Fyrir svefninn.
29.6.2008 | 20:45
Gísli Jónsson hreppsstjóri á Eystri- Loftsstöðum
var orðhvatur og hnyttinn.
Einu sinni var nágranni hans að járna hest.
Þá ber Gísla þar að, og segir hann:
,, Öðru vísi járnar þú en ég."
,, Hvernig þá?" spyr maðurinn.
,, Ég slæ alltaf á hausinn á naglanum," svaraði Gísli,
,, En það gerir þú aldrei."
Er Íslensk erfðagreining þörf?
Eflaust væri gott að geyma
genin okkar hagyrðinga.
Og aldrei má um eilíf- gleyma
arfi vorra Þingeying.
Hvað gleður þig met?
Það að yrkja allra best.
Aldrei verða smeykur.
En gamla konu gleður mest
góður ástarleikur.
Hvaða hæfileika vildirðu fá í viðbót?
Hlaut ég flest sem hugur má
af himnaföður panta.
Ég kem ei núna auga á
eitthvað sem mun vanta.
Eftir hana Ósk.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt MIllukrútt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:47
Góða nótt elsku Milla og berðu Ódu kveðju mína, hún er snillingur, reyndar þið báðar.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 21:02
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:15
Takk
Þú veist hvað ég meina.
Góða nótt Milla mín 
Erna, 29.6.2008 kl. 22:03
Góða nótt elsku Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.6.2008 kl. 22:06
Góðan nótt..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.6.2008 kl. 00:06
Góðan daginn skjóður mínar þið eruð allar bara flottar.




Ásdís mín ég mun skila kveðjunni til hennar Ódu, það eru nú hæg heimatökin í þeim efnum.
Til hamingju með sigurinn, Dóra mín var varla viðræðuhæf í gærkveldi,
Þú ert yndisleg Erna mín
Dóra mín, passa að gefa þeim að borða, USS þær fá sér nú bara ef þær eru svangar, en við nenntum ekki að hafa fyrir neinu í gærkveldi fengum okkur skyr og brauð, Ljósálfurinn vildi frekar borða með okkur heldur en kjúkling heima hjá sér. svo kom litla ljósið með bein handa Neró, hann er svo hrifin af henni.
Hér var bara mikið fjör og áttu þær afar erfitt með að skilja að afi væri sko að horfa á fótboltann, en það hafðist að halda þeim inni í herbergi, svona nokkuð.
Svo þarf nú ekki að passa þessa nörda þína, fara ekki út úr húsi.
Sitja bara og hanna föt og þau eru æði.
Knús á þig dúllan mín
Þín besta mamma í heimi
Silla mín blóðþrístingurinn er í fínu lagi, var nú að hugsa um að svara honum ekki, en svo gat ég ekki stillt mig bara aðeins.
Ég hef nú svolítið gaman að fólki sem upphefur raust sína, en það þarf helst að vera svolítið málefnalegt og undir nafni.
Knús til þín
Milla.
Stelpur allar þið flottu skjóður takk fyrir innlitin og mín er ánægjan
að setja hér inn Kvöldgletturnar hennar Ósk.
Knús á ykkur allar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 08:57
Wrarrrr .. Milla mín .. elska þessar fyrir svefninn færslur þínar! Virkilega góðar inn í draumaheiminn ... knús!
Tiger, 1.7.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.