Fyrir svefninn.
1.7.2008 | 20:21
Kæru bloggvinir þið verðið nú að fyrirgefa mér kommentaleysið,
en ég hef bara ekki haft meiri tíma, búið að vera mikið að gera
í skemmtileg-heitum með fjölskyldunni.
Í morgun byrjaði ég í þjálfun aftur eftir frí sem þjálfarinn minn fór í
og ekki veitti henni af, eftir að vera búin að hnoða okkur sundur og
saman í allan vetur.
Síðan var brunað til Akureyrar, fyrst fram í Lauga, að ná í Dóru, en
það var hún sem var að fara í sneiðmyndatöku.
Snúllurnar mínar þurftu ný gleraugu, og það tók svolítinn tíma að velja
þau, eins og lög gera ráð fyrir hjá dömum.
Ekki má gleyma því að þær þurftu að kaupa garn, heklunálar og prjóna,
það var gert í Hagkaup og notuðum við tækifærið í leiðinni og keyptum
okkur salat-bar á línuna. Nú það þurfti að kíkja aðeins í bókabúð.
Eitt gerðist skondið, Guðrún Emilía hafði ekki list á nema smá af sínum
salat bar svo hún gekk frá sínu niður í plastpoka og í hólfið bak við
framsætið, síðan var haldið aftur inn á Glerártorg.
þegar við komum út aftur var Neró frekar niðurlútur, sá ég ástæðuna
er ég kom inn í bíl, hann var búin að tæta upp boxið með salat-barnum
og borða allt upp í skít sem í því var, og núna býður maður eftir því að
hann veikist, hann er nefnilega ofnæmihundur.
Þegar allir voru búnir að versla það sem þurfti og klára sín mál, þá var
haldið heim á leið, keyrðum snúllunum mínum þrem heim að Laugum.
Það var komið rok og rigning.
Fórum í kvöldmat til Millu, fengum Tacko, æði að vanda.
Núna ætla ég að fara snemma að sofa, ég var vöknuð 5 í morgun.
---------------------------------------------
Eru hagyrðingar gáfaðri en aðrir?
Allir verða að una við sitt
enginn það getur valið.
það vita nú allir að vitið mitt
er vel yfir meðaltalið.
Myndir þú vilja vera varaskeifa á Bessastöðum?
Þeir sem heiður hæstan bera
í hagyrðinga glæstum fans.
Munu aldrei vilja vera
varaskeifa nokkurs manns.
Eftir hana Ósk. Góða Nótt.
Athugasemdir
Góða nótt góða Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.7.2008 kl. 20:22
Komin í bæinn frá Flateyri. Takk fyrir kvittið um daginn. Er jú í bolnum á myndinni, fór ekki í safnið eða bókabúðina. Held barasta að það sé ein búð á Flateyri og það er N1 Ekkert tengd Vestfjörðum og var að fara þangað í fyrsta sinn. Mjög gaman og fallegt þar
Góða nótt
M, 1.7.2008 kl. 20:30
Huld S. Ringsted, 1.7.2008 kl. 22:36
Góða nótt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:36
Ææ aumingja voffi vonandi verður hann ekki veikur af þessu salati En já ég er nánast ekkert sjálf búinn að vera við tölvu síðan ég kom heim en stendur allt til bóta bráðum er að kíkja aðeins hafðu góða nótt milla mín
Brynja skordal, 2.7.2008 kl. 00:00
Góða nótt ljúfa kona
Sigrún Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:37
Gódann daginn mín kæra ...Skemmtilegur dagur hjá tér í gær.Vonum ad Neró verdi ekki lasinn greiid litla.Beach Boy er allur ad hressast hjá okkur sídasit lyfjadagur í dag.
Knús á tig inn í gódann dag mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 2.7.2008 kl. 06:08
Góðan daginn flottu skjóður.
Velkomin að vestan Emmið mitt gott að þú kunnir að njóta vestfjarða,
þó þú eigir mikið eftir að sjá
Brynja mín ég var nú hálf hrædd við að fara að sofa, en þetta slapp til, svo er að vita hvernig ofnæmið verður, þarf hann á lyf eða ekki,
en oft sleppur það til þá vinnur hann á þessu sjálfur.
Guðrún mín gott að Beach Boy er að koma til það er svo erfitt fyrir þá að vera svona. Í gær var hann að prótistera Neró litli vorum búin að fara upp á dýraspítala til að kaupa handa honum mat, það var ekkert gert, þær bara spjölluðu við hann en eigi er hann hrifin af þessum spítala hann er búin að fara svo oft þessi ræfill.
Knús kveðjur til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.