Þetta er of mikið fyrir mig.

Ég græt yfir þessum lýsingum, hvernig er hægt að kona
komi svona fram við barnið sitt?
Þetta er hræðilegt ofbeldi, verra en morð.
barnið mun aldrei gleyma þessum atburðum.
Guð veri með honum þessum litla dreng.
mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Milla mín þetta er of mikið fyrir mig líka og þetta er hræðilegt.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Árni það hjálpar að hafa trú og biðja guð, en stundum vill hann kannski bara taka fólkið til sín.
Ég hef þá trú að guð lætur ekki hlutina gerast, en hann getur hjálpað ef hann er beðin um það.
Fólkið lætur það gerast sem er í gangi í heiminum í dag,
að því að það lifir ekki í kærleikanum.
                            Kveðja til þín og takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín þetta er hræðilegt að hugsa um.
            Knús og kram
               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þetta er ekkert annað en sálarmorð, svona gerendur eiga ekki að fá að lifa sjálfir, oj!

ANNARS sendi ég þér risastórt knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ ég get ekki lýst tilfinningunum sem koma yfir mig þegar ég les um svona grimmd, stundum langar mig bara til að gráta yfir vonsku mannsins gagnvart börnum. En það sorglegasta er að margir eiga ekki að eiga börn, meðan aðrir þrá ekkert heitara en geta ekki eignast þau. Sammála Árna, skil ekki þennan Guð okkar enda er ég svosem ekkert sérstaklega trúuð.

Knús á þig Milla mín

Huld S. Ringsted, 20.6.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Anna Guðný

Hræðilegt já. Gat ekki klárað að lesa fréttina. En við hljótum að hafa sjálfstæðan vilja og við höfum alltaf val. Í þessu tilfelli valdi móðirin að koma svona fram við barnið sitt. Finnst því ekki rétt að koma því yfir á Guð. Ekki ætla ég að reyna að skilja eða afsaka þessa framkomu móðurinnar. Vildi bara óska að þetta hefði komist upp fyrr.  En við getum svo sem lítið gert annað en að setja nafn þessa drengs í bænir okkar.

Anna Guðný , 20.6.2008 kl. 20:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæru vinir ekki ætla ég að setja mig á háan hest og segja að guð sé til eða ekki og hvað er honum að kenna eða ekki.
það er svo tilgangslaust vegna þess að við fáum engin svör.
Ég veit bara það að ég trúi á alheimsorkuna, kærleikann, og að við séum okkar eigin gæfu smiðir. það hefur komið ýmislegt fyrir mig þar sem ég hef þurft að leitast eftir hjálp, og fengið hana.
Ég hef líka spurt hvar guð sé þegar ég missti bestu vinkonu mína,  þegar pabbi dó, og Ragga mín missti Hilmar sinn.
kemst ætíð að því að það er tilgangur með öllu sem gerist.
En kæru vinir ég er heldur ekki alvitur frekar en nokkur annar.
                        Kærleikskveðjur
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband