Hinir eru jafn færir, virkilega.

Niðurstöður úr Sænskri rannsókn sýna að ekki er marktækur
munur á söluhæfileikum fallega fólksins og ljóta fólksins.
Hef nú bara aldrei heyrt það asnalegra, þarf einhverja spes
rannsókn til að staðfesta það.
Hver dæmir það hvort fólk er fallegt eða ljótt,
það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt, hvort sem er
um fólk eða hluti.


Elva Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá Ráðningarþjónustunni ehf.,
kveðst ekki hafa orðið vör við kröfur um útlit starfsmanna á beinan hátt.


Eigi veit ég neitt um hina mætu konu Elvu Tryggvadóttur, en eitt veit ég
að þessar kröfur hafa ætíð viðgengist, hjá flestum fyrirtækjum landsins
.

„Maður sér það hins vegar á vali milli jafnhæfra umsækjenda, einkum
þegar um afgreiðslustarf í sérbúðum er að ræða.
Þá virðist útlitið skipta máli.
Við höldum engu að síður áfram að senda hina umsækjendurna í viðtal
því að þeir eru alveg jafnhæfir
.

Takið eftir þessum orðum: ,, Við höldum engu að síður áfram að senda "hina"
umsækjendurna í viðtal því þeir eru alveg jafn færir".
Ég efast um að svona orðalag sé illa meint, en svolítið vitlaust orðað
.


Snyrtimennska, klæðaburður og góð framkoma skiptir hins vegar alltaf
miklu máli.

Að sjálfsögðu skiptir það máli, en líka það, að mínu mati. 
Að hafa góða framkomu og fólk verður að hafa áhuga á sínu starfi.
Ég sem hef starfað í verslunargeiranum,
leita ætíð til þeirra sem kunna að brosa og gefa af sér við kúnnann
þá lýður mér best
.
                                  Eigið góðan dag

mbl.is Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Ég seigi nú altaf að sé ekki til ljótt fólk, bara misjafnlega fallegt og já framkoma skiptir mikklu máli alsstaðar.

Kærleiksknus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já pínu hallærislega orðað þetta með ,,hina"  heheheh

Njóttu dagsins fallega kona

Ía Jóhannsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:33

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ stelpur já rétt engin er ljótur og stundum er hallærislegt það sem kemur út úr fólki.
Knús til ykkar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 08:37

4 Smámynd: Heidi Strand

Góðan daginn.
Mér finnst að falleg framkoma og snyrtimennska skipti mestu máli. Það er ekki nóg að vera snoppufrið.
Oft er afgreiðslufólk að spjalla sin á milli og svo koma viðskiptavinur og trufla.

Heidi Strand, 20.7.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er nú bara öfund hjá hinum. Við seljum víst meira.

Sigurður Þorsteinsson, 20.7.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Heidi mín, eins og ég sagði þá er snyrtimennska og framkoma góð, en gleðin við að vinna vinnuna sína þarf að fylgja með. Þetta með að vera að spjalla saman og jafnvel sinna ekki kúnanum er bara púra dónaskapur, tað á að tala við kúnnann um leið og hann kemur inn, ef hann vill bara skoða þá dregur maður sig í hlé, en er til taks.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrirgefðu Sigurður, kannski misskil ég þig, en hverjir eru þessir hinir?
Öfund, það á eigi að vera til staðar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 11:33

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Framkoman og bros skiptir öllu máli, ekki "fegurðin" því hún kemur að innan.  Kveðja í blíðuna  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 13:50

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín veistu að hér er bara gluggaveður, allavega ef maður fer út af pallinum.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 14:14

10 identicon

Já það skiptir öllu máli hvernig framkomu fólk hefur  og helst vil ég að það hafi góðan húmor líka þannig að ég fari hlæjandi út úr versluninni. Hef farið nokkrum sinnum þannig út frá Rekstrarvörum en man ekkert hvernig strákarnir litu út sem komu mér í svona gott skap.

En hvernig er það Milla mín á ekki veðrið að fara að lagast fyrir norðan hjá ykkur ég er að bíða eftir að það hlýni svo ég komist í Mývatnssveitina og allt þar í kring. Langt síðan ég hef farið norður, mörg ár en nú er kominn tími til. Kannski verður gott veður um næstu helgi.

Knús og kveðja

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 14:25

11 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Milla ,

Ég átti alltaf eftir að svara spurningu þinni hvort ég byggi á Ísafirði?

Nei  því miður geri ég það ekki. Mamma mín er fædd og uppalin þar og ef ég væri ekki fædd með þennan sjúkdóm þá byggi ég þar. Bróðursonur tók myndina sem er á Bannernum , setti nokkrar sman. 

Elísabet Sigmarsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:44

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín ég var að koma frá tengdaforeldrum Millu minnar og
skipsstjórinn tjáði mér að það yrði gott veður alla næstu viku.
Ef þú hefur tíma þá endilega komdu við á Stórhól 51 Húsavík
mikið yrði gaman að hitta þig og þína.

Ég þarf að segja honum bróðir mínum að þú sért ánægð með Rekstravörur, hann er innkaupastjóri fyrir sjúkrahúsvörurnar,
Þetta er frábær vinnustaður enda bara venjulegt fólk sem á hann.
Vonast til að sjá þig.
Kveðjur og knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elísabet mín takk fyrir svarið, maðurinn sem ég bý með er Ísfirðingur
og heitir Gísli M. Indriðason, ég bjó á Ísafirði frá 1997- 2005 þá ákvað ég að flytja hingað hér á ég 4 barnabörn og Gísli flutti með mér.
hverra manna ertu þaðan?
Kærar kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 17:03

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo hjartanlega sammála þér Sigga mín.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 17:05

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum á sama máli með það Silla mín
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 18:05

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi rannsókn sýnir að það er ekki mikill munur, Uss Langbrókin mín ég hef labbað út úr búðum sem ekki hafa gott starfsfólk.
0g um leið og ég fer út, þakka ég kærlega fyrir góða þjónustu.
Knús kveðjur í partýið sem ég fékk ekki boðskort í, það er svona að vera ekki inn, sko ég meina það.

                       Er ég ekki nógu fín
                       er nú svo langt gengið,
                       á reyndar ekkert jakka lín
                       en á leigu gæti fengið.          

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 19:13

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sölumennska kemur útliti ekkert við, punktur.  ... eða ekki punktur, kannski ekki gott að sölumaður sé druslulegur eða illa lyktandi. Viðmótið segir svo mikið og það er svo grunnt í fegurðina þar sem viðmótið er gott.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 09:04

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Akkúrat Jóhanna mín. má til að segja eina sögu.
Við gamla settið komum vestan af fjörðum þar sem við bjuggum og vöknuðum snemma næsta morgun, meiningin var að byrja á bílahugleiðingum, byrjuðum á einu fórum inn þar, en sáum fáa
klukkan var 9. svo kemur ungur maður frekar stúrin á svipinn, ég segi fyrirgefðu en er ekki búið að opna, hann svarar með þjósti, hvað ertu ekki komin inn, minn var að skoða einn bíl þarna og fer að spyrja út í þann bíl og þá lifnaði yfir sölumanninum, ég hlustaði álengdar, en er hann bauð okkur að prufukeyra þá sagði ég nei takk, en við munum örugglega koma er við ætlum í bílakaup, svo hárfínt var þetta sagt að hann fraus þessi ræfill. hef aldrei komið þarna inn síðan og mundi aldrei kaupa bíl af þeim.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband