Getur fólk ekki gert þetta löglega?

Hef nú aldrei haft neitt á móti mótmælum, en það má til að fara
löglega að slíkum málum, bara til að skaða ekki sjálfan sig og aðra.

Ég hlusta miklu frekar á þá sem fara rétt að þessu, 
gera þetta að svolitlum sirkus það er svo skemmtilegt
og ekki er hægt að kæra neinn fyrir það.

Það er nefnilega málið kæra fólk að hægt er að vekja athygli á
málstaðnum, en engin áhrif getur það haft nema að byrja miklu fyrr.

Ég veit að þetta er vist ofbeldi á okkar þjóð að reisa álver, en margt
ofbeldið er verra en þetta.

Get ég bent á ofbeldi gegn mannréttindum, ofbeldi gagnvart börnum
og ungu fólki, konum og lengi gæti ég talið.
Getið þið kannski staðið vörð um það líka
?

                      Kveðja.

Eitt verðum við að hafa hugfast, atvinnu verðum við að hafa.
ef nú aldrei haft neitt á móti mótmælum, en mér finnst nú
að fólk þurfi að gera þetta á sem löglegasta hátt svo það
skaði ekki sjálfan sig og aðra.
Fólk af mörgum þjóðernum ferðast á milli landa til að mótmæla
hinu og þessu sem er bara allt í lagi,


mbl.is Einn handtekinn í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðgerðir samtakanna hafa einkennst af glæpum og ófyrirlitningu.  Þökkum fyrir að enginn slasist í aðgerðum eins og þessum.  Klifra upp í krana, hvað er þetta fólk að hugsa.  Rennur stoðum undir kenningar manna að fólkið sé í "annarlegu" ástandi.  Ekki hægt að fullyrða en af verkunum að dæma er ekki allt í lagi hjá þessu fólki.

Páll (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég ætla að biðja þig Páll að koma eigi hér inn með fullyrðingar sem þú hefur ekkert fyrir þér í. Ég hef þekkt fólk í þessum samtökum og það er ekkert annarlegt við það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: kaptein ÍSLAND

nei bara fólk með gott hjarta fyrir íslandi og finnur til þegar fyrirtæki  eins og alcoa vilja skemma það ;)

kaptein ÍSLAND, 19.7.2008 kl. 18:24

4 identicon

"Það er nefnilega málið kæra fólk að hægt er að vekja athygli á
málstaðnum, en engin áhrif getur það haft nema að byrja miklu fyrr."

Þetta finnst mér dásamlegt. Það er nefnilega einkenni á allri umhverfisvernarbaráttu að hún byrjar um leið og umræðan fer í gang. Hún vekur hinsvegar litla athygli og hefur engin áhrif fyrr en farið er út í harðar aðgerðir.  Enda hefur þú líklega litla hugmynd um öll þau bréfa og blaðaskrif, fundi með ráðherrum, undirskriftalista og ráðstefnur sem umhverfissamtök hafa staðið fyrir í mörg ár. Þú manst hinsvegar eftir því ef einhver klifrar i krana.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:26

5 identicon

"Get ég bent á ofbeldi gegn mannréttindum, ofbeldi gagnvart börnum og ungu fólki, konum og lengi gæti ég talið.  Getið þið kannski staðið vörð um það líka?"

Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni er þessi barátta öðrum þræði mannréttindabarátta, þar sem náttúruspjöll vinna miklum fjölda varnarlauss fjölskyldufólks mikinn skaða, auk þess sem þessi fyrirtæki þrífast beinlínis á mannréttindabrotum og hernaði. Sjá t.d

http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/595028

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:30

6 identicon

Sæl Guðrún

Var ekki að fullyrða og veit það vel að misjafn sauður er í mörgu fé.  Tel það víst að innan samtakanna sé heiðarlegt og gott fól en aðferðirnar eru kol rangar.  Ég gæti hugsað að sá sem klifrar í krana er ansi kræfur og jafnvel í einhverju ástandi þó ég fullyrði ekkert.  Ítreka þó að það er ólíklegt að þetta fólk hafi verið í annarlegu ástandi en hef þó heyrt því fleygt fram að slíkt hafi verið talið í fyrra fyrir austan.  Sennilega bara gróusögur, en vona að hópurinn hætti þessum lögbrotum og einblíni á friðsamleg mótmæli.  Þú sást það væntanlega Guðrún að ég var ekki að fullyrða, höfum það á tæru.

