Fyrir svefninn.
18.7.2008 | 22:02
Á kjósendafundi í Vestur- Skaftafellssýslu áttu þeir
Lárus Helgason, frambjóðandi framsóknarflokksins
og Gísli Sveinsson, framblóðandi Sjálfstæðisflokksins,
í deilu.
Framsókn var þá við stjórn.
Gísli kvartaði undan ranglæti framsóknarmanna og
bar sig illa undan hlutdrægni þeirra í garð sjálfstæðismanna.
þá gellur Lárus fram í:
,, Já en hver biður þá að vera sjálfstæðismenn?"
Vísa Gests á Hæli um sjálfan sig.
Forsjónin gaf mér feita konu,
forsjónin gaf mér vakran hest,
forsjónin gaf mér fríða sonu,
forsjónin lét mig heita Gest,
forsjónin hverjum færir sitt,
forsjónin lét mig búa á titt.
Íslensk fyndni.
Þegar reðursafnið flutti til Húsavíkur
fylltust karlarnir ótta út af
samanburðinum sem óhjákvæmilega
yrði þegar konurnar færu að skoða safnið,
svo þá vantaði uppörvun.
Stærðin ykkar aldrei tefur
ástarleikinn maður slingur.
Gegnum árin okkur hefur
alveg dugað lítill fingur.
Þessi er eftir hana Ósk.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt mamma og ammasofðu rótt og knúsaðu Neró frá okkur á Laugum, ætla að njóta sólarinnar á morgun.
Halldóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 22:23
Góða nótt elsku Milla
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 22:27
Takk æðislega fyrir komuna Rosalega gaman að fá ykkur í heimsókn. Elmar Sveinn talaði mikið um ykkur daginn eftir og vildi fá ykkur aftur í heimsókn
Gísla Janusi fannst mjög gaman að hitta ykkur enda ansi langt síðan síðast.
Bestu kveðjur
Gulla og fjölskylda
Gulla (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 22:35
Góð vísan hennar Óskar, ég þekki einn sem er búinn að ánafna safninu, reði sínum eftir sinn dag. Góða nótt Milla mín og góða sólarhelgi
Erna, 18.7.2008 kl. 22:55
Gestur kunni nú aldeilis að svara fyrir sig. - Líka góð vísa hjá Ósk. - Hafðu það gott um helgina Milla og góða nótt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:07
Þetta var gott svar hjá henni Ósk við áhyggjum karlanna, það er nú meiri ósköpin hvað það er alltaf hægt að hafa áhyggjur af stærðinni á djásninu.
Ég hef heyrt konur halda því blákalt fram að þær hafi valið sér mann eftir stærðinni og hafi skoðað skóstærðina í því samhengi, en ég held nú að þær hljóti að vera að ýkja, þær eru reyndar af erlendu bergi brotnar, kannski það sé öðruvísi hugsun hjá þeim, en það er mikið búið að hlæja að þessum lýsingu þeirra með skóna.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:48
Góða nótt mín kæra
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:04
Ástarkveðjur og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:19
Takk fyrir þetta og góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 03:23
´Góðan daginn allar skjóður minnar síðu.
Dóra mín og gullmolarnir mínir skal knúsa Neró, kemst reyndar ekki að honum núna litla ljósið er hjá okkur og hann er bara hjá henni,
Þau sofa bæði enn þá.
Knús á þig Ásdís mín.
Gulla mín takk sömuleiðis fyrir okkur það er alltaf gaman að sjá ykkur
Kíki reyndar á ykkur á hverjum morgni því þið eruð í safninu á ísskápnum hjá mér, þegar ég sest með morgunmatinn horfi ég yfir myndirnar mínar og fyllist gleði.
Þeir eru bara yndislegir drengirnir þínir og kærar kveðjur til ykkar allra frá okkur gamla settinu á Húsavík.
Erna er hann eitthvað spes? knús
Lilja mín þær eru bara snilld þessar sögur og vísur.
Sammála er ég þér Jónína mín, ætíð hefur þetta verið í umræðunni.
Já skóstærðina, hef bara heyrt því fleygt að litlir menn hafi stórt tippi,
en held líka að það sé vitleysa.
Trúi því vel að hlátursefni hafi þetta verið.Knús
Rósin mín Linda og Sigrún knús til ykkar
Kveðjur í góðann dagguys.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.