Baugsmenn og Baugsmenn.
29.6.2008 | 08:54
þegar loka dómur féll í Hæstarétti í Baugsmálinu svokallaða,
Óskaði ég Jóni Ásgeiri og hans mönnum til hamingju með
lokin á sex ára fjanda.
Þá var ég svo meinlokuð að mér datt ekki í hug að hann þyrfti
að víkja úr stjórnum sinna fyrirtækja.
Taldi það bara gott fyrir þeirra hönd að málinu skildi lokið,
en eigi var það svo.
Þetta ógeð er búið að taka 6 ár, ekki ætla ég að fara að rekja
allt sem var ákært fyrir, en ef baugsmenn hefðu gert eitthvað
saknæmt, væri þá ekki löngu búið að ljúka þessu máli?
Til að gera sig ekki að enn þá meira fífli en þeir voru þegar
búnir að gera," það er að segja ákæruvaldið" þá urðu þeir að
finna eitthvað.
Það var byrjað að grafa og grafa og grafa þar til þeir þóttust vera
búnir að finna nóg, en ekki reyndist það vera nægilegt,
það var ekki sá feiti biti sem menn héldu að þeir væru að bíta í.
Endirinn er sá að þeir gerðu sig endanlega að atlægi fyrir framan
alþjóð og þótt víða væri leitað.
Og ég undrast það afar, að æðsta dómsvald landsins skildi taka
þátt í þessari aðför að einni fjölskyldu hér á landi.
þetta er búið að taka mikið á í lífi þessa fólks, það er engin vafi.
Það á að fara með þetta mál til mannréttindadómsstólsins,
ekki að það sé farið svo mikið eftir hvað hann segir, en þessir
frábæru baugsmenn fá þá kannski uppreisn æru, ekki að það
þurfi að sannfæra okkur fólkið í landinu um heilindin, nei nei,
heldur þá sem hófu þetta mál,
en að sjálfsögðu eru ætíð til hrokagikkir sem engu trúa nema
sinni eigin málastefnu.
Svona kemur þetta fyrir augu leikmannsins, eins og mér.
Heyr fyrir ykkur Baugsmenn og gangi ykkur vel með allt sem
þið takið ykkur fyrir hendur.
Góðar stundir.
Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ekki líka málið að þeir trúði Jóni Geraldi, Jóni Steinari og Jónínu (skrítið hvað allir byrja á Jó í þessu máli) að þarna væri eitthvað ljótt í gangi og gerðu sig þannig að fíflum fyrir umheiminum. Ég vona svo sannarlega að Baugsmenn fara að komast út úr þessum leiðinda farsa sem ráðamenn þjóðarinn ofl. komu þeim í.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 10:02
Sammála þessu Ásdís mín þetta er nú meiri skömmin og svo hafa mörg önnur mál verði í gegnum árin, ætla ég ekki að nefna þau.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 10:57
Já þeim feðgum hefur sannarlega tekist geislaBAUGSsmíðin á sjálfa sig í fjölmiðlum sínum fyrst fólk skrifar svonaeins og hér er sett fram. Er sem sagt "aðför" í gangi á hundruð manna á hverju ári en ekki rannsókn og dómsmál í framhaldi ?ÞAnnig að við ættum kannski bara að loka dómstólunum og lögvörsluembættum þessa lands til að koma í veg fyrir allar þessar aðfarir ?
Þessir menn voru dæmdir sekir um lögbrot og virtist sem héraðsdómur þyrði ekki að taka á 36 af ákærunum sem voru vel rannsakaðar og 2-3 óháðir mismunandi aðilar, sérfróðir á hverju sviði, sammála um sekt í hverjum ákærulið. Vísað var frá dómi vegna orðalags í ákærunum ekki vegna þess að þær ættu ekki við rök að styðjast. Ég myndi nú segja að þeir ættu að prísa sig sæla að þeir sluppu við þessar frávísuðu ákærur, en gleymið ekki því að Hæstiréttur sagði JÁJ sekan um ólögmæta sjálftöku á fjármunum upp á hundruðir milljóna króna frá meðeigendum sínum í almenningshlutafélaginu, en ekki hægt að sakfella vegna fyrningar.
Svo hafa ýmsir leitt rök að því að langt sé síðan Bónus var alvöru lágvöruverðsverslun. Ekki verður til fjármagn í rekstur og kaup tveggja milljarða einkaþotunnar úr engu ......eða hvað ? Sjáið fróðlegan pistil Gylfa Gylfasonar á blogginu :
"11.3.2008 | 03:36
Jóhannes í Bónus er glæpamaður
Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og lýðskrumara af verstu tegund. Vinsældir hans eru mér ráðgáta en kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn spilaði á eins og fiðlu.
Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup. Í skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.
Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d. leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á íslandi vegna markaðsstyrks Baugs. Okurstarfsemin nær líka til smærri kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin. Menn verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.
Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur. Einn álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á, rétt eins og apótekin. Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós öllum sem við verslun starfa. Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega bornir saman við Hagkaup. Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.
Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina fornfrægu neytendastoð undir sig.
Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður standa þeir ekki undir henni. Jóhannes í Bónus er viðskiptalegur stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus var lágvöruverslun. Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands. Ég sé Jóhannes fyrir mér sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk gegn markaðsblekkingum.
Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en kassa 2.
Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir sölubatteríunum eftir pöntun.
Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi. Hinir þora ekki í Baug virðist vera.
Gylfi Gylfason"
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2008 kl. 12:43
Sigga mín það er rétt að allir menn og konur uppskera eins og þeir sá, en stundum sá þeir ekki fyrir uppskerunni, það gera aðrir.
Og þeir fá ekki rönd við reist.
Heilhug til þín Sigga mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 13:01
Takk fyrir hjálpina í morgun. Ekki veitti af.
Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 13:26
það er nú svo merkilegt með þessa auðblekktu Íslensku neytendur að þeir skynja hvar þeir fá lægsta vöruverðið, og það er í Bónus.
Heyr heyr fyrir Bónus.
Ég held að maður sem hefur unnið fyrir 150 heildsala í Reykjavík að dreifingu matvæla, hafi haft svo mikið að gera, að hann ræfillinn hafi unnið yfir sig og geti lítið annað en setið við tölvuna og ruglað um þá hálfvita sem láta blekkja sig.
Það skiptir ekki máli þótt öllum markaðnum hafi verið lyft upp,
Bónus er samt með lægsta verðið.
Og ég tel Jóhannes í Bónus vera snilling aldanna.
Ertu þá að segja að Davíð Oddsson hafi hafið þetta mál?
Þú segir hann eina manninn sem hafi þor til að segja eitthvað bítandi,
Hinir virðast ekki þora í Baug.
Þessi orð þín eins og allt kommentið, er að mínu mati,
frekar niðurlægjandi, bæði fyrir meinta glæpamenn, ráðamenn og þegna þessa lands, en ég er nú að þínu mati auðblekktur fáviti, eins og aðrir þegnar, svo ég á nú ekki að getað úttalað mig um málefnið.
en bið þig að viðhafa ekki slíkt orðbragð hér.
Hefur þú Predikari góður lesið viðskiptasögu þessa lands?
Gaman væri að fá opna og aðgengilega síðu hjá þér,
en líklegast þorir þú því ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 13:52
Ekkert að þakka þoli ekki svona ósanngirni,
sjáðu bara skítkastið sem ég var að fá.
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 13:54
Ég held nú að þeir feðgar hafi ekki alveg hreinan skjöl en þeir hafa mikið viðskiptavit og hefur það komið þeim vel. Ég versla í Krónunni ef ég kem því við frekar en í Bónus. Á meðan Bónusbúðin okkar í Hólminum telst til C Bónuss þá nenni ég ekki að versla þar nema í algjörri neyð. Stundum langar mig að fara og taka myndir af hryllings grænmetistorginu þar en maður getur í flestum tilfellum hent grænmetinu daginn eftir að það er keypt þar. Eða þá að það er svo illa útlítandi að mér og fleirum dettur ekki í hug að kaupa það.Maður fer kannski í búðina og langar í góða ávexti eða gott grænmeti en labbar út með kartöflur og mjólk og jú ekki gleyma því að þeir eru oft með góðan frosin fisk. En það er misjafn smekkur manna Milla mín og kannski hefur það eitthvað að segja að nafnið mitt byrjar á Jó.
Knús til þín inn í daginn.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:04
Að Bónus skuli vera með lægsta verðið í bland við Krónuna til skiptis, táknar ekki það að þetta séu alvöru lágvöruverslanir eins og Bónus var þegar það byrjaði í Skútuvoginum. Sú tíð er löngu liðin og aðriri kaupmenn njóta þess að Bónus/Krónan setja botnverðið, sem er ekkert lágvöruverð lengur. Sýnir okkur frekar hvað fákeppnin er svakaleg hérna og að Baugur stjórnar um og yfir 70 % markaðarins (ef Europrís og annað sem er í földu eignarhaldi er talið með)
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2008 kl. 14:22
Jónína mín við á Húsavík búum við Kaskó og Samkaup/Úrval, sömu eigendur að þessum búðum, þú þarft helst að vera með gúmmíhanska er þú ferð að kaupa grænmeti, og endar svo með því að kaupa ekki neitt, ég er búin að versla við þetta fyrirtæki síðan 1965 þá hét það kaupfélag suðurnesja og bjó ég í Sandgerði,
síðan kom Samkaup og svo stækkaði og stækkaði það komu Kaskó og Strax og ég man ekki allt.