Eva er vel skrifandi og klár kona en þegar hún er að réttlæta ólöglegar aðgerðir þá er maður virkilega hissa.  Umhverfisverndarsamtök verða að skilja það að ráðamenn taka ákvarðanir sem eru okkur til heilla, ekki er maður alltaf sammála en verður að sætta sig við.  Álverið í Helguvík er of langt komið og ekki hægt að stoppa framkvæmd, það er löngu vitað.

Baráttan á rétt á sér, þá stunduð á löglegan hátt.

Páll (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 19:00

7 identicon

Reyndar er m.a.s. lögreglan búin að gefa það út að þessi mótmæli hafi verið friðsamleg en þrátt fyrir það eru bloggarar sem voru ekki einu sinni á staðnum alveg tilbúnir til að fimbulfamba um hryðjuverk og glæpastarfsemi.

Það er fullkomið kjaftæði að maður verði alltaf að sætta sig við ákvarðanir ráðamanna enda langt í frá að þær séu ætíð til heilla. Þrælahald í Ameríku var á sínum tíma ákvörðun stjórnvalda, aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku líka, ráðamenn ákváðu að konur skyldu ekki hafa kosningarétt og það eru stjórnvöld í Bandaríkjunum sem hafa ákveðið að beita því sem allir aðrir kalla pyndingar í Guantonamo. Sem betur fer hefur alla tíð verið til fólk sem sættir sig ekki við slík "heillaráð". Það snilldarráði stjórnvalda að gefa örfáum stórfyrirtækjum vald til að stjórna heiminum, eyða jörðinni og þrautpína stóran hluta jarðarbúa er heldur ekki eitthvað sem við ætlum bara að sætta okkur við. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 19:13

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Umhverfisverndarsamtök verða að skija það að ráðamenn taka ákvarðanir sem eru okkur til heilla....

Ekki tók nú langan tíma að komast til botns í þessu vandræðamáli.

Ég hálfskammast mín nú fyrir að hafa ekki gert mér grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að ráðamenn eru óskeikulir með að vinna okkur öllum til heilla.

Mikill auli get ég verið!

Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 19:17

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:19

10 identicon

Eva - þú berð ekki ákvarðanir með þrælahald og aðskilnaðarstefnuna saman við ákvörðun stjórnvalda að skapa hér atvinnu og tekjur fyrir þjóðarbúið?  Þú afsakar en það er glórulaust og tel ég nú að þú vitir betur en það.

Árni - sæll , þú veist það auðvitað að ákvarðanir stjórnmálamanna eru oft umdeildar og sjaldnast allir sammála en trúi ekki öðru en menn taki ákvarðanir sem þeir telja landi og þegnum til heilla.

Hvað stóriðju varðar þá er það löngu vitað að hvergi mengar minna en hér á landi að starfrækja Álver og við eigum auðlindirnar til.  Hví ekki að nýta þær.  Álver eru ekki svona slæm eins og sumir vilja af láta, talaðu við starfsmenn hjá þessum fyrirtækjum sem eru mjög sáttir.

Páll (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 19:27

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kaptein ÍSLAND. það er nú gott að hafa hjartalagið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:06

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva eitt ætla ég að benda þér á að blogg mitt er ekki neikvætt.

Þetta finnst mér dásamlegt. Það er nefnilega einkenni á allri umhverfisvarnarbaráttu að hún byrjar um leið og umræðan fer í gang. Hún vekur hinsvegar litla athygli og hefur engin áhrif fyrr en farið er út í harðar aðgerðir.  Enda hefur þú líklega litla hugmynd um öll þau bréfa og blaðaskrif, fundi með ráðherrum, undirskriftalista og ráðstefnur sem umhverfissamtök hafa staðið fyrir í mörg ár. Þú manst hinsvegar eftir því ef einhver klifrar i krana.

Ég þarf nú ekki að afsaka mig, en ætli ég hleri ekki fréttir um þessi mál sem önnur, þarna ert þú með fullyrðingar um mína hugarmynd
sem þú veist ekkert um mín kæra. Eva mín man ég bara ef einhver klifrar í krana?

Þú gleymdir að taka þetta með.


Ég veit að þetta er vist ofbeldi á okkar þjóð að reisa álver, en margt ofbeldið er verra en þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:23

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú átt hæðnina til Árni það er bara gott,
stundum er maður óttalegur auli.
         Kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:25

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús knús Linda mín.
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:26

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Höfum það á tæru Páll sem engin veit hver er, ef þú varst ekki að fullyrða þá segjum við það.
Segðu mér trúir þú því virkilega að ráðamenn þessa lands sé ávallt að huga að okkar hag í öllu sem þeir gera?
Ég tel aftur á móti að það sé afar sjaldan sem þeir hafa gert það undanfarinn tuga ára, eða kannski aldrei.
Auðvaldið ræður.

