Fyrir svefninn.
25.7.2008 | 21:58
Óhræsisnefndin.
Skemmtinefnd er fyrirbæri sem
segir öðrum hvað þeir eiga að gera
Oft er yfirnefndin
efnislega snauð.
Endaslepp er efndin
andagiftin dauð.
Blessað bjargarleysið
ber hún með sér núna.
Menn um mest allt pleisið
missa af þeim trúna.
Víst er hún á veiðum
vofir yfir jörð.
Eftir ýmsum leiðum
ásækir ´ún hjörð.
heimtar klám af krafti
klúra vísna nýtur.
Beitir klóm og kjafti
klórar fast og bítur.
Það að verjast vargi
virðist engin leið.
Undan ofurfargi
engin maður skreið.
Sagt var sverum rómi
semdu vísur margar.
Undan yfirdómi
engin leið til bjargar.
Elting ill var hafin
yfir gekk hún strax.
Tæknin vart er tafin
tölvur, sími og fax.
Eins og eldflaug þjóti
yfir liðið fríða.
Best að brosa á móti
beyja sig og hlýða.
Mæddir vísnavinir
voru hér um sinn.
landsins ljúfu synir
litu hérna inn.
Nefndin hreykin hlakkar. H
Hyggðu vinur góður
hverjum þú svo þakkar
þetta vísna fóður.
Þeir eru sjaldan sjálfir
sínu monti flíka
Auðmýkt andans þjálfir
aðrir finnast líka.
Er reisa háls og hnakka
hærra en augu á festir.
Minnst er þeim að þakka
er þykjast vera bestir.
Athugasemdir
Sæl Milla mín, væri þú til í að senda mér þetta á netfangið mitt ernafri@simnet.is æji ég er að safna svona allskonar :) bestu kveðjur til þín ... alltaf ......... þín
Erna Friðriksdóttir, 25.7.2008 kl. 22:45
Haha .. þetta var athyglisvert og bara skemmtilegt að lesa. En eftir hvern var það svo?
Takk fyrir þetta Millan mín og verndarvængur ...
Tiger, 26.7.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.