Hamingja eða Óhamingja á Hólmavík.
30.6.2008 | 08:17
Frétt af mbl.is
Óhamingja á HólmavíkInnlent | Morgunblaðið | 29.6.2008 | 5:30
Mikil ölvun var á Hamingjudögum á Hólmavík aðfaranótt laugardags.
Lögreglan hafði í nógu að snúast og nokkuð var um slagsmál.
Lögreglan þurfti meðal annars að hafa afskipti af unglingasamkvæmi
þar sem ungmenni undir aldri höfðu áfengi um hönd.
------------------------
Þetta ritar Morgunblaðið í gær 29/6 2008.
En eftir hverjum er svona frétt höfð?
Ég spyr vegna þess að blogg mitt um þessa hátíð,
Hamingja á Hólmavík, vakti upp þörf hjá fólki til að upplýsa mig um
sannleikann í málinu. Vitaskuld.
Síðan kemur þessi frétt sem mér hugnast öllu betur.
Vel heppnuð hátíð á Hólmavík.
Hátíðin Hamingjudagar sem haldin er á Hólmavík núna um helgina
hefur gengið mjög vel, segir framkvæmdastjórinn,
og voru gestir alls um eitt þúsund.
Að loknum dansleik í gær var allt með kyrrum kjörum, og fengu
skipuleggjendur hátíðarinnar hrós frá lögreglunni fyrir öfluga gæslu.
Flytja þurfti dagskrána undir þak í gær vegna veðurs,
en það kom ekki að sök.
Dansleikur var haldinn í gærkvöldi og fram á nótt,
en að honum loknum fóru gestir til síns heima og
allt datt í dúnalogn í bænum,
segir Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.
Hún segir ennfremur að gæsla hafi verið ströng
og við gerðum ráð fyrir að geta gripið inn í ef eitthvað færi úrskeiðis.
Ég spyr hvað er rétt og satt í þessu máli?
Ef að fyrri fréttin er röng, á þá ekki að leiðrétta hana?
Eigum við lesarar hins virta blaðs Morgunblaðsins
ekki að geta treyst því sem þar stendur?
Síðan bið ég alla þá sem komu að þessari hátíð, "Afsökunar"
ég veit að þessi fyrri frétt kom illa við heimamenn og aðra.
Ekki var það meining mín að særa neinn, ég hef notið
gestrisni þeirra í áraraðir, því iðulega kom maður við á
Hólmavík til að borða á leið suður eða heim.
Vona að ég fái svör við þessu öllu.
Ég fékk vinsamleg tilmæli um að taka ekki mark á svona fréttum,
ég
Eigið góðan dag í dag
og alla daga.
Milla
Athugasemdir
Kveðja inn í góðan dag Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 08:55
Ég tók líka eftir þessu fyrst mjög slæm frétt og gekk aææt svo vel.
Kveðja inn í daginn Milla.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.6.2008 kl. 09:31
Sömuleiðis Ía mín er ekki gott veður hjá ykkur, er búin að vera hér í þvílíku óveðri og það voru skaflar á Öxnadalsheiði um helgina,
hugsaðu þér það er júnílok.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 09:31
Heiður mín fréttin er slæm ef hún er ekki sönn, ég fæ líklegast ekki svar við því sem ég vill vita. Af hverju slæmar fréttir os svo kemur góð frétt, á þá ekki að leiðrétta þá slæmu?Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 09:37
Þessar fréttir koma frá lögreglunni á staðnum Milla mín. Fréttamaðurinn hringir í lögregluna til þess að fá upplýsingar og auðvitað segja þeir það sem var að gerast hjá þeim. Í seinni fréttinni er síðan mótshaldarinn spurður frétta. Það hefði nú komið betur út að spyrja báða í einu eða koma með þetta saman og vera kannski með það sem löggan þurfti að takast á við síðast í fréttinni, en byrja á því að segja frá því jákvæða. En svona er fréttamennskan í dag það skiptir miklu máli hvað staðarlöggan segir um málið.
Ég hef ekki heyrt af því að þessar hátíðir sem eru haldnar víða um land í þéttbýliskjörnum séu einhverjar vandræðahátíðir enda er þetta hugsað sem fjölskyldusamkomur þar sem er hugað að öllum aldurhópum.
Ég hef verið á ferðalagi í Þýskalandi þar sem var verið að halda upp á eitthvað í öðrum hverjum bæ og fannst okkur það bara skemmtilegur hjá þeim. Þarna voru saman komnir nágrannabæjarfélög til þess að skemmta sér og hafa gaman. Ein stóra hátíð fórum við á þar sem tengdadóttir mín átti heima það var risastór hátíð og minnti helst á hestamannamótin okkar hérna heima. Þarna var hægt að sitja úti og spjalla eða fara og velja sér danssvæði það var hljómsveit við hvers manns hæfi. Auðvitað var fólk að fá sér áfengi en ég sá aldrei nein slagsmál á þessum skemmtunum eða ólæti.
En eigðu góðan dag Milla mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 09:42
Ekki lýgur Mogginn!, nema bara í annarri hvorri frétt. Er þetta ekki spurningin um hvort glasið sé hálffullt eða hálftómt?