Allar framkvæmdir Páll eru of langt gengnar til þess að það sé hægt að stoppa þær, er þær komast í hámæli.
Þetta er mín skoðun, þú hefur svo þína.
Veistu einu sinni var ég svona línukona eins og ég held að þú sért,
ekki illa meint. Kveðja til þín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:38

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Líf og fjör hérna !!  er ekki blíða hjá þér? og mæran lekur út um alla glugga??  góða skemmtun um helgina.  Knús Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 20:41

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég ætla nú ekki að fara inn í svörin þín Páll til Árna og Evu.
Við erum öll alveg ágætis fólk að ég held, gaman að fá ykkur inn í umræðuna. Ég fer fram á að fólk sem hér kemur inn beri virðingu fyrir skoðunum hvors annars, þess vegna bað ég þig um þetta Páll, en það er á tæru að við erum búin að skúra það út.
                    Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:47

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín mæran vellur út um allt, ég er í bleika hverfinu, svo maður verður að setja út eitthvað bleikt.
Mæran og Sænskir dagar byrja á morgun, og það verður líf og fjör,
eins og í umræðunum hér.
Knús til ykkar beggja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 20:50

19 identicon

Sæl aftur

já við erum hér sum sammála um að vera ósammála.  Síðan þín er skemmtileg og einnig hef ég mikið gaman af Evu og Árna sem er algjör gimsteinn.

Þakka fjörið...

Páll (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:41

20 identicon

Guðrún Emilía: Mér þykir leitt ef mitt svar virkar eins og ég sé í átökum við óvin, það var ekki ætlunin. Ég er búin að svara mörgum neikvæðum athugasemdur í dag og hefði sjálfsagt þurft að vanda mig betur og skipta aðeins um ritstíl. Ég var að reyna að benda á að það er nauðsynlegt að nota aðgerðir sem vekja eftirtekt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:44

21 identicon

Páll: Sömu hvatir liggja að baki þrælahaldi og aðskilnaðarstefnu og stóriðjustefnunni; að auka arðsemi, hvað sem það kostar. Ofsagróði álrisanna færir Íslendingum einhverjar ruður til viðbótar (þótt auðvitað séu það aðallega eigendur fyrirtækjanna sem hirða gróðann) en víða um heim þjáist fólk vegna mannréttindabrota í þágu þessara sömu fyrirtækja og við seljum raforku á spottprís. Hundruð þúsunda eru á vergangi í Indlandi, í Kína hafa fátækir bændur misst jarðir sínar og í Mexíkó rekur Alcoa þrælabúðir. 

Þetta er því fullkomlega sambærileg barátta og gott og rétt að nota allar tækar aðferðir aðrar en líkamlegt ofbeldi, til að koma höggi á þessi viðurstyggilegu glæpafyrirtæki.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:44

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Páll, já mér hugnast vel að fá Árna hér inn hann er mjög rökfastur og frábær penni og ekki er hann með hnútukast af neinu tagi. Segðu mér Páll af hverju ert þú ekki með síðu?
Ekki að mér komi það neitt við, en ef þú hefur gaman af svona rökræðum þá er miklu skemmtilegra að vera með síðu.
Kveðja til þín og eigðu góðan dag í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 07:12

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú í lagi Eva mín, auðvitað þarf að nota aðferðir sem vekja eftirtekt annarra, en það er ætíð spurningin hvar og hvenær.
Í sannleika sagt finnst mér fyrst núna í tuga ára fólk vera að mótmæla hinum ýmsu málum.

Ég til dæmis studdi ég trukkarana um daginn fannst þetta frábært hjá þeim, þar til að þeir fóru að hrópa út að það væri nær að hjálpa þeim frekar en bágstöddum utan úr heimi, ég vill að við reynum eins og við getum að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, en við björgum ekki heiminum, geri mér alveg grein fyrir því.
Eva mín, við verðum að hafa atvinnu, ég er að horfa upp á byggðarlagið sem ég bý í núna doðrast niður og það er ekki gott.

