Það verður að koma heimili fyrir konur.
25.6.2008 | 12:20
Vonleysi heldur konum að neyslu. Það segir sig sjálft,
þegar ekkert ljósið er framundan þá staðnar konan,
hún hefur ekkert að vinna að, og ekki fer neyslan batnandi
í þannig ástandi, bara versnandi.
En ef hún hefði heimili sem um ræðir í greininni þá mundi
hún smá saman sjá glætuna og síðan ljósið.
Eftir þá aðlögun sem hún fengi með því að fá húsnæði,
væri hún betur tilbúin til að fara í meðferð og takast á við
líf sitt. Nauðsynlegt er einnig að hjálpa henni til að ná sér á strik
er meðferð líkur, því hún á kannski engan að,
búin að brenna allar brýr að baki sér, henni er ekki treyst,
og engin vill vita neitt af henni vegna þess sem gerst hefur í
hennar lífi, en fyrirgefið gott fólk, vitum við hver verður næstur?
Það á víst að opna einhver færanleg hús í haust, jú þau bæta eflaust einhvern vanda,
en hvað með þá sem ekki fá húsnæði?
þeir eiga náttúrlega að vera bara úti í kuldanum áfram.
Fyrirgefið mé grunnhyggjuna eða gleymskuna, en mig minnir að ógæfufólk
hafi verið frá því að ég man eftir mér, og ætíð var það utanhúss.
Og það hefur ekkert lagast.
Hvað þarf eiginlega margar aldir til að laga þessi mál?
Hér á öldum áður voru þurfalingar, flækingar og aðrir landsflakkarar
teknir á bæ og séð fyrir þeim önn, þar til sá næsti tók við.
Að sjálfsögðu fékk þetta fólk misjafnar móttökur á bæjum sveita,
en það fékk þó allavega að vera í útihúsum, og slett var í það mat.
Sem sagt inni, og fékk eitthvað að borða þó eigi væri það ætíð ætt.
En ekki er það betra í dag, fólk er úti í kuldanum
og borðar úr öskutunnum borgarinnar. Hef á það horft sjálf.
Held að ríkið og allt fólk ætti að fara að bæta úr fyrir allt þetta fólk,
komin tími til að við hættum að fyrirlíta þá sem fara illa út úr lífinu.
Allir eru jafnir fyrir guði og mönnum.
Góðar stundir.
Vantar heimili fyrir konur í neyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Milla mín, er pósturinn kominn???
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.6.2008 kl. 12:26
YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS, Surpræsið er komið, takk elsku Rósin mín, ekkert hefur glatt mig svona í langan tíma, þú ert bara æðisleg stelpa mín. myndin hangir í myndarammanum mínum, það er svona óróa-rammi og maður hengir myndirnar á klemmur svo hangir hann niður úr loftinu hér fyrir ofan tölvuna.
Í þessum ramma eru bara útvaldir skal ég segja þér,
barnabörnin mín, og þú Rósin mín. Færð að sjá þetta er þið komið í heimsókn. Takk elsku skjóðan mín þú ert bara best, falleg, hrein í hugsun og segir afdráttarlaust það sem þú meinar.
Haltu því áfram.
Kærleikskveðjur til þín og þinna.
Þín vinkona Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 14:12
Milla mín, maðurinn sem keypti bílinn er ekki með bílinn. Hann lofaði að kaupa hann og þau keyptu hinn bílinn í þeirri trú. Það var þannig sem hann sveik þau og þess vegna fór allt í kerfi hjá þeim
Ragnheiður , 25.6.2008 kl. 16:04
Hlaut að vera eitthvað svoleiðis, og ekki er auðvelt að selja bíl í dag.
Ég ætlaði að reyna að selja minn um daginn, og fá mér sparneytnari, en þeir sögðu að ég gæti gleymt því.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 16:08
Æ, mér fannst ég ekki geta gert neitt minna - á meðan ég kemst ekki norður til að heilsa upp á þig Milla mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:41
Jæja þú hefur rambað á fyrstu viðbrögðin mín, alveg aðdáunarvert að þú skildir geta leynt mig þessu yfirleitt finn ég á mér hvað er að koma. þær blóta því oft stelpurnar mínar er ég veit hvað þær ætla til dæmis að gefa mér í jólagjöf.
Knús til þín Rósin mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.