Hafið þið hugleitt undrin?


Norðurljósin okkar og bara himinhvolvið allt er eitt undur
veraldar að mínu mati
.
Bara litirnir í þessari mynd eru undur.

Mynd 473369

Vísindamenn hjá NASA telja að Norðurljósin  dansi vegna
segulsviðs jarðar og hlaðinna agna frá sólvindum.

Það er mikið gott að geta rannsakað þessi mál eins
og öll önnur sem við ekki þekkjum og hafa vakið undrun
okkar í aldir.


Ég hef nú ætíð sagt að það sem við vitum um stórundur alheimsins,
eins og himins, jarðar, sjávar og ekki síst neðanjarðar og sjávar.
Er afskaplega fátæklegt.
 
Ég hef oft leitt hugann að því, er jörðin var ósnortin, nema af dýrum sem hana
byggðu, ekki viðhöfðu þau minna stríð sín á milli en maðurinn gjörir í dag.

Hvernig var þetta eiginlega er maðurinn reis upp á jörðu hér kenndu þá dýrin
honum að lifa af með því að drepa sér minni dýr til matar, eða hvað?
 
Allt þróaðist þetta allt upp í það sem það er í dag, þvílíkar breytingar,
bæði illar og góðar.

Eitt hefur ekkert breyst það eru Norðurljósin, stjörnurnar og öll undur veraldar.

Fór að rifja þetta allt upp er ég sá með eigin augum drápið á Hrefnunni í
fréttunum í gær, þvílíkt skipulag og sannaðist þarna eina ferðina enn
að mæðurnar eru ætíð grimmastar í því að ala upp ungviðið og kenna þeim
allt sem þau þurfa á að halda í lífinu.

Þetta gerðist nú bara hér rétt undan heimilinu mínu, í Skjálfandaflóanum.

Merkilegast finnst mér að almenningur í flestum tilfellum hugar aldrei að
því hvað er að gerast í kringum hann, hvað þá að honum finnist það
koma honum við.

Eitt en sem ekki hefur breyst, það er græðgi mannanna, hún hefur verið
frá ónuma tíð.

Reynum að breytast ef við kunnum að hugsa að við þurfum þess,
ekki bara maðurinn við hliðina á okkur. 
Virðum hvort annað og Landið okkar.

Horfið bara á öll undur veraldar sem eru í kringum okkur
ekki bara þau sem koma í fréttum.


                 


mbl.is NASA uppgötvar hvers vegna norðurljósin dansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, já þau eru guðdómlega falleg norðurljósin, Auðvitað eigum við að virða hvort annað og græðgin í mannfólkinu mun altaf vera til staðar, allavega hjá mörgum.

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Langar að deila smá sögu hér:

Sumarið 1996 upplifði ég það að vera staddur á miðju hálendinu (nánar tiltekið á Kili) um hánótt að sumarlagi, í frábæru veðri og algerri þögn. Lognið var slíkt að halda mátti logandi eldspýtu upp í loftið, og fyrir utan fjarlægan lækjarnið hefði annars mátt heyra saumnál detta. Hitinn var nánast við stofuhita en samt hlýtur að hafa verið mjög kalt í efri lögum lofthjúpsins, því skyndilega var sem himininn logaði yfir okkur. Allskyns litir dönsuðu þar um allt frá þessum venjulega græna yfir í rauðan, bleikan, jafnvel fjólubláan og gulan þegar mest lét. Þessu fylgdu meira að segja hljóð þannig að við gátum bókstaflega heyrt í norðurljósunum og ekki laust við að hárin risu á hnakkanum, hvort sem var af geðshræringu eða vegna áhrifa segulsviðsins eða jafnvel báðu tvennu! Það að skynja svona sterkt svo umfangsmikið en samt óáþreifanlegt fyrirbæri eins og sjálft segulsvið jarðarinnar, gerir mann vægast sagt auðmjúkan frammi fyrir sköpunarverkinu.

Bestu kveðjur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér fyrir Guðmundur, þarna hefur þú upplifað það sem þú munt jafnvel aldrei finna aftur þú munt heldur aldrei gleyma þessu.
Lánsamur maður ertu.
Ég hef nefnilega upplifað þetta en engin voru Norðurljósin,
en ég var upp á fjöllum vorum við 10 saman, en er ég stóð þarna og horfði á sólsetrið og hlustaði á eitthvað sem maður vissi ekki í raun hvað var, en skírði það að ég væri að hlusta á kyrrðina, Stórkostlegt.
En samt að búa hér norðan heiða er ætíð upplifun, hvort sem er á vetri eða á sumri.
Kveðjur til þín Guðmundur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stína mín það hefur ætíð vantað virðingu í mannkynið.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.