Vonandi farsæll endir.

Það var yndislegt að sjá í Kastljósi í gær, hvað unga
stúlkan var klökk yfir því að fá hundinn sinn aftur,
en svo er alltaf spurningin hvort Dimma fær aftur traust
sitt á manninum, þá er ég ekki að meina eigandanum,
heldur þeim sem gerðu Dimmu þetta.
Þeir sem þekkja til hunda vita að það getur orðið erfitt,
Dimma mun ætíð vera á varðbergi, því hún mun ekki gleyma.

Ég vona svo sannarlega að gerendur í þessu hræðilega ofbeldi
náist, en því miður verður trúlega ekki mikið unnið í rannsókn
þessa máls, þetta er nú BARA hundur munu sumir segja.

Ég er ekki að segja að lögreglan muni ekki gera eins og þeir geta,
en þeim eru settar hömlur vegna peningaleysis.

Almenningur ætti nú að huga svolítið að þessu, hjálpa til,
Dimma stökk út úr bíl, voru engin vitni af því?
Sá engin Dimmu á vappi, var henni bara varpað inn í annan bíl,
eða hvað gerðist.?


mbl.is Hvolpurinn afhentur eigandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

 Blessadur hundurinn.Tetta er bara svo hrædilegt.Vonandi hefur lögreglan hendur í hári glæpamannanna.

Knús inn í gódann dag til tín kæra Milla

KV. frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 25.6.2008 kl. 08:16

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jeb mín kæra vonandi.
knús í daginn. Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég vona að það verði komið betur fram við greyið voffa!
Knús úr vinnunni

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.6.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar á þessum tímum mannvonsku og vanvirðingar,
hættir manni kannski til að hugsa ljótara en þörf er á.
En af hverju getur þá fólk ekki komið heiðarlega fram?
Vonum það besta.
                  Knús í daginn
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 11:10

5 identicon

Ég vil nú helst trúa því sem Sigga segir að einhver hafi keyrt á hundinn og hann hafi rotast og sá hinn sami hafi haldið að hann væri dauður. Hann hefur sjálfsagt verið dauðhræddur við að þurfa að borga einhver ósköp eða fá svakalegar skammir. Kannski keyrði hann of hratt miðað við aðstæður hver veit. Það er mikið um að fólk keyri í burtu þegar það hefur keyrt á dýr s.s. sauðfé. Okkur var einu sinni sagt frá lambi sem við áttum sem hafði verið keyrt á, það var stórslasað, gat ekki gengið, en einhverjum heiðursmanninum/konunni kom það eina ráð í hug að keyra það niður að sjó til þess að láta það drukkna í næsta flóði.

Og talandi um að hundar muni eftir því sem þeim þykir miður þá má ég til með að segja eina sögu af border collie tíkinni minni. Frændur mannsins míns voru litlir guttar þegar öðrum þeirra varð á að taka í skottið á henni og toga hressilega í það. Hún þoldi þá aldrei eftir þetta og yggldi sig frekar óþægilega á móti þeim þegar þeir gerðust of nærgöngulir við hana. Þrátt fyrir að þeir færðu henni allskyns góðgæti í hvert skipti sem þeir komu eftir þetta þá tók mín þá ekki í sátt fyrir en allra síðustu árin sem hún lifði en þá máttu þeir klappa henni og knúsa en þá voru þeir farnir að nálgast 10 ára aldurinn. Þannig að þetta tók svona um það bil 8 ár að fyrirgefa hjá henni. Þetta er nú reyndar misjafnt á milli hundakynja ég hef líka átt íslenska tík og það hefði hver sem er mátt draga hana á skottinu og hún hefði fyrirgefið um leið. Hún varð aldrei reið nema út í border collie tíkina vinkonu sína.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Milla mín. Þá erum við komin heim aftur og lífið að færast í réttar skorður.  Skelfilegt með elsku litla hundinn, vona bara að enginn verði honum vondur á ný, né öðrum dýrum, ég finn svo til þegar farið er illa með lifandi verur.  Kær kveðja norður og hafðu það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:17

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður gæti sagt margar sögur af vitsemi hunda og minni þeirra.
Hann Neró sem við eru að passa, allir elska þetta dýr, en er hann kom fyrst til stelpnanna, 3 mán. þá sá ég strax að hann hefði verið laminn
því ef þú komst snöggt að honum, þá hrökklaðist hann undan manni,
en kom svo eins og hann áttaði sig á því að þetta var í lagi, hann þurfti mikla hlýju og helst að kúra ætíð þar sem hann gat séð okkur.
þetta kemur fyrir enn þá dag í dag, en ör sjaldan, helst ef hann er að vakna, ég hef það þannig að ég byrja á því að tala við hann og þá kemur hann yfirleitt og leggst og vill fá klórið sitt.
                 Kveðja Jónína mín
                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 14:33

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim Ásdís mín gaman að sjá þig inni hjá mér.
Já þetta er hræðilegt með hundinn.
En ef þú treystir þér þá máttu skoða ýndbandið sem ég sendi út á blogginu um meðferð dýra, þá sérðu fyrir hverju við þurfum að berjast.
                       KNús kveðjur til þín
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.