Frábært! frábært!
21.6.2008 | 08:08
Til hamingju eigendur Kirsuberjatrésins og Guðsteinn.
Þetta er að sjálfsögðu alveg frábært að þessum innréttingum
skuli hafa verið haldið í þessum verslunum, og það svona lengi.
Oft kom maður til Guðsteins hér áður og fyrr, með pabba og
veit ég að bróðir minn verslar þarna oft og iðulega.
þetta er bara flott herrafatabúð, ekki bara fyrir innréttingarnar.
Kirsuberjatréð hef ég ekki komið inn í eða það hús í áraraðir,
og verð ég að fara að rifja upp búðarrápið í miðbænum.
Þegar maður kemur inn í búðir sem hafa að geyma svona innréttingar
þá líður manni eins og maður sé komin inn í hlýjuna.
Þeir sem eru á mínum aldri, muna eftir Haraldarbúð í Austurstræti,
Hún var ein af þessum glæsiverslunum, með herra búðinni niðri,
síðan gekk maður upp flottan stiga í kvenfatadeildina.
Það mætti telja upp fleiri búðir, en þær eru bara horfnar,
því miður.
Svona búðum fylgir líka sú þjónusta sem margar verslanir mættu
taka sér til fyrirmyndar í dag.
Enn og aftur til hamingju og takk fyrir mig.
Gamalt er enn í gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að rifja þetta upp Milla mín ég man sko eftir Haraldarbúð. Knús til þín yndislegust,kveðja á línuna.
Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 11:18
Yndislegt að heyra í þér Ásdís mín Ólafs, er ekki allt gott að frétta af ykkur, héðan er bara allt gott
Kveðjur til ykkar allra
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 12:28
Já þetta er sko flott búð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.