Fyrir svefninn.

Sumir mundu segja að ég væri sein fyrir með kvöldbloggið.
En snúllurnar mínar frá Laugum komu í bæinn,
og þurftum við að búðast aðeins, fórum síðan aðeins til Millu,
þeim langaði að sjá stelpurnar. keyrði þær síða heim.
Þær voru að fá gesti kl 8.
                       --------------------------------

Ólafur Ketilsson bílstjóri á Laugarvatni var eitt sinn á leið
til Reykjavíkur með farþega og ók hægt.
Þá segir einn farþeginn:
,, það er kýr að fara fram úr þér, Ólafur."
,, Ef þér liggur á, þá spurðu hana, hvort hún taki farþega,"
svaraði Ólafur.

Smá eftir hana Ósk.

                      Úr ýmsum áttum

              Eftir auglýsingu frá Hótelinu um
              djúpsteiktan ís.
                         
                      Af forvitni um fróðleik þinn
                      fá vill leiðarvísinn.
                      Hvernig í dauðanum drengur minn
                      djúpsteikir þú ísinn?.

              Þegar K.Þ. auglýsti: " Erum að taka
              upp konur.

                      Framsýnir í flestu en
                      fyrir sambands trúna.
                      Erum að taka okkar menn
                      upp á konur núna.
                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín sem er alltaf svo réttsýn og góð.

Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

já Milla, þú ert nú svolítið sein í háttinn í kvöld! Hvaða droll er þetta á þér  Knús til ykkar í norðrinu...

Rannveig Þorvaldsdóttir, 21.6.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Anna Guðný

Meira að segja ég er búin að heyra þá sögu. Keyrði hann svo ekki í burtu og skildi alla eftir með buxurnar á hælunum í sitt hvorum kantinum?

Anna Guðný , 21.6.2008 kl. 01:22

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2008 kl. 01:30

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur góðan daginn! Jú sko sagan af Óla ket, er hann setti konur öðrum megin og karla hinum megin og ók síðan í burtu,
er flestum okkar vel kunn, því hún er búin að ganga sem brandar síðan ever. Merkilegt samt að ég skuli ekki hafa séð hana í bókunum um Íslenska fyndni, en ég á þær reyndar ekki allar, þarf að fara að leita aftur í fornbókabúðum.

Já Silla það er eins gott að við erum ekki kanar, hugsið ykkur, ég sofnaði með sólina í augun í gærkveldi. manstu Silla allar álgardínurnar, hrikalega ljótt.


Bara alltaf í logninu Lady Vallý

Knús til þín elsku Katla mín og farðu vel með þig.

Rannveig mín það er stundum svona droll á mér, en var samt
komin upp í rúm kl 10 að ég held.

Anna Guðný hann keyrði í burtu og hafði gaman af.

Knús til þín Sigrún mín.

                        Kveðjur til ykkar allra
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þess vegna ertu svona mikill prakkari, komin skýring
Íslensk fyndni það er nú það, veit ekki alveg hvenær síðasta bókin var tekin saman, þannig að nýrri sögur gætu verið í öðrum bókum, eða bara í munnmælum.
Gætir þú ekki sagt okkur aðrar sögur af þeim gamla.
                                knús á þig Lady Vally.
                                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband