Ameríka já, en hvenær hjá okkur?

Úti í henni stóru Ameríku er það algengt að engin skiptir sér af þótt
fólk detti niður, er lamið, rænt eða drepið, því engin vill skipta sé af.
En inn á biðstofum eða á sjúkrahúsum, er það nú hápunkturinn þó
að hægt sé að kæra fyrir alla skapaða hluti.

Hvað er langt í svona afskiptaleysi hjá okkur, ekki svo mjög,
það er þegar byrjað.
Smá dæmi. Fyrir margt löngu var ég á ferð um eitt úthverfi
Reykjavíkur, það var frekar hvasst, sé konu styðja sig við grindverk,
stoppa bílinn og geng til hennar og spyr, get ég hjálpað þér eitthvað
vinan mín, Já takk það er svo mikil hálka og hvasst  að ég kemst
ekki lengra. Á ég að keyra þig heim? nei nei ég er að fara niður í
félagsmiðstöð aldraðra.
Á leiðinni þangað spyr ég hana hvort enginn hafi getað ekið henni?
Nei elskan mín það eru allir að vinna og ég missi ekki af þessum stundum
sem við fáum þarna, það er svo gaman en ég hugði ekki að veðrinu áður
en ég fór út.

En hún sagði mér að hún hefði verið búin að bíða í óra tíma,
og engin stoppaði til að bjóða henni aðstoð.
Svo þarna sjáið þið, þetta er byrjað
.
mbl.is Látin kona lá afskiptalaus í klukkutíma á biðstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Afskiptaleysi almennings af því sem er í gangi í kringum hann er orðið skelfilegt. Maður heyrir oftar af því að fólk t.d. keyri framhjá slysi án þess að stoppa! Sem betur fer skil ég ekki svona og ætla rétt að vona að ég verði aldrei svo upptekin að ég breytist eitthvað með þetta!!

Eigðu góðan dag Milla

Huld S. Ringsted, 2.7.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við verðum ekki svona Huld mín.
Keyrði fram hjá verðandi búð í gær, þvílíkur hamagangur,
var að hugsa um að heilsa upp á þig en hætti snarlega við,
sé þig bara seinna.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Þetta er árangurinn af einkavinavæðingu (Hvað er að gerast í Reykjavík núna það er verið að úthluta umsjón með fársjúku fólki til einkavina formanns velferðarráðs) þó þeir sem eru margfallt færari til þess að sinna þessu fólki bjóði mun lægra! Er þetta það sem við viljum Svari nú hver fyrir sig

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 2.7.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ertu þá að meina Bergljót að einkavinavæðingin muni láta fólk liggja dautt á gólfinu án þess að skipta sér af því?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.