Það er svo margt sem hægt er að ræða um í málefnum heimsins,
en megum ekki stefna bara á eina línu, það eru nefnilega til fleiri.
Allt sem við erum að stefna að í hinu alþjóða samfélagi er á uppleið
en langt er í land enn, þetta kemur, en sjálfsagt lifi ég það ekki, en ég veit að þið unga fólkið haldið áfram, en mundu ætíð að gera það sem hjartað býður þér.

Eva veistu það að gott er að þeir geta ekki rekið þrælabúðir á
Íslandi, þeir mundu ekki komast upp með það.
Því við erum komin út úr moldarkofunum hvað það snertir.
En það er svo með auðhringina og hefur alla tíð verið að ruðurnar fáum við og ekkert annað, en hærri ruður fáum við en þeir sem eru í þrælabúðunum.
Á meðan við erum að vinna að því að fá hærri ruður, sem við ættum að leggja meiri áherslu á, þá sættum við okkur við það sem við fáum, því Íslendingar eru ekki enn þá búnir að fatta að þeir hafa val.
En Eva mín ég er ekki með svona aðgerðum, mér finnst fólk vera að gera lítið úr sér, og ég vill ekki að fólk geri það.
En þetta eru nú bara mínar skoðanir.
Kveðja til þín og eigðu góðan dag í dag.

              

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 07:45

24 identicon

Takk fyrir góðar óskir Guðrún og sömuleiðis. Þú ert ekki ein um að hafa efasemdir um borgaralega óhlýðni og sú skoðun á vitanlega fullan rétt á sér. Mig langar þó að vita hvaða aðferðir aðrar hugnast þér betur. 

Þær aðgerðir sem við höfum notað hingað til eru eftirfarandi:

-Formleg bréfaskrif þar sem einstaka virkjun er mótmælt með góðum rökum 

-Formleg bréf til höfuðstöðva álfyrirtækja (sem aldrei er svarað) 

-Undirskriftasafnanir

-Pistlaskrif á blogg og í blöð í ýmsum löndum

-Persónuleg bréfaskrif til fyrrum iðnaðar- og núverandi umhverfisráðherra (sem ekki hefur verið svarað)

-Persónuleg viðtöl við umhverfisráðherra

-Fundir með  forsvarsmönnum Alcan og Alcoa t.d. í Bandaríkjunum

-Útgáfa kynningarefnis

-Ráðstefnur og kynningarfundir

-Blaðamannafundir

-Hefðbundnar mótmælasamkomur með skiltaburði og slagorðum 

-Kynnisferðir á slóðir sem Landsvirkjun er að sölsa undir sig

-Fræðslu- og kynningarstarf meðal umhverfishreyfinga í Evrópu 

-Ýmsar listrænar uppákomur hérlendis sem erlendis (þetta er líklega sú aðferð sem Saving Iceland hefur lagt mesta vinnu í)

-Vinnustöðvun hjá orku- og álfyrirtækjum 

Aðrir hópar sem vinna að umhverfisvernd hafa notað sömu aðferðir að vinnustöðvun undanskilinni, auk þess sem skrifuð hefur verið heil bók um aðra kosti í atvinnulífinu (áliðnaðurinn skilar ekki nema um 5% af þjóðartekjum okkar, þótt margir virðist halda að við lifum á áli) og stofnaður heill stjórnmálaflokkur í nafni umhverfissjónarmiða.

Tilgangur Saving Iceland er fyrst og fremst sá að halda vöku almennings (við höfum ekki mannafla og fjármagn til að knéstetja áliðnaðinn ein)  svo nú spyr ég, hvaða aðgerðir hafa vakið mesta athygli og umræðu meðal almennings?

Hverskonar aðgerðir telur þú vænlegastar til árangurs?

Ath að okkur er alveg sama hvort einhver álítur að við séum að gera lítið úr okkur, við erum ekki í neinni vinsælakeppni, ég er bara að fiska eftir tillögum að því sem fólk sem vill ekki að ramma laganna sé ögrað, telur árangursríkt. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 09:29

25 identicon

A hverju gasa þeir ekki þetta pakk,nú væri ínt að Löggan væri komin með taserinn

Steini (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:01

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Eva gaman að sjá þig aftur, margt og mikið gæti ég sagt og talið upp um mannréttindabrot í gegnum tíðina og gæti það tekið allan daginn, en hér koma bara smá svör.

-Formleg bréfaskrif þar sem einstaka virkjun er mótmælt með góðum rökum
.
En Eva mín þeir hlusta hvorki á ykkur eða neinn annan.
Hvað eru góð rök í þeirra eyru, þau verða nú að henta þeim
.

