá smá daður, lyftir manni upp

Kærleikskveðja Stína

Kristín Gunnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 11:15

4 identicon

Það eru einmitt svona augnablik sem geta bjargað deginum hjá manni ef maður grípur tækifærið og slær á létta strengi.

Gleði til þín inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er yndislegt svo gott að vera glaður.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Þessi litlu gleði augnablik lifa og eru ómetanleg.......sem betur fer á ég nóg af þeim og er hvergi nærri hætt.

Gleði gleði gleði og lífið verður falllegra

Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: M

Lítið eitt daður og þú verður glaður

Ohh svo mikið skáld

M, 16.6.2008 kl. 12:18

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar þessi augnablik eru fyrir framan okkur allatíð og tíma,
verðum bara að opna augun fyrir þeim.

Munur að vera skáld Emmið mitt.

Solla það á aldrei að hætta, þetta er svo rétt hjá þér.

Katla mín gleðin læknar allt.

Jónína það er svo rétt og til þín gleði inn í daginn.

Stína mín nú ferðu að brosa við heiminum.

Sömuleiðis Heiður mín

Ég veit að við erum á sama máli nafna mín

Búkolla mín knús í daginn þinn

Eitt sem mér finnst líka svo sætt það er þegar litlu börnin, horfa til þín spurnaraugum, þú segir hæ hvað heitir þú? og brosið sem maður fær
og síðan kemur romsan, þau eru bara yndisleg.
                            Kveðja til ykkar allra
                                Milla.guys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband