Mega flott hátíð, allir mæra sig að vild.

Satt er það að mærudagar á Húsavík hafa farið afar vel fram.
Hér er blíðskaparveður og svo margt um að vera að fólk kemst
ekki einu sinni yfir allt sem í boði er.

Hátíðin hófst í raun með undirbúningi íbúa á skreytingum og
skapaðist mikil samstaða og gleði í þeim málum, og hefur það
staðið síðan.

Aldrei er það svo að sumir gárungar þurfi ekki að sleppa sér í
gleðinni og súpa of mikið, slást og ergjast, en tel að það hafi verið
með allra minnsta móti miðað við fjölda fólksins sem hér var.
                 Þökkum góða helgi.


mbl.is Svamlað í Húsavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég hef nú aldrei upplifað neina svona "bæjarstemningu" - hef aldrei farið neitt á svona verslunarmannahelgaruppákomur. En, ég er líka kannski ekki hinn týpíski Íslandsflakkari, ferðast frekar erlendis en forðast að vera á ferðinni á hátíðum þar sem maður getur lent í því að vera eins og síld í tunnu.

Mér hefur alltaf leiðst fylleríssamkomur og hef aldrei farið á útihátíð - en ég er náttúrulega bara sérkeis, varð fullorðinn um tólf ára aldrinn svo ég missti auðvitað af því að hafa gaman af því að fara á útihátíðir eða uppákomur líkt og á Húsavík - svo ég sakna þeirra ekki og veit náttúrulega ekki hver glimrandi skemmtilegar þær geta verið - öðruvísi en það sem maður les í fjölmiðlum eða heyrir af hjá öðrum.

Kannski maður fari að spá meira í að skreppa á svona hátíðir til að upplifa stemninguna .. kannski sérðu mig að ári ljúfust.

Knús á þig mín ljúfa Milla og hafðu yndislegan sunnudag.

Tiger, 27.7.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger minn ég hef heldur aldrei farið á útihátíðir fyrir utan eitt hestamannamót er ég var 14 ára að ég held, þoli heldur ekki fyllirí þó ég hafi alveg smakkað vín.
En Mærudagar er meira eins og eitt stórt ættarmót með smá undantekningum af fólki sem hefur gaman af því að hafa gaman með fólkinu.
Hingað koma brottfluttir Húsvíkingar fólk úr sveitunum í kring og margir aðrir, það er eitthvað um að vera í heila viku, sem sagt fyrst með Sænsku dögunum síðan byrja mærudagarnir.
Ég hef til dæmis bara farið á bílnum niður í bæ og svo hef ég fengið gesti til mín í spjall og gaman, það er frekar fyrir mig, svo kannski kemur þú bara næst í kaffispjall hjá mér, það yrði nú yndislegt.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svona stemming er allt öðruvísi heldur en verslunarmannahelgardjamm.  Þetta er svo menningarlegt  mér finnst allavega að þær hátíðir á Húsavík sem ég hef heimsótt hafi verið einkar vel heppnaðar og nærr án leiðinda uppákoma.  Kveðja í blíðuna.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Milla útskýrði þetta vel á meðan ég skrifaði mína færslu

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hefur verið mjög skemmtilegt Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona er þetta maður er oft að skrifa á sama tíma.
Þetta er búið að vera yndislegt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.7.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 27.7.2008 kl. 17:24

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku frænka, það er bara fjör á öllum stöðum, það er gaman!

Góða nótt, meira fljótlega eva

Eva Benjamínsdóttir, 27.7.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.