Formleg bréf til höfuðstöðva álfyrirtækja (sem aldrei er svarað)
Áttuð þið von á því?

-Undirskriftasafnanir.
bara af hinu góða, en þeir fara beint í tætarann

Pistlaskrif á blogg og í blöð í ýmsum löndum
Flott mál, fólk kannski les það.


Persónuleg bréfaskrif til fyrrum iðnaðar- og núverandi umhverfisráðherra (sem ekki hefur verið svarað
Þeir virða það nú ekki að svara svona löguðu,
að þeirra mati hlýtur það að vera fyrir neðan þeirra virðingu.
Persónuleg viðtöl við umhverfisráðherra

-Fundir með  forsvarsmönnum Alcan og Alcoa t.d. í Bandaríkjunum
Hlusta þeir?

-Útgáfa kynningarefnis
hef ekki séð neina bæklinga svo ég muni.

-Ráðstefnur og kynningarfundir
Ef ég hefði tök á að sækja svoleiðis fundi þá kæmi ég.
kemur fólk á þessar kynningar sem er efins um ykkar hag?

-Blaðamannafundir
Það er af hinu góða, hljóta að birta það sem þar er sagt.

Hefðbundnar mótmælasamkomur með skiltaburði og slagorðum 
hefur ekkert að segja, held ekki.

-Kynnisferðir á slóðir sem Landsvirkjun er að sölsa undir sig
En fólk trúir aldrei fyrr en komin er staðreynd.

-Fræðslu- og kynningarstarf meðal umhverfishreyfinga í Evrópu
Það sem hefur mest áhrif á mig er fræðsla og myndbönd þar sem ég sé svart á hvítu hvernig farið er með allt sem órétti er beitt,
þá meina ég bæði fólk, dýr, lönd.

-Ýmsar listrænar uppákomur hérlendis sem erlendis (þetta er líklega sú aðferð sem Saving Iceland hefur lagt mesta vinnu í)
Ef þessu yrði breytt í uppákomur með staðreyndum svo lifandi að fólk fengi sjokk við að horfa á, myndbönd á risaskjá í baksýn.
Fólk er nefnilega orðið svo róbótað að það er hætt að stoppa við og skoða það sem skiptir máli, ekki bara á þessu sviði heldur öllum sviðum.

-Vinnustöðvun hjá orku- og álfyrirtækjum
Er ekki með því, það skaðar bara málstaðinn.
Það er ekki tekið mark á réttum stöðum, hefst ekkert út úr því.

Eva mín ég er nú bara að svara þér með mínum skoðunum
og að mörgu leiti með minni reynslu úr lífinu, hef eigi neitt á móti ykkar aðgerðum svo framalega sem þið gerið þetta á löglegan hátt,
en það kemur mér heldur ekkert við, en hef afar gaman að spjalla við þig.
Eins og ég sagði hér að ofan þá vill ég ekki sjá Norðurþing drabbast niður, svo ég vill álver á Bakka við Húsavík.
Þó ég kvíði fyrir öllu því sem því fylgir á meðan á uppbyggingu stendur.

Eitt lærði ég mjög snemma á lífsleiðinni, það var að vera diplómatískur
Svo langt getur þú og allt þitt fólk gengið í þeim málum,
að jaðri við ósvífni, passa bara að fara ekki yfir strikið.

Góðar kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 12:40

27 identicon

Ég þakka bara fyrir það að við erum ekki með ALVÖRU eco-terrorista eins og E.L.F. ;) Þá má, fyrir mig, hafa Saving Iceland hérna. Illu skárri en aðrir hópar, sem eru þekktir fyrir meiri eignarspjöll en Saving Iceland hefur nokkur tíman komið með.

M.Þ (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 13:48

28 identicon

 Sæl aftur

Ætla mér að smíða síðu eftir sumarfrí, kem þá aftur og tek virkari þátt.  Þakka samt kærlega fyrir mig í bili.  Tek undir með Evu að stundum þarf maður að vanda sig betur.  Er dyggur lesandi síðunnar hjá Árna, alveg ótrúlega skemmtilegur.  Hef verið að lesa meira að undanförnu og þetta er bara ansi fjörugt.

Hafið það gott,

Páll (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 13:53

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Páll á stundum er mikið fjör og oftar en ekki bara skemmtilegt,
Það verður gaman að fá þig til okkar með síðu.
Góðar kveðjur í sumarfríið.
Milla. á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.