Geimverur eða hvað!

Mynd 473466Edgar Mitcell, fyrrum geimfari og tunglgöngumaður
hjá Nasa heldur því fram að til séu geimverur og þær
hafi meira að segja heimsótt jörðina.

Hann telur þær líta nokkurn veginn svona út eins og
myndin sýnir.


Ekki ætla ég að úttala mig um útlit þeirra, en trúi og hef ætíð
trúað á verur sem búa á öðrum hnetti en við og þykir mér
afar athyglisvert að lesa umsögn frá þessum virta manni.

Hann kemur fram með þessa vissu sína 77 ára gamall, skildi
hann ekki hafa þorað því fyrr, nei trúlega ekki.

Fróðlegt væri að vita um vitneskju og trú annarra þjóða á
fólkinu sem kallaðar eru geimverur.

Það hefur nefnilega vakið undrun mína er ég augum lít
dúkkur sem tvær af barnabörnunum mínum eru að safna,
þessar dúkkur eru undurfagrar, með stór augu
og tæknilega stórkostlega útfærðar.
þessar dúkur eru söfnunargripir, keyptar á netinu, ekki til hér,
því eldri sem þær eru því meira kosta þær og þær eru ekki leikföng
nema fyrir, ja við skulum segja að þær séu svona fullorðins.

Hefur oft hvarflað að mér hvort hönnuðurinn trúi á geimverur
eða kannski er hann geimvera, Hver veit?


mbl.is „Það eru til geimverur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi alveg því sem karlinn segir enda tala margir Íslendingar  um að þeir hafi lent í samskiptum við geimverur. Ég þekki meira að segja eina sem er þess fullviss að það hafi verið sett í hana nokkurs konar örflaga og það var gert fyrir mörgum árum síðan. Hún hefur samt ekki hátt um það enda myndi það bara þýða fussum sveim og fordóma hjá þeim sem ekki trúa.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína þeir eru margir sem ekki trúa, eða vilja ekkert af neinu vita,
svona á yfirborðinu, held að það spili inn í að fólk er hrædd við hið ókunna.
margt og mikið hefur maður upplifað, af hvaða völdum, veit maður ekki fyrir vissu, en það er líka allt í lagi.
berum bara virðingu fyrir því sem maður skynjar.
Kveðjur til þín.´
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.7.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Tiger

  Haha .. Milla - veistu að ég fílaði mig einmitt eins og geimveru í gær þegar ég hjólaði um heiðmörkina. Þvílíkt sem fólk getur gónt og starað á bara ósköp venjulegan gaur - að vísu hálfnakinn gaur - en bara Íslending samt. hahaha ..

Knús á þig Milla mín!

Tiger, 26.7.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnst þetta bara gott hjá þér, sko það kemur upp í manni stríðnispúkinn þegar fólk lætur svona eins og maður sé geimvera,
kannski erum við það.
Knús Tiger míó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.7.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband