Svartsýnistal náttúruverndarsinna.

Ég hef nú talið mig náttúruverndarsinna, því ég vill að það sé gengið
vel um landið mitt.
Annan kost hefði ég talið betri, en álver á Bakka við Húsavík,
hefði hann verið í boði, hann er bara ekki í boði hefur ekki verið fundinn
upp enn þá.
Þeir sem eru að tala um eitthvað annað sé hægt að gera
til að skapa atvinnu, sem hefur farið þverandi síðastliðin 25 ár eða svo
geta reynt að finna þetta annað næstu 25 árin, en þangað til vill ég fá álver,
Það skapar atvinnu, og þar af leiðandi bjartsýni, stöðuleika og samstarf um
allt mögulegt hér norðan heiða.

Þó svo að talan breytist úr 250 þúsund tonnum í 346 þúsund tonn,
þarf ekki að virkja Skjálfandafljót eða Jökulsárnar á norðurlandi.
Það er aldeilis orkan sem sumir halda að við þurfum í eitt álver.

Talið er að næg orka fáist með virkjun jarðvarma, nú ef ekki þá
kaupa þeir bara orku frá Kárahnjúka-virkjun,
eiga þeir ekki nægilega orku afgangs, bara spyr.

Byggist þetta tal allt um virkjanir upp á hræðsluáróðri, eða hvað?

Smá vísa.
                        Visku máttu af þér gefa
                        veitir ekki af því hér,
                        talin ljóska ekki að efa
                        spjótin hrannast öll að mér.

Góðar stundir.


mbl.is Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágæta unga kona.

Hefur þér nokkurntíman dottið í hug hvernig því blessaða fólki líður sem ekki getur komið sér upp álverum?

Hefur þér nokkurntíman dottið í hug að spyrja af hverju Alcoa borgar fyrir flutning á súráli á skipum til Íslands og borgar svo fyrir flutning á álinu til baka? Eða heldurðu kannski að virkjanleg fallvötn finnist hvergi nær markaðnum en hér og þar með kostnaðarminni flutningi?

Hefur þér aldrei dottið í hug að það sé verið að nota okkur?

Er það ekki frekar snautleg tilfinning að vita að maður sé notaður?

Hefur þér aldrei dottið í hug að það sé niðurlægjandi fyrir forna þingeyska stoltið að liggja á hnjánum fyrir erlendum gróðapungum?

Ætli Sigurður Jónsson frá Arnarvatni og allir þeir aðrir andans risar sem þetta fagra hérað fóstraði hefðu trúað þessu ef einhver hefði spáð? -Hefði spáð því að þegar draumurinn um almenna menntun og bættar samgöngur hefði ræst, þá stæðu Þingeyingar örbjarga uppi og vældu: "En á hverju eigum við nú að lifa?"

Í guðs bænum ekki svara þessu með því að ég sé kaffihúsasötrari á 101 svæðinu og hafi aldrei dýft hendi í kalt vatn. Ég er nefnilega nokkrum árum eldri en þú og hef þurft að hafa þó nokkuð fyrir lífinu með vinnu bæð á sjó og landi,-já bara andskoti erfiðri vinnu oft og tíðum.  

Nú á andinn óðul sín

í álveri sem reis við Bakka!

Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einlæglega til þín Árni, ég mundi aldrei og hef aldrei úttalað mig um neina kaffihúsasötrara, annars frekar hlægilegt orð sem sumir bloggarar hafa viðhaft. Þurfum við ekki öll að drekka kaffi eða te og ekkert er nú skemmtilegra en að njóta þess í góðra vina hópi.
Svo ef þú ert á ferðinni þá ertu velkomin í kaffi til okkar.

Já ætli þú sér nú nokkuð mikið eldri en ég allavega munum við bæði tímana tvenna, trúlega bæði í vinnu og virðingu.
hef hugleitt það sem þú talar um margoft í áranna rás, það er nefnilega ekki rétt að byrja að við séum notuð af einhverjum sem komið hafa inn í okkar fagra land.
Verst þykir mér nú samt er okkar háttvirtu ráðamenn nota okkur.

Rétt hjá þér frekar snautleg tilfinning, að vera notaður, man vel árin eftir stríð er konur neyddust til að vinna hörðum höndum og voru þar af leiðandi notaðar fyrir skítakaup.

Að reisa álver er að mínu mati að skapa sér atvinnu og báðir aðilar hafa not af. Við þurfum atvinnu, hefur þú aðra tillögu?

Við vitum nú eigi hvað þeir hefðu gert stórmennin sem þessa sýslu byggðu og vernduðu ef vantað hefði atvinnu, ætli þeir hefðu ekki bara samþykkt álver, fyrirgefðu Árni hvenær hafa ekki Íslendingar legið á hnjánum fyrir erlendum auðmönnum? Þú hefur eflaust lesið sögu okkar, meira að segja krupu Íslenskir auðmenn fyrir æðri auðmönnum
til að fá að halda sínu.

Bættar samgöngur eru af hinu góða, en þær duga skammt ef fólk vill búa á heimaslóðum en hefur enga atvinnu.

