Skora á Ingibjörgu Sólrúnu að snúa Paul heim.
7.7.2008 | 13:57
Óvissuástand hjá Paul Ramses.
Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Paul Ramses Odour,
sem var vísað úr landi af Útlendingastofnun sl. fimmtudag,
segir að enn ríki mikil óvissa varðandi framtíðina og örlög
fjölskyldunnar. Rosemary ræddi síðast við eiginmann sinn í
gær og segir að hann eigi fund með ítölsku lögreglunni í dag.
Það er búið að segja margt og mikið um þetta mál, bæði
neikvætt, jákvætt, sætt og súrt.
Ég skil vel að allir vilji segja sitt álit á þessu máli, en mér finnst
það ekki skipta neinu máli, hvernig, hvar,af hverju
og eða þetta eða hitt.
Fjandinn hafi það leysið þetta mál áður en það er orðið of seint
fyrir æru okkar Íslendinga, en mörgum er nú víst sama um hana
því þeir halda að hún setjist eigi á þá, " Sko þá!"
Jú þar skjátlast þeim stórum, því hún sest beint á þá,
og mun aldrei fara af þeim aftur,
svo eru þeir búnir að koma ár sinni fyrir róða.
Heim með manninn Paul Ramses.
![]() |
Óvissuástand hjá Paul Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr,
Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 15:06
Heyr ,heyr,heyr.Nafna mín........
Vonum tad besta og ad Ingibjörg snúi vörn ó sókn í tessu máli.
Gudrún Hauksdótttir, 7.7.2008 kl. 16:29
Tek undir áskorun
Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 16:58
Tek sko undir þetta, hann heim strax.
Kær kveðja Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 17:25
Biðjum fyrir því stelpur mínar, mér finnst þessi framkoma
óviðunandi.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.7.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.