Fyrir svefninn.
18.6.2008 | 20:13
Leikfélag Reykjavíkur ætlaði eitt sinn fyrir mörgum árum
árum að hafa leiksýningu, og var húsið fullskipað.
Einn af aðal-leikendunum var Sigurður Magnússon frá
Flankastöðum, en hann kom svo drukkinn, að leikstjórinn
gekk fram á sviðið og tilkynnti, að aflýsa yrði sýningunni
vegna forfalla eins leikarans.
Þá gekk Sigurður fram á leiksviðið og sagði:
,, Ég er ekki forfallaður. Ég er bara fullur."
Roskin vinnukona á bæ einum ól barn, og var faðir þess
18 ára gamall piltur á sama heimili.
Nokkuð mun það hafa þótt tíðindum sæta og verið um það
talað á sínum tíma, en aldraður maður , faðir húsfreyju,
taldi þetta ekki eðlilegt og sagði:
,,hann er þægur, drengurinn, og gerir allt, sem honum er sagt."
-----------------------------------
Hér kemur eftir hana Ósk.
Hvernig prestar geta aukið aðsókn
að kirkjunni.
Ef bæði þeir okkur að yrkja
annan hvern sunnudag virkja
slöknunar mátt,
strípað og blátt,
þá yrði þéttsetin kirkja.
Hvers vegna biskupinn var á móti
" súludansi".
Það er bara öfundargjálfur,
almennings hylli vill dorga.
Ef fær'ann á súluna sjálfur
seint mundi nokkur borga.
Góða nótt
Athugasemdir
Flott saga um leikarann.
Góða nótt Milla mín og dreymi þig vel.
Anna Guðný , 18.6.2008 kl. 21:42
Takk fyrir þetta elsku Milla og góða nótt
Erna, 18.6.2008 kl. 22:06
Já, hún er fín sagan af leikaranum. Yndislegar alltaf þessar færslur þínar fyrir svefninn, kæra Milla.
Eigðu góða nótt
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:22
Góða nótt mín kæra
Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:19
Huld S. Ringsted, 18.6.2008 kl. 23:25
Kurr mín held bara að hann þýði að við séum sálufélagar.
Ég kom til þín og mér fannst það bara eðlilegt að þú værir Kurr með
mikið dökkt hár en ég sá aldrei framan í þig, þú varst að gera eitthvað fyrir mig, og þú sveifst svona eins og álfkona í þinni iðju.
Mér fannst þetta afar notalegt og vissi að þú varst að hjálpa mér.
Nú þekki ég þig ekki neitt Kurr mín, og þér hugnast kannski ekki svona tal, en læt á það reyna.
Hjá mér svífa álfarnir um í yndislegum litum, ég sé aldrei fætur þeirra né andlit, enda sé ég þá aldrei lengi í einu, en þegar þeir hafa svifið hjá þá líður mér eins og ekki er hægt að lýsa, ég get líka kallað fram þessa líðan, með því að hugsa um þá.
Kurr mín þú þarft ekki að kommenta nema þegar þú hefur tíma
mér þykir allavega vænt um að heyra í þér er þú getur.
Þú hefur örugglega yfirdrifið nóg að gera, á meðan ég er bara heima
sjáðu til hætt að vinna, og dúlla mér bara í þeim sem ég elska.
Bloggvinir mínir eru inn í þeim pakka.
Knús kveðjur til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 07:10
Góðan daginn gaman að sjá þig nafna mín Ásdís Emilía, ert þú í sumarfríi.
Anna Guðný, Erna, Huld og Sigrún takk fyrir mig og eigið góðan dag.
Bara minna hana Ernu á að það er kominn 19 júní, fljótur að líða tíminn,
Þú lofaðir að koma í júní, elskan.
Knús til ykkar allra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.