Menntun er öllum nauðsynleg svo lagt sem hver og einn velur sér.
Það er engin skömm að vera eigi menntaður.
Þeir höfðu eigi mikla menntun stórbændur fyrri ára.

Langar til að segja þér að ég er ekki Þingeyingur, en börnin mín eru það, ég er fædd og upp alin í Reykjavík, en að vestan að mestu leiti.

Ég hef bara sagt mína skoðun eins og hún er í dag, hún breytist örugglega. Eitt breytist aldrei. Ég styð náttúruvernd svo langt sem það nær, segi að þetta tvennt geti farið saman náttúruvernd og álver.

Gaman að fá þitt innlegg og kveðja til þín Árni Gunnarsson.

 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér eru góðar og þarfar umræður í gangi.  Sem Þingeyingur treysti ég heimamönnum fyrir þessari ákvörðun, ég bý ekki lengur fyrir norðan. Enga hef ég þó þekkt sem eru trúrri náttúru landsins en mínir heimamenn, nema ef til jafns skildi. Öll erum við elsk að landi okkar og viljum því sem besta umgengni, er það ekki?? alltaf eru þó til undantekningar þar eins og annarsstaðar.  Ég veit ekki hvað þeir hefðu gert mínir öldnu frændur í Mývatnssveit og víðar hefðu þeim boðist slík atvinnutækifæri fyrir 80 árum eða skemur. Held samt að menn hefðu gleypt við tækifærinu.  Ekki er gott að láta nota sig, satt er það en er þetta ekki víða í mannlífinu, notar einn annan og svo finnst jafnvel báðum að þeir haf haft sigur. Kær kveðja Milla mín og ég vona að vel rætist úr vinnumálum, vil síður sjá Skjálfandafljót virkjað, en ég ræð víst engu. Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágætu konur: Mikið óskaplega er gott að geta rætt þessi viðkvæmu mál án þess að viðmælandinn/viðmælendurnir missi sig í fúkyrði orðvana, rökvana og skilningsvana.

Þú titlar þessa færslu þína: Svartsýnistal náttúruverndarsinna  

Getur það hugsast að þú hafir í einhverjum viðteknum skilningi dagsins snúið á haus þessum samanburði á álverssinnum/umhverfissinnum; og að það séu álverssinnar sem eru svartsýnismenn þegar upp er staðið? Það er mín skoðun.

Ég veit að þú ert ágætlega greind kona og ég trúi þér þegar þu segist vera umhverfissinnuð. Ég meira að segja sé það á myndinni, efst í myndaalbúinu þínu og textanum sem henni fylgir. Þú spyrð mig hvaða aðra möguleika ég sjái til atvinnu fyrir þetta hérað? Þetta er ekki góð spurning, hvorki fyrir þig né mig. Hún er krafa um að ég bendi íbúum Húsavíkur og nágrennis á aðrar lausnir en álver!

Nú er það svo að ég er ekki búsettur á þessu svæði og þekki sáralítið til aðstæðna. Væri ég heimamaður þarna og í sveitarstjórn þá vil ég reyna að fullvissa þig um að ég gæti bent á aðrar lausnir. Ég man ekki betur en að hvert starf í álverinu á Reyðarfirði kosti 300 milljónir!

Ætlar þú að segja mér að Þingeyingar séu svo steingeldir á sviðum sjálfsbjargar og hugmyndaauðgi að þeir gætu ekki skapað 30 störf á eigin forsendum fyrir 9 milljarða? Auðvitað gætu þeir það, það vitum við bæði. Málið er að stjórnvöld hafa komist að því fyrir alllöngu að þau ættu að segja fólki hvað það eigi að gera og við hvað það eigi að vinna. Þetta er sama hugmyndafræði og kommúnistar í Sovétríkjunum notuðu og mistókst eins og allur heimurinn veit. En þegar frjálshyggjumenn á Íslandi voru búnir að jafna sig eftir öll háðsöskrin og skellihláturinn yfir óförum kommúnistanna þá tóku þeir upp aðferðarfræðina með spekingssvip; settu stefnuna á áætlunarbúskapinn og kölluðu það "markvissa stefnu til bættra lífskjara."

Álver og olíuhreinsistöð eru núna ekki bara fyrstu hugmyndir stjórnvalda okkar til atvinnusköpunar og aukningar þjóðartekna heldur einu hugmyndirnar!

Finnst ykkur þetta boðlegt?

Getum við sæst á að láta nota okkur vegna þess að það hefur verið gert svo lengi?

Húsvíkingar eiga aðgang að góðum og gjöfulum fiskimiðum. Af óskiljanlegri ástæðu er þeim bannað að sækja í þessa auðlind nema þeir hafi keypt fyrir ofurverð aðganginn að henni af þeim sem lifa á því að leigja óveiddan fisk. Verðið er stjarnfræðilegt og helgast af eftirspurn sem neyðin stýrir með dyggri hjálp Hafró sem LÍÚ stýrir eins og allir vita.

