Fyrir svefninn.

Til sveita þar sem fáförult er, hættir mörgum til að verða
næsta spurulir við ókunnuga.
Eitt sinn var ungur maður á ferð og kom á afskektan bæ.
Bóndi tók gestinum vel og spurði margs, hvað hann héti,
hvert hann ætlaði, hvaðan hann kæmi og svo framvegis.
Gestur leysti hið besta úr þeim spurningum, en svo sá bóndi,
að hann var með einbaug á fingri og spurði þá:
,, Ertu giftur?"
,, nei ekki er það nú", svaraði ungi maðurinn.
,, Ertu trúlofaður þá?" spurði hinn.
Já, það sagðist hann vera.
,, Og ertu þá ekki byrjaður á henni?" spurði bóndi.

Ég var að velta á milli handanna í dag gömlum sneplum
og bókum, þar á meðal Passíusálmunum mínum sem ég
fékk eftir frænda, geymi ég þá niðri í þessari skúffu minni,
þeir eru orðnir svo gamlir, yfir 100 ára, dettur þá ekki út
blaðsnepill frekar lúin af elli, hafði hann að geyma ljóð sem
ég taldi mig vera búna að glata.
Ekki veit ég hvað það heitir, eða eftir hvern það er.
Mig minnir að gömul kona hafi gefið mér það.
hér kemur ljóðið.

             Hún amma mín er mamma hennar mömmu
             mamma er það besta sem ég á
             gaman væri að gleðja hana ömmu
             og gleðibros á vörum hennar sjá
             í rökkrinu hún amma segir mér sögur
             svæfir mig er dimma tekur nótt
             syngur við mig sálma, kvæði fögur
             sofna ég þá bæði sætt og rótt.

                                   Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 góða nótt

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt

Heidi Strand, 7.7.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góða nótt elsku Milla góða frænka mín og fyrirgefðu hvað ég er út úr bloggheimum.

Var í sólinni í dag í bænum alveg yndislegt. Annars uppi á heiðum og fjöllum að safna í sarpinn og njóta ljóssins.

Kærleikskveðjur eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt kæra mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:55

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég kannast við kvæðið, amma söng það oft.

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:31

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

  Frábæri bloggari.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:27

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.

Takk allar fyrir hlý orð til mín, þau eru gagnkvæm

Eva frænka mín þú kemur kannski betur inn í vetur, takk fyrir kveðjurnar á facebokk.
Frábært að vita af þér á fjöllum að safna í sarpinn þá þarftu ekki að kaupa kridd í vetur.
Knús til þín Eva mín.
Þín Milla.

Sigrún mín veistu nokkuð eftir hvern kvæðið er?

Knús knús til ykkar allra.
Milla.guys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband