Kæru vinir um allt land, til hamingju með daginn.
17.6.2008 | 12:28
Stóri dagur Íslensku þjóðarinnar er runninn upp, 17 júní.
Þjóðhátíðardagur okkar, stolt og frelsistilfinning vaknar
til lífsins á þessum degi.
Ungviðin okkar eru afar glöð, hoppa, skoppa og taka þátt
í öllu því sem boðið er upp á í tilefni dagsins, og við tökum
þátt í þessari gleði með þeim. (Á yfirborðinu)
En undir niðri vakna hins vegar daprar hugsanir hjá fullorðna fólkinu,
þegar það getur ekki veitt börnunum sínum allt það sem í boði er,
það er að segja, fyrir utan það sem bæjarfélögin bjóða upp á frítt.
Það eru ekki til peningar, og ef börnunum eru gefnir peningar,
þá er ekki til fyrir mat það sem eftir er vikunnar.
þetta er staðreyndin hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Það versta við þetta er að þeir sem enga peninga eiga,
geta eigi látið í sér heyra vegna þess að það á engar tölvur.
En áhugavert væri ef einhver sem er svona statt fyrir,
mundi láta heyra í sér ef hann/hún gæti.
Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur er ég heyri
æðstu menn þjóðarinnar koma fram og tala um góðar
vonir um betri tíma, og gott væri nú að spara eldsneyti
og vera á sparneytnum bílum.
Hægan kæru menn og konur á hinu háa Alþingi,
Af hvaða peningum eigum við að spara?
Þeir sem eru til, duga ekki fyrir nauðsynjum.
Guð gefur okkur samt góðan dag
ef við hugsum jákvætt.
Athugasemdir
Heir, heir!
Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:31
Maður getur nú orðið argur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 12:37
Ræður tilheyra deginum, þín var súpergóð
Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:38
Gleðilega Hátíð Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2008 kl. 12:39
Sammála Sigrúnu rædur tilheyra deginum.....
Gledilega hátíd.
Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 12:55
Svo sammála.
Til hamingju með daginn
M, 17.6.2008 kl. 12:59
Var að horfa á íslenska fánann blakta í norðaustan rokinu, kannski er það táknrænt fyrir aðstæður margra á okkar ástkæra landi. Það er samt sól og heiður himinn þannig að vonandi er sól í hjörtum allra á þessum þjóðhátíðardegi okkar. Það er ekki sama auðlegð í hjarta og auðlegð í banka.
Til hamingju með daginn.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:00
Mikið rett elsku Milla, hugsum okkur hvað margir hafa það slæmt, meigi alt þetta fólk samt hafa sem gleðilegastan dag. Eigðu yndislegan dag og alla daga elsku Milla.
Stórt faðmlag til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 13:07
Innlitskvitt og gleðilegan hátíðardag
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:39
Nú ertu farin að minna mig á eina af samstarfskonum mínum...
Vonandi að þú hafir átt sem bestan dag elsku Millan mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.6.2008 kl. 20:09
Þarna hittir þú naglan á höfuðið.Hverju orði sannara.
Knús á þig ljúfust allra og eigðu góða stund sem eftir lifir dags
Solla Guðjóns, 17.6.2008 kl. 21:35
Stelpur mínar, ég er búin að eiga yndislegan dag, það er auður í mínu hjarta og gleði í sál. en það sem ég var að segja er staðreynd.
En auðvitað komumst við út úr þeim vanda eins og ævilega,
það er bara spurning hver eftirköstin verða hjá mörgum.
knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.