Á aldafjórðungi hefur Hafró náð þeim frábæra árangri að nú leyfist að veiða tæpan þriðjung þess afla sem við veiddum áður en stjórn Hafró tók völdin. Rússar og Norðmenn áttu sína Hafró sem ráðlagði 110 þús. tonna veiðar af þorski í Barentshafi árið 2000. Þessar þjóðir ákváðu að hafa næstum að engu þessa ráðgjöf og veiddu í það minnsta þrefalt fyrsta árið og eiga núna eftir 8 ár jafnstöðuafla upp á 450 þús. tonn! Þetta er leyndarmál á Íslandi. En af hverju?

Togarasjómaður sem hringdi í mig í morgun sagði mér frá því að skipið hans væri í landi til að skipa upp afla eftir 2ja vikna túr. Þeir áttu að vera úti í mánuð en voru búnir að fylla. Þeir voru að veiða ufsa en urðu þráfaldlega að flýja af Halamiðunum og úr Reykjarfarðarálnum vegna stórþorsks sem ekki var kvóti til fyrir. Hann sagði þetta vera reynslu allra skipstjóra kringum landið. Og svona er ástandið á grunnmiðum okkar líka allt kringum land.

Hringir þetta engum bjöllum þegar vitað er að ef aukið yrði við veiðikvótann myndu kvótaeigendur- lénsherrarnir fá lægra verð hjá leiguliðunum?  

"Ég ræð víst engu," segir þú Ásdís mín. Þetta er ekki rétt. Á fjögra ára fresti eru valdsmenn okkar umboðslausir. Ef við veitum þeim umboð okkar sem við sjáum að hefur mistekist þá erum við að biðja þá um að gera það aftur.

Þegar ég var atvinnurekandi sagði ég mönnum upp sem ég gat ekki treyst. Og ég réði aðra í staðinn, reiðubúinn til að reka þá líka ef þeir stóðu sig ekki í vinnunni.

Stjórnvöld fyrirlíta kjósendur sína og komast upp með það.

Bestu kveðjur til ykkar allra!

Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 15:25

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mæti Árni takk fyrir að svara, Við sem hér ritum yfirleitt erum ekki þekktar fyrir að bíta nema okkur sé sýnd vanvirðing, sem þú hefur ekki gert, svo okkur er það sönn ánægja að ræða við þig.

Ég tala nú um svartsýnistal náttúruverndarsinna vegna þess að ég vill ekki trúa því að komi til virkjunar Skjálfandafljóts eða jökulsárnar í Skagafirði, en hef að öðru leiti ekkert á móti þeim frekar en öðru fólki.
Ég virði ætíð skoðanir annarra og ætlast til að aðrir virði mínar.
En ef að það er eigi hægt að ræða saman án þess að hnútuhastast,
Þá sleppi ég oftast þeim samræðum.

En Árni margt er búið að reyna og allt hefur farið á hausinn vegna þess að það vantar þolinmóða peninga að láni, einnig er nauðsynlegt er fyrirtæki fá slíkt fjármagn að það sé eftirlit með eyðslu þess fyrirtækis.

Ég er nú búin að lifa við fisklyktina í tuga ára bara mér til ánægju, nú eru breyttir tímar frá því að fiskurinn flaut út úr öllum stíum í Sandgerði og víðar, ég ók þar um í ferð minni suður á dögunum
fékk tár í augun þetta er steindauður bær.
Á Húsavík hefur þetta farið niður á við undanfarin x mörg ár, þekki það vel, er búin að búa hér í 3 ár en komið hér í tuga ára.

Þesskonar sögur af þorskinum okkar hef ég heyrt, og ekki er ég að skilja að hafró skuli komast upp með slíka úthlutun, en auðvitað er þeim stjórnað af auðvaldinu.

Enn hver á að skaffa okkur 9 miljarða ekki Ríkisvaldið það er á tæru.

Þú talar um er þú varst atvinnurekandi, þá hafir þú rekið þá sem eigi stóðu sig í vinnunni, frábært að heyra, nú til dags er bara fullt af fólki sem er í vinnu bara til að hirða launin sín.
fjölskylda mín átti fyrirtæki er ég var að alast upp þá unnu allir vel,
meira að segja þeir sem áttu við erfiðleika að stríða, fólki datt ekki annað í hug en að vinna vel fyrir sínu kaupi, enda fengu allir góðan bónus er hátíðir og annað kom upp á.

Í dag er vinnumarkaðurinn að stórum hluta í vandræðum með sitt fólk,
það sagði mér vinur minn einn sem rekur sjoppu sem svona allt fæst í
að ungt fólk 17-18 ára kynni ekki einu sinni að vinda tusku hvað þá að skúra.

Að sjálfsögðu þarf að kenna ráðamönnum þessa lands að skúra
og gott ef þeir þurfa ekki að fara í langskólanám til að læra til hlítar
að skúra vel.

                          Kveðja til þín Árni Gunnarsson.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 16:37

7 Smámynd: Heidi Strand

Góð samanburð hjá þér Árni með austantjáldslöndunum. það eru margar hugmyndir sem íslendingar hafa fengið þaðan.
Hvers vegna haldið þið að Alcoa vildi flytja hluta  starfsemina til Íslands?

Heidi Strand, 19.7.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband