Þessi var nú alveg frábær.Hí hí hí.

Sé þennan gjörning í anda, hugsið þið ykkur akandi
hjólbörum með öllum þessum peningum, gott hjá honum
og greinilega maður með húmor
.
            *****************************
Minnir mig á er ég keypti mér barnavagn, 1971, var
búin að safna fyrir honum í smápeningum á meðgöngunni,
hann kostaði 7.500 krónur og þótti mikið þá, þetta var
Pettigreen þeir þóttu nú flottir þá og þykja enn.
Ákvað í prakkaraskap mínum að fara með talda peningana í
léreftspoka sem ég saumaði, mikið haft fyrir því að þjóna
stríðnispúkanum í sér.
Fór og keypti vagninn, skellti peningunum á borðið og sagði
þetta er akkúrat, Ó guð minn vildi að það hefði verið til vídeó
þá, konan missti andlitið sagði svo ég get ekki tekið á móti þessu
þetta eru smápeningar, já sagði ég eru það ekki líka peningar?
Jú sagði aumingja konan, en, Takk fyrir góða þjónustu sagði ég
og gekk út sæl í mínu hjarta, búin að gera eitt prakkarastrik
þann daginn
.
                           Eigið góðan dag.


mbl.is Borgaði rafmagnsreikninginn með einseyringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, ég hefði viljað sjá konugreyið telja þetta alt saman, ó ja það þurfti oft að safna fyrir hlutunum her áður fyrr, það var ekki altaf hlaupið í bankan í gamla daga.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 07:41

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Milla mín

Ía Jóhannsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já er þetta ekki skondið?
Knús í daginn ykkar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Helga skjol

Snilld hjá þér Milla mín

Knús á þig

Helga skjol, 21.7.2008 kl. 09:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það fannst mér líka.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 09:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta drep fyndið, hefði sko viljað sjá framan í konuna.  Knús inn í vikuna og vonandi ertu hress Spaz

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst þetta eiginlega meira fyndið í dag er ég rifja þetta upp.
Ég er enn þá að jafna mig eftir ferðina suður Ásdís mín, en þetta kemur.
Knús til ykkar allra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 10:43

8 Smámynd: Heidi Strand


Ég fékk betra þjónustu í Sunnubúðinni og í Álafossi.
Þetta var á verstu verðbólgutímanum á áttunda áratug. Ég keypti eitt sinn 1 kg smjör og borgaði með meira en kíló af klinki Einu sinni var ég með íþróttatösku fulla af klinki og fyrir það keypti ég íslenska ullarslá handa eins árs barni.

Heidi Strand, 21.7.2008 kl. 11:05

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín það eru fleiri en ég sem elska klink.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 12:01

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sniðug ertu!
En keyptirðu samt ekki vagninn???

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:33

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Rósin mín keypti vagninn, hann var rauður æðislegur, síðan eignaðist ég litla prinsinn minn rúmu ári seinna og fékk hann bara að nota hann þó hann væri rauður, en litli prinsinn minn hann fúsi er nú ekkert lítill lengur.
Knús kús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 12:54

12 identicon

Þetta var sætt en ég hef unnið í verslun sjálfur og hefði orðið virkilega pirraður ef ég hefði fengið þessa upphæð í peningum. Aumingja konan að þurfa að telja alla peningana. Þetta hljómar kannski fyndið en það að telja þessa upphæð er alls ekkert grín.

Atli Viðar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:05

13 Smámynd: Freyja

Þegar ég var lítil bjuggum ég og systur mínar til smá pall heima úr akkurat 1000 eina krónum, okkur fannst hann voða flottur en mamma var ekki ánægð þegar hún sá þetta enda höfðum við brotið stóra sparigrísinn hennar til að ná í krónurnar

Freyja, 21.7.2008 kl. 14:08

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Atli ég var búin að telja peningana vissi nákvæmlega hvað vagninn kostaði og hún gat bara tekið því, enda gerði hún það en að sýna svona fýlu var bara hlægilegt.
Ég hef sjálf unnið í verslun og maður hafði ætíð tíma til að sinna svona
sérvisku, þó ekki kæmi hún oft fyrir því ég var að vinna í tískuvöruverslun.
en fólk er nú til dags afar óþolinmótt er við kassa bíður eftir svona fólki. 
Kveðja og takk fyrir innlitið.












 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 14:46

15 Smámynd: Heidi Strand

Klinkið safnaðist upp vegna þess að það var svo verðlitið og þungt að burðast með.
Í Noregi er lægsti gjaldmiðilinn 50 eyrar og það er um 80 kr. íslenskar.
Hér er það 1 króna sem um 7 eyrar norskar.
Nú þurfti aftur að skera í burtu tveimur núllum og 100 krónur verður ein króna.

Heidi Strand, 21.7.2008 kl. 15:32

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Freyja þið hafið verið prakkarar aldarinnar, já já bara brotið upp sparigrísinn, é g hefði líka orðið reið en bara til málamynda, öll höfum við gert eitthvað svona um ævina.
Takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 15:46

17 Smámynd: Tiger

  Já Milla .. þetta áttu til sko! Prakkari af Guðs náð - gruna að við eigum sitt lítið sameiginlegt bara ...

Knús í prakkarastuði ...

Tiger, 21.7.2008 kl. 20:58

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger það læðist ýmislegt út er eitthvað minnir mann á prakkarann í sér, annars er stutt í hann.
                  Prakkaraknús.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 08:50

19 Smámynd: Freyja

haha já við vorum svoddan prakkarar en oftast voða stilltir englar

Freyja, 23.7.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband