Litli maðurinn. Hver er lítill og hver er stór?

Tilvitnunin litli maðurinn fer eitthvað í mig, núorðið,
örugglega notað það einhvern tíman.
Yfirleitt er talað um litla manninn er talað er um þá sem minna
mega sín í þjóðfélaginu, það er að segja, láglaunafólkið,
öryrkjana, ellilífeyrisþeganna og aðra sem þá sem ekki ná
vissum standart í þjóðfélaginu.

En hver er lítill, stór eða meðal. Það held ég að fólkið í landinu
skammti fólki eftir sinni hentisemi það hentar nefnilega ekki öllum
að umgangast alla, og er það allt í lagi, svo framarlega sem hinum
sem það vill ekki umgangast, er sýnd virðing.
Þar stendur hnífurinn í kúnni, sumir eru ekki nógu fínir fyrir suma.
Og bitnar það á börnunum einnig.

Hver vill vera litli maðurinn?             Enginn.
Biðjum við um að verða gömul?       Nei.
biðjum við um að missa heilsuna?   Nei
.

Þegar þetta gerist verðum við að sumra mati litli maðurinn,
ómagar þjóðfélagsins og þurfum ekki mannsæmandi laun.
Enginn vill sjá okkur í leikhúsinu, óperunni eða öðrum
uppákomum sem verða í okkar fallega landi.

Þess vegna erum við sett niður, já og það alveg niður í skítinn.
Og flest okkar lifa undir fátækramörkum.
Skammist ykkar ráðamenn þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Aumt þegar fólk notar þetta orð,, litli maðurinn"  Eigðu góðan dag

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 09:43

2 identicon

Hefur þetta ekki eitthvað með hugarástand okkar sjálfra að gera, sumir setja sig jú á hærri stall vegna menntunar eða peninga. En það getur enginn keypt sér hamingju eða heilsu, fólk verður öryrkjar og gamalt hvar sem það er statt í þjóðfélagsstiganum, ef það er hægt að tala um þjóðfélagsstiga hér á landi, erum við ekki öll nýkomin úr torfkofunum.

Knús til þín mín kæra.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góð pæling hjá þér Milla ég hef aldrey hugsað út í þetta en kannski er komin tími til þess...

Takk fyrir góða hugleiðingu. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.7.2008 kl. 12:05

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín Hef oft hugsað út í þetta, "vinur litla mannsins" hvað meinast með því til dæmis?
það er örugglega engin okkar alin upp við að líta niður á fólk, allavega ekki ég.

Jónína mín það er ekki sama hvar þú ert staðsett í stiganum, að vera ofarlega, Já þá, er bara allt í lagi að verða gamall, veikur og verða öryrki. það sem ég er að meina með að fólkið setur okkur í þann flokk sem það vill, auðvitað er það hugarástand, þeir sem setja sig á stall,
skilja nú ekki að það sé ekki hægt að kaupa allt fyrir peninga.

Ég fæ oftast mínar hugleiðingar við að lesa fréttir og viðtöl, og það vantar lífsgleðina í svo marga sem eru í þessum sporum.

Heiður mín ég held að þú þurfir ekki að hugsa um þetta því ég tel að
þú lifir ekki eftir því að setja fólk niður, eða leifir öðrum að setja þig niður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 14:38

5 identicon

Við ræðum þetta stundum í vinnunni minni og komumst flestar að þeirri niðurstöðu að fólk missi af miklu sem talar ekki við hvern sem er. Það verður fátækara fyrir vikið.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:47

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rétt og satt.  Ég er sko hvorki litli maðurinn né litla konan   hata þessa frasa og þetta er ofnotað fyrir allar kosningar.  Er ekki að hlýna??

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er akkúrat rétt hjá þér Jónina, maður verður fátækari.

Langbrókin mín auðvitað hroki, já sakamáli gæti verið, en þetta er nú búið að viðhafðast í okkar máli frá alda öðli.

Takk fyrir innlitið Sigga mín.

                       Knús knús til ykkar allra
                             Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 19:25

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það er aðeins að hlýna, en þú veist hvernig þetta er, í morgun var kalt svo allt í einu kom hlýr andvari síðan ískalt og núna er blankalogn og himininn eins og best hann lætur með sólina að gægjast út úr skýjunum.

Auðvitað erum við ekki litlu konurnar.
Við erum bara stórar og sterkar.
Knús til þín og Bjarna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 19:59

9 Smámynd: Tiger

Svo satt Milla mín - orðatiltækið um litla manninn er böggandi og reyndar dálítið eins og talað sé niður til þeirra sem minna hafa á milli handanna.

Tiger, 4.7.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband