Dæmdur fyrir guðlast og klám.

Ég skemmti mér vel í gær er ég las viðtalið við
Úlfar Þormóðsson, sem Kolbeinn Óttarsson Proppé
tók við hann.
maður er fljótur að setja í geymslu fréttir er nýjar bera að garði.
Nokkrir menn vildu skemmta þegnum Íslands, héldu að þeir væru
orðnir það þroskaðir að móttakarinn væri kominn í gott lag.
Svo reyndist ekki vera.

Félag áhugamanna um alvarleg málefni gaf spegilinn út, starfsmenn
félagsins voru Úlfar Þormóðsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson,
en kona hans situr nú í dag í sæti Utanríkisráðherra.

Þegar annað tölublaðið kom út upphófust lætin, var blaðið allstaðar
tekið í burtu úr sölu, lögreglan fór inn á heimili Úlfvars, en þar voru
samankomnir nokkrir menn til að undirbúa útgáfu blaðs no. 3.
og fóru fram á öll eintök af Speglinum sem þar væri að finna,
Aðspurðir hver sökin væri sögðu þeir að í blaðinu væri að finna
klám og ærumeiðingar, seinna tókst þeim svo að bæta við
guðlastinu.

Þeir gáfust ekki upp þessir menn gáfu út annað blað sem þeir
gáfu nafnið Samviska Þjóðarinnar, settu á það nýja kápu, og í
miðopnu voru frásagnir og myndir úr blöðum sem óáreitt fengu
að vera í hillum búða, eins og Tígulgosinn  og Bósi bangsi,
en þar voru að finna berorðar lýsingar á kynlífi fólks.

Eflaust hafa allir lesið þetta viðtal, en ég mátti nú til að
ympra á þessu máli.
Úlfar var dæmdur fyrir guðlast, og varð honum þetta það dýrt
að hann ákvað að selja húsið sitt og borga sínar skuldir.

En þegar hann var dæmdur var hann annar maðurinn sem
dæmdur var fyrir guðlast á öldinni, hinn maðurinn var
Brynjólfur Bjarnason, var hann dæmdur 1925, en settist síðar á
þing. þar áður var Gissur Brandsson dæmdur, 1692 til
húðláts fyrir guðlast.

Margt skemmtilegt kemur fram í þessu viðtali og hvet ég fólk til að
lesa það. Sunnudagsblaðið 6/7.

Ekki vissi ég að svona margir strákar hefðu verið prakkarar,
það meira að segja prakkarar aldarinnar.
Takk fyrir mig alltaf gott að rifja upp það sem gerst hefur,
einnig að komast að því, sem maður hefur reyndar ætíð vitað.
Það breytist ekki neitt, það hefur ætíð verið og mun ætíð verða,
Kúgun í þessu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta fór alveg framhjá mér ætla að leita af blaðinu.

Kær kveðja Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband