Fyrir svefninn.
8.7.2008 | 21:05
Á síðasta sumri bar svo við, að flokkur reiðmanna,
sem voru í skemmtiferð, kom við á bæ einum norðan lands.
eftir nokkra viðstöðu fóru þeir að tygja sig til brottferðar á ný
og voru komnir út á hlað.
Einn af ferðamönnunum kallaði til sín 11 ára strák,
sem var þar á bænum, rétti honum vasapela og sagði honum að
fylla hann að vatni.
Pelinn var framt að því hálfur af vatnstærum vökva,
og var það spíritus. Strákurinn fór inn með pelann, þefaði úr honum,
fannst vera fýla af því sem í honum var, og hellti því í vaskinn.
Síðan skolaði hann pelann rækilega og fyllti hann af vatni.
Hann fékk manninum pelann, og með það riðu ferðamennirnir úr hlaði.
En ef að líkum lætur, hefur eitthvað verið sagt óþvegið í næsta áningastað.
Eftir hana Ósk.
Góðir Húsvíkingar.
Hér á Húsavík hofum við lengi
borið höfuðið langt yfir menn,
þó að útgerðin falleinkunn fengi,
Þó að fiskiðjan kollvarpist senn.
Enga ferðamenn að okkur hænum
okkar list hér á brauðfótum er.
En það efast þó enginn í bænum
um að úrvalið búi samt hér.
Munu ráðamenn þjóða einhverntíma
vitkast nóg til að halda frið?
Fráleitt sé það fyrir mér
að friðinn megi kenna.
fyrr en harður heimur er
í höndum góðra kvenna.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt mín kæra
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.7.2008 kl. 21:09
Flottur strákur. En mér finnst þetta alveg rökétt. Ef lyktin er vond þá blandarðu ekki einhverju út í það.
Anna Guðný , 8.7.2008 kl. 21:48
Takk fyrir innlitin skjóðurnar mínar, eigið góðan dag.
Kveðja og knús.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.