Sama hvað maður kvartar það gerist ekki neitt, kannski bara í viku sem birgjarnir senda betri vörur norður.
Samkaup er aðeins betra en það er svo dýrt að þú færð sjokk í hvert skipti sem þú labbar þaðan út.
Þess vegna förum við einu sinni í mánuði til Akureyrar og verslum í Bónus, það er rétt að eigi alltaf fær maður nýtt grænmeti,
en ef þú ferð á fimmtudegi þá er allt komið nýtt.
Í Bónus á Akureyri fær maður fyrirmyndar þjónustu og maður þekkir orðið inn á bæði fólk og mat, sumt kaupi ég aldrei þar.
Ég er nú svo heppin að fá allan fisk beint úr sjónum, kjötið kaupi ég hér í vinnslu sem heitir Viðbót, það fæ ég allt sem ég þarf og þeir eru líka með hreindýr.
Ég held að það sé allstaðar sama sagan, meira að segja í dýrari búðunum.
Kannski hafa þeir ekki hreint mjöl í pokahorninu Bónus menn,
en það mætti þá skoða marga aðra líka,að mínu mati er þetta Baugs mál til vansa fyrir ákæruvaldið, hefði verið nær að nota þá peninga sem í þetta fóru til annarra hluta.
Knús til þín Jónína mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 14:45
Predikari við höfum ekkert lægra, ertu með lausn?
Þú skalt ekki halda að ég viti ekki hvað ég er að tala um,
ég er alin upp í viðskiptaheiminum og veit hvar skepnuskapurinn er,
og hann er ekki hjá Bónusmönnum.
Þegar ég var að kynnast þessum málum var sorinn hjá ráðamönnum þjóðarinnar sem ætíð vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Gæti ég nefnt þér mörg dæmi en mun ekki gera það hér, enda ert þú á huldu, þess vegna gætir þú verið Seðlabanastjóri.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 14:52
Ég er líka búin að gera tilraun til þess að versla í Samkaup held að hún heiti það verslunin í Grundarfirði. Ég fékk einmitt svo vægt sjokk eins og þú þegar kom að því að borga. Ég keypti reyndar dálítið mikið í það skiptið en ég hugsa að það hefði kostað svona 5000 kr minna í Bónus. Ég hef líka tekið upp á því að keyra í Borgarnes en þeir eru með A Bónus það er segja Bónus af bestu tegund. Þar er líka hægt að versla í gamla Kaupfélaginu eða Samkaup eins og það heitir núna en sú verslun hefur dalað síðan Bónus kom í Borgarnes. Krónan í Rvík. er með ágætt grænmeti allavega betra heldur en Bónus en það er nú það helsta sem ég miða við. Auðvitað gæti maður keypt allt nema grænmetið og ávextina í Bónus og farið svo á aðra staði til að versla það en þá er farið að fara á marga staði til þess að versla og mér finnst það eitt af því leiðinlegast sem ég geri en það er að versla í matinn.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:58
Þú ert svo lánsöm að vera að vinna í bænum, þannig að þú átt auðveldara með að nálgast gæðin, en þau eru þá dýrari.
Samkaup er afar dýr búð, við höfum líka Nettó á Akureyri það er sama batteríið á bak við það og Samkaupsveldið, en betra vöruúrval vegna
þess að það er staðsett á Akureyri.
Gleymdi að segja þér að við höfum Hveravelli sem er gróðastöð
þangað förum við að kaupagrænmeti á sumrin og selja búðirnar hér frá þeim allt árið, en það eru bara paprikur, tómatar af öllum gerðum og agúrkur, svo selja þau sumarblóm á sumrin, að fá svona nýtt grænmeti er æðislegt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 15:11
Ég skil samt ekki að það þurfi að vera svona mikill munur á gæðum grænmetis í Bónus í Stykkishólmi og Bónus í Borgarnesi. Af hverju er ekki hægt að vera með sömu gæðin í öllum verslunum Bónuss? Ég held að það sé vegna þess að í Stykkishólmi er þetta eina matvöruverslunin, hérna hafa þeir enga samkeppni nema við Samkaup í Grundarfirði og þeir eru það dýrir að fólk kaupir frekar í matinn í Bónus.
Ég þekki einn sem var að flytja vörur í Bónus í Hólminn þar á meðal kjötfars sem var á næst síðast söludegi. Það átti sem sagt að koma kjötfarsinu út í Hólmarana á síðasta söludegi. Við eigum auðvitað ekki að láta bjóða okkur svona þó að við búum á landsbyggðinni og höfum bara eina búð til þess að fara í.