Knús á þig inn í daginn Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 09:50
Góðan daginn elsku Milla. VOna nú bara að veðrið fari að batna á norðurlandi, ekki spennandi kostur að keyra norður núna. Eigðu ljúfan dag
Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 10:29
Jónína mín það takk fyrir upplýsingarnar, en það sem ég er að tala um og þú örugglega skilur, er óréttlætið, af hverju er ekki hægt að segja sannleikann, fréttin frá lögreglunni kemur kl 5.30. um morguninn gátu þeir þá ekki sagt fyrst að allt hefði farið vel fram, fyrir utan það sem kom svo í fréttinni.
hafa þeir hjá lögreglunni í Hólmavík gaman að því að sverta sína hátíð, og það eru þeir að gera með því að segja ekki allan sannleikann.
Þú segist ekki hafa heyrt að því að útihátíðir hafi ekki farið nema vel fram, en þær eru nú einmit mikið vandamál hjá þeim bæjarfélögum sem þessar hátíðir halda. Stendur það einnig í öllum blöðum,
hvort sem maður á að trúa þeim eður ei, en allavega trúi ég myndum í sjónvarpi frá þessum stöðum og koma þær í fréttatímum stöðvana.
Líka hef ég frásagnir þeirra sem þar hafa verið.
Þekki ég vel ein hjón með stóran barnahóp á öllum aldri, sem verið hafa oft á tíðum á svona mótum með sínum börnum, hættu því,
vegna mikilla drykkju og óláta, og þá ekki síst í fullorðnu fólki.
Málið er það Jónína mín að Íslendingar hafa aldrei kunnað með áfengi að fara, þeir kunna ekki bara smá að fá sér í glas og gleðjast.
Erlendis er þetta allt öðruvísi.
Annars var ég ekki að tala um útihátíðir svona yfirleitt, þær eru nú yfirleitt til vansa fyrir flesta sem þær sækja.
Ég man þá tíð að fólkið sem ég vann með var að fara í Galltalæk á miðvikudegi til að fela brennivínið sitt, svo kom það akandi með börnin á föstudeginum. Afar smekklegt, reyndar voru ekki ólæti þar.
En þetta er hugsunin hjá landanum.
Kveðja Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 10:41
Góðan daginn Ásdís mín, mér skilst að það eigi að stytta upp á fimmtudaginn, þetta er nú að verða gott.
Knús í daginn þinn, kveðja til Bjarna.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 10:48
Sigrún mín ekki lýgur mogginn, en það verst er að lögreglan á staðnum sem þekkir fréttaflutning blaðanna skuli ekki bera þetta fram á annan máta. Auðvitað er þetta spurning um áfengismagnið hjá og í fólki.
Knús í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 10:51
Knús á þig mín kæra
Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.6.2008 kl. 11:55
Hæ Guðborg, gaman að heyra í þér annað slagið, er ekki allt í góðu á suðurnesjunum í góða veðrinu.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 12:05
Sigga mín já svona er víst lífið, en bara ekki hjá mér.
Hefði viljað fá skýringu á þessu með svona misfréttir.
En enginn vill svara því sem getur svarað því.
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 15:15
Æi, veistu Milla mín - Fjandans brennivínið eyðileggur oftar en ekki góðar skemmtanir og útilegur, svoleiðis hefur það alltaf verið og mun því miður alltaf verða. Skelfileg uppfinning þetta fjandans vín ...
Tiger, 1.7.2008 kl. 02:02
Vínið er skelfilegt þegar fólk kann ekkert með það að fara.
En ekki fæ ég enn þá svar við spurningu minni,
af hverju þessar misfréttir, og af hverju lögreglan segir eitt og mótshaldari og fólk yfirhöfuð annað, engin hefur komið fram og svarað því.
Málið er nú bara það Tiger míó, að ef fólk vill verða sjálfum sér og öðrum til skammar, þá er það ekki mitt mál, en það á að segja sannleikann.
Tek það fram að ég er ekki fanatísk á vín, hef sjálf smakkað vín þegar ég hef áhuga á því, en það er bara svo sjaldan.
Segja þér og öðrum smá: ,,Dóttir mín byrjaði að vinna á leikskóla og
talið barst eitthvað að skemmtunum, nema hún segir, við spurningu, að hún smakki aldrei vín," þá sagði ein: ,, Nú ert þú búin að fara í meðferð eða hvað." Örugglega eðlileg spurning, eða hvað?
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2008 kl. 06:41
Hahaha ... jamm Milla mín. Veistu, þegar ég segi "Æi, ætli það séu ekki sirka 4 ár síðan ég fékk mér síðast í glas hérna heima" þá er ég einmitt spurður að því hvort ég sé búinn í meðferð og sé búinn að vera þurr í fjögur ár. Málið er bara að ég hef mun meiri áhuga á því að skemmta mér og lifa án áfengis, hef aldrei verið í vandræðum með það og nenni bara yfir höfuð ekki að detta í það eins og þeir segja. Ég fæ mér oft bjór þegar ég er erlendis en aldrei sterkari drykki, og heima - jamm á kannski 3ja eða fjögurra ára fresti. Maður þarf svo sannarlega ekki að vera fanatískur á vín þó maður hafi lítinn áhuga á áfengi vikulega eða mánaðarlega sko .. :)
Tiger, 1.7.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.