Fyrir svefninn.

Í morgun er við gamla settið vorum búin að fara í bað og snyrta
okkur að vanda fyrir hvort annað,Heart hringdi dyrabjallan, varð hissa,
engillinn fór til dyra og heyrði ég eitthvað gleðital um að sýna mér
eitthvað,
ég stökk upp, skildi nú ekki hvernig ég gat það ,
er víst svo hægfara, allavega fæ ég að heyra það á stundum.Angry 
sína mér hvað?
Þá heyrðist í ljósálfa-rödd,Halo nýa hjólið mitt, hvað segirðu, 
ert þú búin að fá hjólið?
Já sagði svo glöð og hamingjusöm röddGrin og hún var á nýa
gírahjólinu sínu.
Það var nefnilega þannig að hún átti að safna fyrir hjólinu,
samdi við ömmu sína um að vinna hjá henni í garðinum,
Óda amma á nefnilega stóran garð.
Allir vissu að hún yrði lengi að vinna fyrir 25.000 kr hjóli.
Þó hún ætti 9000. kr. Alli besti frændi ákvað að gefa henni smá
og Óda amma borgaði rest.Heart
Svo sagði litla ljósið, ég vill líka nýtt hjól, en hún á nýtt hjól.Cool
Ídag er búið að vera ekta letiveður og hefur maður hagað
sér samkvæmt því
.

                     -------------------------------------------
Hér kemur smá til að hlæja að.

Guðrún Gísladóttir á Hæli var einu sinni spurð að því,
hvernig henni litist á mannsefni stúlku einnar,
sem þótti mjög myndarleg, en pilturinn var álitinn lítt af manni.
Guðrún svaraði:
,, Ef hann væri vetlingur og ég hefði prjónað hann,
þá mundi ég rekja hann upp."

Kommúnisti, er var í framboði í Rangárþingi,
kom á bæ einn í Fljótshlíð og snæddi þar miðdegisverð.
Hann spurði húsfreyjuna,
hvort hún keypti ekki Þjóðviljann.
,, nei, við notum klósettpappír," svaraði hún.

         Hvernig á að lynda við ráðríkar konur?

         Kvartaðu aldrei um kröfur né vos,
         hvettu þær ávallt til dáða.
         Leitaðu uppi þitt ljúfasta bros
         og leifðu þeim bara að ráða.

         Hvernig eiga karlar að sinna um konur?

         Ég held að ég geti ef ég hugsa mig um
         þér heilræði gefið.
         teldu ei víst að hún tilbiðji þig
         né taktu í nefið.

Að sjálfsögðu eftir hana Ósk.
                                                    Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snillingur hún Óda, ekki spurning. Takk fyrir þetta. Vona að veðrið verði betra hjá ykkur á morgun.  Knús og Góða nótt 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er svo ótrúlega góð tilfinning að fá nýtt hjól, ég man þegar ég fékk fyrsta nýja hjólið mitt. Þá var ég örugglega 9 ára eða svo, miðlungs stórt með dempurum og gírum! Afi gaf mér það og mikið rosalega var ég ánægð þegar ég fékk það flutt heim úr litlum bíl.

Góða nótt elsku Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það ætla ég líka að vona Ásdís mín, já hún Óda er sko snillingur

Rósin mín hún Viktoría Ósk mín er líka 9 ára og var afar hamingjusöm í morgun þegar hún kom að sína okkur hjólið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín, bendi Bjössa mínum á heilræði Óskar.

Erna, 28.6.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk elsku Milla mín og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Ásgerður

Takk fyrir þetta og góða nótt

Ásgerður , 28.6.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóður allra tíma, ég var spurð að því fyrir margt löngu hvað skjóða væri, ég náði í slæðu og sýndi þeim hvernig skjóða liti út,
og í gamla daga hefðu konur geymt allt það dýrmætasta sem þær áttu í skjóðunni sinni, og oft á tíðum hefði það verið aleigan, fer nánar út í það við þær er eldri verða.
Þið eruð allar dýrmætar konur og þykir mér skjóðu nafnið afar hjartnæmt.

Hef kannski sagt ykkur frá föðurafa, á hverjum morgni að loknu morgunkaffi, fór hann upp á saumastofu, þar sátu yfirleitt um
80- 100 konur við hin ýmsu störf, hann labbaði á milli þeirra og sagði:
,, Hvað segir þú gott í dag Þórkatla mín," þeim fannst þetta vera hjartnæmt, sem það líka var honum þótti afar vænt um sínar konur
og kom ævilega fram við þær að virðingu.
Hann afi minn var góður maður.
Eigið góðan sunnudag, kærleikskveðja
                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 09:10

8 Smámynd: Tiger

Jamm, alltaf eru ömmur langbestu englarnir - og sumir frændur líka náttúrulega sko!

Knús í loftið Millan mín ...

Tiger, 1.7.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband