Fyrir svefninn.
24.7.2008 | 20:44
Takið eftir hér er beiðni um hjálp í formi bæna og ljósa
til handa litlum engli, sem mörg okkar erum búin að
fylgjast með.
Ella Dís á gjörgæslu og á í erfiðleikum.
Elsku Ella okkar er kominn á gjörgæslu síðan á þriðjudag,
en þá fékk hún svona öndunarerfiðleika eins og hún hefur verið að berjast
við en þetta er greinilega aðeins of erfitt fyrir hana.
Í gær fór hún í aðgerð og var reynt að setja barkaslöngu í hana en hún hélst
ekki í og datt tvívegis út og allt í klessu.
Núna er hún í öndunarvél og er óvisst hvað verður gert,hún á að fara í frekari
rannsóknir á morgun og verður því svæfð.
Mér langar svo að biðja ykkur að kveikja á kerti fyrir hana og biðja fyrir henni
því ég hef svo miklar áhyggjur af henni.Og við vitum öll hvað mikill orka gerir
gott og kannski gerist annað kraftaverk.
Ég reyni að skrifa a morgun á láta vita hvað gerist.
knús
Ragna
Hér tendra ég kerti fyrir þig Ella Dís og ég mun líka tendra eitt hér
heima og biðja fyrir þér duglega snótin mín.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín, ég kveiki á kerti
Sigrún Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:56
Sömuleiðis hér góða nótt. Ég kveiki líka á kerti.
Anna Guðný , 24.7.2008 kl. 21:42
Takk fyrir þetta Milla mín, þú bregst ekki okkar litlu bræðrum.
Góða nótt yndisleg
Ragnheiður , 24.7.2008 kl. 21:44
Góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 21:52
Styrkur og ylur til litlu Ellu Dísar og fjölskyldu hennar.
Góða nótt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 22:12
Ég ég kveikti í kertum til elsku barnið í kvöld, ég vona að hún fá hjálp. og góða nótt elsku Milla mín sem er góð kona og ég kann að meta það.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.7.2008 kl. 23:09
Sendi henni ljós og heilun og alla góða engla.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:42
Góðan daginn allar skjóður mínar takk fyrir Hönd Ellu Dísar.
Ég hef misst slóðina hennar út hjá mér en ætla að finna hana aftur og lát hana inn ef þið munduð vilja lesa um þennan litla baráttu engil.
Eigið allar góðan dag
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.