Engin veit neitt og engin getur tekið af skarið.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki hafa verið með í ráðum
þegar Útlendingastofnun sendi flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu.
Hann segist heldur ekki hafa vitað af brottvísuninni.
Hann segir að ráðuneytið geti tekið málið til efnislegrar meðferðar verði
það kært þangað.
Ekki sé hægt að gefa sér neina niðurstöðu fyrirfram.

Fjallað var um flóttamanninn Paul Ramses á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Hörð gagnrýni á brottvísun hans hefur komið fram hjá einstaka þingmönnum
og varaformanni Samfylkingarinnar.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að farið hafi verið að lögum og reglum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
segir aðalatriðið að dómsmálaráðherra fái málið á sitt borð og hún treysti
honum ágætlega til að fjalla um það.
Aðspurð um hvort það hefðu verið mistök að senda Paul Ramses úr landi
áður en fjallað var um mál hans segir hún að farið hafi verið í öllu að settum
reglum, en skort hafi á að matskenndir þættir málsins væru skoðaðir betur.

Að mínu mati eru þau öll með undanbrögð,
tala um að rétt hafi verið að málinu staðið.
Farið að lögum og reglum, punktur basta búið mál og látið okkur í friði. 
Ingibjörg Sólrún telur að skoða hefði mátt matskennda þætti betur,
en málið er komið inn á borð hjá dómsmálaráðherra og hún treysti honum
ágætlega til að fjalla um það.

það er skítalikt af þessu öllu, versta er að þessir menn halda að við
þegnar landsins séum asnar, eða allavega ætlast til þess að við séum það.
Þar skjálgast þeim hrapalega, nú held ég að við Íslendingar séum vöknuð
til lífsins og látum ekki aðra um að dæma og ráða yfir greind okkar.

Stöndum saman í einu og öllu flottu landsmenn,
við erum ekki þegnar sem eiga að hlýða
.
Gerum það sem hjartað og réttlætið bíður okkur.


 




 


mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er mjög skrítið. Það er óþolandi að það er aldrei neinn sem tekur ábyrgð hérna.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.7.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Tiger

 Uss.. veistu - það er alger skítalykt af þessu máli öllu. Auðvitað átti aldrei að vísa honum bara burt sí sona! Maður verður bara að vona hið besta og að málin verði leyst farsællega. Það þarf að sameina fjölskylduna aftur auðvitað, ekki spurning.

Knús á þig Milla mín og hafðu ljúfa dagsrest ..

Tiger, 8.7.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Tiger minn auðvitað verður að sameina fjölskylduna.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 17:15

4 identicon

Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, það er spurning hvort hann er fyrir hendi.  En ég trúi því að úr þessu máli leysist mjög fljótlega.

Knús til þín Milla mín

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sami rassinn undir þeim öllum B.B.  I.S.G. og G.H.  sorry!!!

Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonum það besta Jónína mín, þeirra og okkar vegna.
Ekki mundi ég vilja vera í þeirra stöðu.

Ía því miður hefur þú rétt fyrir þér.

Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband