Hélt að það væri nú ekki svo auðvelt.

Allt er nú til, var ekki maðurinn kærður?
Það hefur náttúrlega verið hringt í 911 og sjúkrabíll komið
með látum á staðinn, maðurinn fluttur á sjúkrahús með
tilheyrandi SOS látum, að hætti Ameríkanans.
Það hefði nú átt að meðhöndla þennan mann við
athyglissýki, varla hefur hann verið að þessu eingöngu
til að sleppa við að borga matinn, þó veit maður ekki.

mbl.is Gerði sér upp hjartaáföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hann tessi er búinn ad fá hjartaáföll á bara öllum veitingarstödum....Aumingja madurinn ætli konan hans viti af tessu.

KNús á tig søde

Gudrún Hauksdótttir, 8.7.2008 kl. 08:52

2 Smámynd: Erna

Það þarf nú ekkert að gera sér upp hjartaáfall hér á íslandi þegar maður fær reikningin á veitingastöðum, allavega fær maður aðkenningu að slagi yfir verðlaginu

Erna, 8.7.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hálfviti er þessi kall

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 11:48

4 identicon

Hann hefur örugglega verið orðin þekktur í nágrenni sínu blessaður maðurinn.

Annars hef ég kynnst því nokkrum sinnum á lífsleiðinni að fólk hefur gert sér upp veikindi eða að hafa slasast meira en raunin var. Fólk dettur niður og allt eða þykist ekki geta staðið upp. Það er sent eftir lækni, sjúkrabíl og öllu tilheyrandi, meira að segja hef ég heyrt af því að þyrlan hafi sótt mann og flutt hann til Rvík en þegar hann var búin að fara í ítarlega skoðun á sjúkrahúsi þá keyrði hann sjálfur í Ísafjörð eða eitthvað álíka langt.

Eigðu góða dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Heidi Strand

Aðalfundi í félagi ímyndarveika er freistað vegna veikinda.

Heidi Strand, 8.7.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna, ætli hann eigi nokkra konu blessaður maðurinn ef hann ætti eina.

Erna maður fær nú bara áfall við að fá sér pulsu og gos

Ásdís, já hann er algjört fifl

Jónína mín hef heyrt um svona dæmi, það ætti nú bara að sekta þá sem valda slíkum útköllum, ég meina sko viljandi.

Heidi! virkilega ég sem ætlaði að mæta

                         Knús til ykkar allra
                           milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Brynja skordal

ja hérna sumum er ekki viðbjargandi eða þannig  En hafðu ljúfan dag milla mín

Brynja skordal, 8.7.2008 kl. 14:47

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skondinn maður.
Knús til þín Brynja mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.