Ég ráðlegg þér að kíkja á netsíðuna hans Jóns Geralds sem hann setti upp fyrir stuttu, þú þarft ekkert að lesa neitt voðalega mikið til þess að sjá að það hefur ekki allt verið með felldu í viðskiptum þessara feðga. Það reyna sjálfsagt allir að græða sem mest á því sem þeir taka sér fyrir hendur en það er mjög misjafn hvort fólk kemst upp með það og þar er ekki sama Jón og séra Jón.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 16:08
Allir birgjar nýta sé ef það eru fáar búðir á svæðinu og senda verri vöruna þangað sem fólk hefur ekkert val, en nei ég kaupi ekki vöruna ef hún er ekki boðleg frekar er ég án hennar.
Auðvitað eigum við ekki að láta bjóða okkur þetta, en það er svo skrýtið að þó einhver frekja eins og ég kvarti, þá er það bara alveg sama, kaskóbúðin hér á Húsavík er söluhæsta búðin miðað við fólksfjölda á landinu, á meðan eru þeir bara ánægðir.
Það er ekkert skrítið þó þeir selji fólk veit ekki hvernig varan á að líta út, til dæmis blaðlaukur og vorlaukur er keyptur hér, þó að það sé bara hægt að nota helminginn.
Það er rétt hjá þér Jónína mín það er ekki sama Jón og sr. Jón
og svo mikið hef ég kynnst soranum þó ekki persónulega, að ég tel mig nokkuð vita hvernig þetta er. margir hafa óhreinnt mjöl í pokahorninu og margir vilja ekki viðurkenna sín mistök í lífinu,
en einhvernveginn er það þannig með mig að ég treysti ekki mönnum
til að vera að segja satt, og hver er að segja satt, þau þremenningarnir eða Baugsmenn?
þar sem ég þekki svolítið til eins af þremenningunum þá treysti ég ekki þeim hóp, en það er ekki neitt sem er að angra mig.
Ég bara bloggaði smá um þetta í morgun og hafa orðið ágætar umræður upp úr því.
Jónína mín ég þekki ekkert til Baugsmanna, veit bara að þetta hefur verið svona frá alda öðli sorinn út um allt, hugnast mér það ekki,
en ræð ekki við það, því miður.
Meðan ég fæ ódýra vöru í Bónus versla ég þar nema það sem er ónýtt og útrunnið, er afar passasöm með dagsetningar,
Knús til þín
Milla
ps.
Mun nú samt líta á síðuna hjá Jóni Gerald.
Læt þig vita er ég er búin að því.
Er hann á mogga blogginu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 17:32
Ég þekki þá feðga heldur ekki eða nokkuð af þessu fólki, en mér finnst það ekki góð þróun að það séu einungis fáir aðilar í landinu sem eigi nánast í flest öllum verslunum, fréttamiðlum, bönkum og eflaust einhverju fleiru. En síðan hans Jóns Geralds er http://baugsmalid.is/ ef þig langar að skoða hana.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:33
Búin að setja hana inn hjá mér, lít á hana seinna, hef ekki tíma núna
Snúllurnar mínar eru komnar og bíða þær eftir að komast inn á einhverja síðu sem þær ná ekki á Laugum.
Það getur vel verið rétt mín kæra að það sé ekki æskilegt að sömu aðilar eigi allt í öllu, en hefur það ekki ætíð verið þannig bara hér áður og fyrr voru eignarhlutar eins opnir og enginn vissi hver átti hvað.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 19:18
Ég held að það sé ekki til sú manneskja á íslandi sem teljist vera með hreinan skjöld. Öll höfum við brotið eitthvað af okkur bara mismikið.
Enpredikari, finnst frekar leim hjá þér að koma með nákvæmlega sama komentið inn á fleiri en einni síðu.
Edda Bára (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 04:11
Ja hérna kemur nú Predikara það orðið við hvernig ég kommenta inn á aðrar síður? Og fyrirgefðu ert þú "vinan" einhver málsvari fyrir hann, það er Predikarann.
Fyrirgefðu Edda Bára hvað ég er fáfróð um þessi skrítnu orð,
en hvað merkir orðið "leim"
Það er rétt mælt hjá þér að allir hafa brotið af sér í lífinu, bara mismikið, allt frá einelti og upp í morð, eigum við þá sem öll hafa brotið af okkur að setjast í dómarasæti yfir því og þeim sem við vitum engan sannleika í?
Eigðu góðan dag.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 08:28
Ég segi bara það sama og þú Milla mín, og það er "heyr fyrir ykkur Bónusfeðgar - og takk fyrir mig" ...
Ég er ánægður með að þetta sé loksins að líta endann - og vona nú að Dabbi og co taki hatt sinn og skó - og komi sér úr landi bara. Betra væri að hafa Bónusfeðga hérna en Landspabba!
Tiger, 1.7.2008 kl. 01:43
Heyr fyrir þínum skoðunum, þeir eru bara bestir.
Allavega fáum við besta verðið í Bónus.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2008 kl. 06:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.