Fyrir Svefninn. Nú skulu allir lesa. koma nú!
19.7.2008 | 21:16
Hvað eru margir bara í Reykjavík sem þurfa á liðveislu að halda
en fá ekki, vegna, Já vegna hvers? góð spurning.
Hvað eru margir sem eru heima hjá sér, láta sér leiðast langar
til að gera eitthvað smá í viku hverri, en hafa ekki haft sig í það
einhverra hluta vegna.
Nú er tækifærið til að fá sér gefandi og skemmtilegt starf.
þeir sem nú hugsa sig rækilega um geta fengið skemmtilega vinnu
og meira að segja borgað fyrir, svona af stað með ykkur, nú ef
ykkur líkar ekki þá getið þið alltaf hætt, en það hættir engin í
svona skemmtilegri og gefandi vinnu.
Góða nótt kæru vinir
Hjálp, lesið, hugsið og framkvæmið.
Það er mé sönn ánægja að birta þessa beiðni
um hjálp.
Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?
Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið:liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik
Athugasemdir
Skrítin uppsetning en góða nótt elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 21:21
Hef ekki grænan grun hvað gerðist.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 21:24
Sigga mín knús til þín
milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 21:36
Góða nótt Milla mín
Erna, 19.7.2008 kl. 21:37
Knús Erna mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 21:40
Frumleg og flott uppsetning á þessum bloggpistli hjá þér Milla. Góða nótt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:50
Hvað er ástæðan að það vantar fólk í þetta starf?
Góða nótt Milla.
Heidi Strand, 19.7.2008 kl. 22:09
Góða nótt elsku Milla mín.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 23:30
Góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.7.2008 kl. 23:55
Megaflott svona upp á rönd!
Veistu það Milla mín, ef ég byggi á höfuðborgarsvæðinu þá hugsa ég að ég myndi bara taka að mér þessa vinnu. Þetta er örugglega mjög gefandi og skemmtilegt
Kærleiksknús á þig, mín kæra
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 00:07
Góðan daginn skjóður mínar, í mínum skjóðum er bara gull í dag.
Veistu það nafna mín úr eyjum, ef ég gæti unnið þá mundi ég líka vinna að svona störfum, þetta gefur fyrir þá sem kunna að gleðjast.
Heidi mín ætli fólk fái ekki of lág laun, en þær konur sem vinna sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn gera það með glöðu geði ár eftir ár. Það er örugglega fullt af konum sem eru að láta sér leiðast sem gætu sinnt svona starfi 4 tíma á viku, þær hugsa bara ekki út í það.
Lilja hætti við að reyna að breyta þessu, en veit ekki hvað gerðist.
Knús knús til ykkar allra.
Millaguys.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 07:05
Sæl Milla,
Takk fyrir að byrta þetta .
Mér fynnst uppsettningin hjá þér mjög flott, vekur athykli.
Ég reyndi að skrifa hér inn i gærkveldi en færslan vildi ekki inn.
Kærleikskveðja
Elísabet
Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:03
Elísabet verð að viðurkenna að eitthvað var að hjá mér í gær,
hef ekki grænan um hvað gerðist, en þegar ég fór að hugsa þá var þetta bara flott.
Vonum bara að það gerist eitthvað.
Gefumst allavega ekki upp.
Kveðja og knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.